Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Page 14
12
Alþingiskosningar 1987
Konur og hjú fengu takmarkaðan kosningar-
rétt með breytingu á stjómarskránni 1915. Var
lágmarksaldur þeirra 40 ár, en skyldi lækka um
eitt ár árlega næstu 15 ár, uns aldursmark þeirra
yrði 25 ár, eins og þeirra sem höfðu kosningar-
rétt fyrir. Jafnframt var 4 króna aukaútsvars-
greiðsla felld niður sem skilyrði fyrir kosningar-
rétti. Við þetta kemst kjósendatalan upp yfir 30%
af mannfjölda, og smáhækkar síðan eftir þvf sem
aldursmark nýju kjósendanna lækkar.
Stjómarskránni var breytt 1920 og var þá hið
sérstaka aldursmark nýju kjósendanna fellt niður,
og hækkaði þá kjósendatalan svo að hún varð um
45% íbúatölunnar.
Með stjómarskrárbreytingu árið 1934 var
aldursmark allra kjósenda lækkað í 21 ár og
sveitarstyrksþegar fengu kosningarrétt. Urðu
kjósendur þá meiri hluti þjóðarinnar, um 56%.
Fæðingum fækkaði nokkuð á fjórða tug aldar-
innar og óx því hlutdeild fólks á kosningaraldri í
íbúatölunni á fjórða áratugnum og komst í um
60%. Á sjötta áratugnum fjölgaði bömum mjög
en fámennir árgangar bættust í hóp kjósenda, og
fór því hlutfall þeirra lækkandi allt til ársins
1967, þegar það var um 54%. Jafnframt munu
nákvæmari tölur um kjósendur valda eilitlu um
lækkun hlutfallsins eftir að farið var að byggja
kjörskrár á kjörskrárstofnum Þjóðskrárinnar, frá
og með 1956. Líkindi til þess að menn séu á kjör-
skrá í fleiri en einni kjördeild hafa minnkað stór-
lega við það. Enn fremur eiga ekki að vera með í
kjósendatölunni frá þeim tíma þeir sem em á kjör-
skrá, en fá ekki kosningarrétt fyrr en eftir kjördag
á árinu, og ekki heldur þeir sem dánir eru þegar
kosning fer ffam.
Kosningaraldur var lækkaður í 20 ár 1968
(stjómarskipunarlög nr. 9/1968), og olli það
hækkun kjósendahlutfallsins við forsetakjörið þá.
Síðan hefur það farið sfhækkandi þar sem öll
fólksfjölgun á landinu hefur orðið meðal þeirra
sem náð hafa kosningaraldri. Var kjósendahlut-
fallið komið í 64% í kosningunum 1983.
Eins og áður er getið var kosningarréttur
rýmkaður 1987 og er þá lágmarksaldur kjósenda
í fyrsta skipti 18 ár, auk þess sem lögræðissvipt-
ing veldur ekki missi kosningarréttar. Hækkar
hlutfall kjósenda af íbúatölunni nú í 70%.
Samkvæmt kosningalögum skulu menn vera
á kjörskrá þar sem þeir áttu lögheimili 1.
desember á undan þeim tíma, er kjörskrár skulu
lagðar ffarn. Við kosningamar 25. apríl 1987
áttu menn því kosningarrétt þar sem lögheimilið
var 1. desember 1986. Munu aðfluttir til landins
eftir 1. desember 1986, sem ekki höfðu átt hér
lögheimili 1. desember 1982 eða síðar, í mörgum
tilvikum hafa leitað eftir því að komast á kjör-
skrá. Munu þeir yfirleitt hafa verið úrskurðaðir
eða dæmdir inn á kjörskrána teldust þeir full-
nægja kosningarréttarskilyrðum stjómarskrárinn-
ar þá er kosning fór fram, enda skyldi ákvæði
kosningalaga um lögheimili 1. desember 1986
næst áður en kjörskrár era lagðar fram einungis
ráða því /ivarmenn stæðu á kjörskrá.
Hluta af hækkun kjósendahlutfallsins síðan
1968 má rekja til breytinga sem varða íbúatöluna
ekki síður en kjósendatöluna. Þeir sem fara utan
til náms halda yfirleitt lögheimili sínu — og þá
kosningarrétti — á íslandi. í lögheimilislögum,
nr. 35/1960, segir: „Rétt er þeim, sem dveljast
erlendis við nám, að telja lögheimili sitt í
sveitarfélagi, þar sem þeir áttu lögheimili, er þeir
fóra af landi brott.“ ísland gerðist aðili að
samningi Norðurlanda um almannaskráningu árið
1969, og kom hún til framkvæmda þá 1.
október. Samningurinn felur það meðal annars í
sér, að sérhver einstaklingur, sem tekinn er á
almannaskrá í einu aðildarlanda, skal um leið
felldur af almannaskrá í því landi sem hann flytur
frá. Til þess að leysa þann vanda sem myndaðist
varðandi kosningarrétt vegna þessa var sá háttur
hafður á árin 1971-83, að fólk sem flust hafði til
Norðurlanda var tekið inn á kjörskrárstofna Þjóð-
skrárinnar væri það innan tiltekins aldurs og ekki
vitað annað en að það væri við nám. Fólk yfir
aldursmarkinu en við nám var tekið á kjörskrá
bæri það fram ósk um það. íslensku námsfólki á
Norðurlöndum fjölgaði mikið frá 1968 til 1983,
og þar sem það kom í kjósendatöluna en ekki
mannfjöldatöluna olli það hækkun kjósenda-
hlutfallsins umfram það sem annars hefði verið.
Með breytingum þeim á kosningarrétti 1987,
sem fyrr var getið, eiga kosningarrétt allir þeir
sem flust hafa af landi brott á síðustu fjóram
áram og fullnægja öðram skilyrðum hans. Fellur
því niður hin sérstaka aðferð Þjóðskrárinnar til
þess að námsmenn á Norðurlöndum komist á
kjörskrárstofn, en eftir sem áður munu þeir hafa
verið teknir á kjörskrá ef þeir leituðu eftir því þó
þeir hafi verið meira en 4 ár við nám.
Sem fyrr segir lætur Hagstofan sveitarstjóm-
um í té stofn að kjörskrá, sem þær gera síðan svo
úr garði að úr verður gild kjörskrá. Tölur
samkvæmt kjörskrárstofni era ævinlega hærri en
samkvæmt endanlegri kjörskrá. Á kjörskrárstofn
koma meðal annars þeir sem ná kosningaraldri á
árinu en eftir kjördag. í 3. yfirliti á bls. 14 er