Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Blaðsíða 76
Hagstofa Islands
gefur út eftirtalin rit:
Hagskýrslur íslands koma út öðru hverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Þar eru
birtar skýrslur um efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar (Verslunarskýrslur, Sveit-
arsjóðareikningar, Mannfjöldaskýrslur, Alþingiskosningar, Dómsmálaskýrslur,
Tölfræðihandbók o.fl.). í I. útgáfuflokki Hagskýrslna, sem hófst 1914, voru 132 rit;
í II. útgáfuflokki, sem hófst 1951, hafa konrið út 86 rit.
Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar eða ársfjórðungslegar skýrslur
um utanríkisverslun, fiskafla, framfærsluvísitölu og aðrar vísitölur, og árlegar skýrsl-
ur um ýmisleg efni, sem ekki þykir taka að birta í sérstöku hefti af Hagskýrslum.
Áskriftargjald Hagtíðinda fyrir árið 1988 er 1.000 kr.
íbúaskrár fyrir Reykjavík og nokkur stærstu sveitarfélögin (1986 fyrir Seltjarnarnes,
Kópavog, Garðabæ, Bessastaðahrepp, Hafnarförð, Mosfellsbæ, Akureyri og Vest-
mannaeyjar) koma út á hverju vori. í þeim eru allir íbúar þessara sveitarfélaga næst-
liðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá með þeim upplýsingum, sem hún hefur að
geyma um hvern mann.
Fyrirtækjaskrá. Einu sinni á ári, og oftar ef ástæða þykir til, kemur út skrá yfir þá að-
ila, fyrirtæki, stofnanir, félagssamtöko. fl., sem hafasérstök auðkennisnúmer (nafn-
númer og kennitölu) í fyrirtækjaskrá Hagstofunnar. Síðasta útgáfa þessarar skrár er
miðuð við miðjan júní 1986. Ný útgáfa er væntanleg í nóvember 1987.
Skrár yflr dána, með fæðingardegi, dánardegi, heimili og fleiri upplýsingum um
dána, koma út árlega í fjölrituðu hefti.
í ritinu Skrá um stofnanaheiti, sem kom út á árinu 1972, er dönsk og ensk þýðing á
heiti stofnana, embætta, félagssamtaka og starfsgreina. Uppsláttaratriði í riti þessu
eru um 1500 að tölu. Unnið er að aukinni og endurbættri útgáfu þessa rits og er hún
væntanleg fyrri hluta árs 1988.
NORRÆN TÖLFRÆÐIHANDBÓK
Hagstofan annast dreifingu á íslandi á ársritinu Norrœn tölfrœðihandbók (Yearbook
of Nordic Statistics — Nordisk statistisk ársbok), senr Norðurlandaráð og Norræna
hagstofan í Kaupmannahöfn gefa út. I riti þessu er mjög margvíslegur fróðleikur í
talnaformi um Norðurlönd og þjóðir þær sem þau byggja. Norræn tölfræðihandbók
1986 er 426 blaðsíður með 290 töflum, auk línurita og korta, og kostar 1.000 kr.
Þá fæst einnig hjá Hagstofunni Norrœn tölfrœðibók wn trygginga- og félagsmál
1984 (Social tryghed i de nordiske lande) sem gefin er út af Norrænu hagstofunni á
dönsku. Bókin fjallar í texta og töflum um umfang, útgjöld og fjármögnun almanna-
trygginga á Norðurlöndum. Bókin er röskar 200 bls. og kostar 500 kr.
Afgreiðsla ofangreindra rita er í Hagstofunni, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8-10
(3. hæð), 150 Reykjavík. Sími (91)26699. Póstgíróreikningur Hagstofunnar er nr.
26646-9. Rit eru send gegn póstkröfu, sé þess óskað.