Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Blaðsíða 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Blaðsíða 9
Alþingiskosnmgar 1971 7 Hve mikil kosningarþátttaka var lilutfallslega í einstökuni kjördæmum, sést í 1. yfirliti (bls. 8). Mest var kosningarþátttakan í Suðurlandskjördæmi og Vestur- landskjördæmi (92,1%), en minnst í Reykjavík (89,6%). Þátttaka karla var mcst í Suðurlandskjördæmi (94,0%), en kvenna í Vesturlandskjördæmi (90,2%). Kosn- ingarþátttaka karla var minnst í Rcykjavík (91,2%), en kvenna í Norðurlands- kjördæmi vestra (87,3%). Þátttaka kvenna var í öllum kjördæmum minni en þátttaka karla, þar sem hún var minnst. í töflu I (bls. 14) er sýnt, hve margir kjósendur greiddu atkvæði og hlutfallsleg þátttaka þeirra í hverju sveitarfélagi. Er þar hver kjósandi talinn í því sveitarfélagi, þar sem hann stóð á kjörskrá, en ekki þar, sem hann greiddi atkvæði, cf hann hefur greitt atkvæði utan sveitar. Hvernig sveitarfélögin innan hvers kjördæmis og á landinu í heild, að meðtöldum kaupstöðum, skiptust eftir kosningarþátttöku, sést í 2. yfirliti (bls. 9), 57,7% af sveitarfélögunum voru með þátttöku meiri en 90%. Eins og sjá má í töflu I var kosningarþátttaka í eftirtöldum hreppum meiri en 97%. (Loðmundarfjarðarhr. ekki meðtalinn, en þar kaus sá eini, sem var á kjörskrá): Selvogshreppur í Amessýslu..................................... 100,0% Norðfjarðarhreppur í S-Múlasýslu................................ 98,4% Nauteyrarhreppur í N-ísafjarðarsýslu ........................... 97,6% Skarðshreppur í Dalasýslu ...................................... 97,6% öxnadalshreppur í Eyjafjarðarsýslu.............................. 97,6% Lundarreykjadalshreppur í Borgarfjarðarsýslu.................... 97,1% Geithellnahreppur í S-Múlasýslu ................................ 97,0% í alþingiskosningum 1971 voru 3 hreppar með kosningarþátttöku meiri en 98%, en 6 hreppar 1967. Kosningarþátttaka undir 80% var í 6 hreppum 1971. Kosn- ingarþátttaka var minnst í Múlalireppi í A-Barða6trandarsýslu, eða 73,1%. Heimild til þess að hafa meira en eina kjördeild í hreppi eða kaupstað hefur verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í töflu I (bls. 14). í Reykjavík voru 64 kjördeildir, en næstflestar voru þær á Akureyri eða 7. Eftir tölu kjördeilda skiptust sveitarfélögin sem hér segir: Kaupstaðir Hreppar Engin kjördeild (sjá síðast í 1. kafla) ..... - 2 1 kjördeild ........................................ 6 194 2 kjördeildir ...................................... 2 15 3 kjördeildir ...................................... 2 1 4 kjördeildir ...................................... - 1 5 kjördeildir ...................................... - - 6 kjördeildir ...................................... 2 - 7 kjördeildir ...................................... 1 - 64 kjördeildir ...................................... 1 - Alls 14 213 3. Atkvæði greidd utan kjörfundar. Voting by electors absent from constituency on election day. Þeir, sem staddir eru, eða gera ráð fyrir að vera staddir, utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir standa á kjörskrá, þá er kosning fer fram, og ekki neyta hins almenna réttar til þess að greiða atkvæði á öðrum kjörstað í sama kjör- dæmi (sbr. 4. kafla hér á eftir), mega greiða atkvæði bréflega utau kjörfundar í skrifstofu sýslumanns eða bæjarfógeta, hjá hreppstjóra, um borð í íslenzku skipi, hjá íslenzkum sendiráðum og útsendum ræðismönnum erlendis, svo og hjá íslenzk-

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.