Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1971, Blaðsíða 12
10 Alþingiakosningar 1971 sem atkvæði greiddu alls. Eftir kjördæmum skiptist þessi atkvæðistala þannig: Reykjavík 0, Reykjaneskjördæmi 1, Vesturlandskjördæmi 7, Vestfjarðakjördæmi 12, Norðurland vestra 28, Norðurland eystra 20, Austurlandskjördæmi 43 og Suðurlandskjördæmi 10. í Reykjavík getur slík kosning utan sveitarfélags ekki átt sér stað, en í öllum öðrum kjördæmum, og sé tala þessara atkvæða borin saman við greidd atkvæði utan Reykjavíkur, verður hlutfallstala þeirra 0,2%. í 1. yfirbti (bls. 8) kemur fram, að kjósendur, sem greiddu atkvæði með þessum hætti, voru hlutfallslega flestir í Austur- landskjördæmi, eða 0,7%. 5. Auðir seðlar og ógild atkvæði. Blank and void ballots. Frá og með kosningum 1937 hafa auðir seðlar og ógild atkvæði verið sem hér segir (tala atkvæðaseðla og % af greiddum atkvæðum): T«la V. Tala 7. 1937 . 681 1,2 1953 1 344 1,7 1942 6/, . 809 1,4 1956 1 677 2,0 1942 18/10 908 1,5 1959 28/„ 1 359 1,6 1944 sambandsslit . 1 559 2,1 1959 «/10 1 331 1,5 1944 lýðveldisstjóraarskrá . . 2 570 3,5 1963 1 606 1,8 1946 . 982 1,4 1967 1 765 1,8 1949 . 1 213 1,7 1968 forsetakjör 918 0,9 1952 forsetakjör . 2 223 3,2 1971 1 580 1,5 Við kosningarnar 1971 voru 1 303 atkvæðaseðlar auðir og 277 ógildir. Námu auðu seðlarnir þannig 1,2% af greiddum atkvæðum, en ógildir 0,3% af þeim. Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir í hverju kjördæmi sést í töflu III A (bls. 30), en í 1. yfirliti (bls. 8) sést, hve miklum hluta þeir námu af öllum greiddum atkvæðum í kjördæminu. 6. Frambjóðendur og þingmenn. Candidates and elected members of Althing. Við kosningarnar 1971 höfðu Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurimi framboð í öllum kjördæmum. Samtök frjáls- lyndra og vjnstri manna buðu fram í öllum kjördæmum, nema Norðurlandskjör- dæmi vestra, en Framhoðsflokkurinn bauð aðeins fram í Reykjavík, Reykjanes- kjördæmi og Suðurlandskjördæmi. Á framboðslistum voru alls 525 frambjóðendur. Frambjóðendur skiptust þannig á kjördæmi: Rcykjavík .................................... 144 Reykjaneskjördæmi.............................. 60 Vesturlandskjördæmi.......................... 50 Vestfjarðakjördæmi.............................. 50 Norðurlandskjðrdæmi vestra..................... 40 Norðurlandskjördæmi eystra .................... 60 Austurlandskjördæmi ............................ 50 Suðurlandskjördæmi ............................. 71

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.