Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Blaðsíða 15

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Blaðsíða 15
Alþingiskosningar 1971 13 unz eitt uppbótarþingsæti hefur fallið á hverja þeirra. Þó er hér á gerð sú tak- mörkun, að ekki er úthlutað nema 11 uppbótarþingsætum, hversu mörgum sætum sem þá kynni að vera eftir að úthluta til þess að ná sem mestum jöfnuði við hlut- fallstöluna fyrir alla þingflokka. Eftir stjórnarskrárbreytinguna 1959 skal ávallt úthluta 11 uppbótarþingsætum, jafnvel þótt fullur jöfnuður náist með færri upp- bótarþing8ætum. í töflu IV (bls. 33) er sýnt, hvernig uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað til flokkanna við kosningarnar 1971, og jafnframt kemur þar fram, hvernig úthlutunin hefði orðið, ef haldið hefði verið áfram að úthluta uppbótar- þingsætum, þar til fenginn hefði verið sem mestur jöfnuður við þann flokkinn, sem hefur lægsta hlutfallstölu. Af uppbótarþingsætum, sem úthlutað var 1971, hlaut Alþýðuflokkurinn 4, Alþýðubandalagið 3, Sjálfstæðisflokkurinn 2 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna 2 uppbótarþingsæti. Þingmannatala flokkanna og meðaltal atkvæða á hvern þingmann varð þá sem hér segir: Þing- Atkvœði menn á þingmann Sjálfstæðisflokkur....................... 22 1 735 Framsóknarfiokkur ....................... 17 1 567®/17 Alþýðubandalag .......................... 10 1 8055/10 Alþýðuflokkur............................. 6 1 8364/e Samtök frjálslyndra og vinstri manna . 5 1 879 Ef halda hefði átt áfram að úthluta uppbótarþingsætum, þar til fenginn væri sem mestur jöfnuður milli þingflokkanna, þá hefði orðið að úthluta 4 viðbótar- sætum eins og sjá má af töflu IV A (bls. 33), og hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 2 en Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn fengið hvor sitt uppbótarþingsætið. Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem hafa ekki náð kosn- ingu í kjördæmum, skuli fá uppbótarþingsæti, er farið eftir atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, ýmist beinlínis eftir atkvæðatölu þeirra eða eftir atkvæðatölunni í hlutfalh við gild atkvæði í kjördæminu. Fyrsti uppbótarþingmaður þingflokks verður sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu, annar sá, sem hefur hæsta hlutfallstölu atkvæða, þriðji sá, sem hefur næsthæsta atkvæðatölu, fjórði sá, sem hefur næst- hæsta hlutfallstölu, o. s. frv. — í töflu IV B (bls. 34) er sýnd röð frambjóðenda flokkanna hvað þetta snertir. í töflu IV C (bls. 35) kemur fram, hvaða frambjóðendur hlutu uppbótarþing- sæti og hverjir urðu varamenn.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.