Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Qupperneq 28

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Qupperneq 28
26 Alþingiskosningar 1987 framboðið á að fá skv. 111. og 112. gr. og nefnist útkoman meðalhlutfall. c. Ákvarða skal nýja kjördæmistölu í þessum áfanga með því að margfalda kjördæmistölu skv. a-lið með meðalhlutfalli. d. Reikna skal listunum atkvæðatölur að nýju. Er það gert með því að draga ffá atkvæðum hvers lista kjördæmistölu skv. c-lið, jafnoft og listinn hefur hlotið þingsæti. e. Þingsætinu skal úthluta þeim lista framboðs- ins sem nú hefur hæst hlutfall atkvæðatölu af kjördæmistölu skv. c-lið. Telst það til þess kjördæmis þar sem sá listi var boðinn fram. 114. grein. Takist ekki að fylla tölu þingsæta í kjördæmi með ákvæðum 3. tölul. 3. mgr. 113. gr. skal ljúka úthlutun í hverju slíku kjördæmi eftir reglum 1. og 2. tölul. 111. gr. þrátt fyrir skiptingu þingsæta samkvæmt 112. gr. Úthluta skal þingsæti skv. c-lið fyrri mgr. 5. gr. til eins þeirra landsframboða sem nú skortir þingsæti. Ákvarða skal hlutfallstölur fyrir hvert landsfram- boð um sig samkvæmt ákvæðum a- til e- liða 4. tölul. 3. mgr. 113. gr. Hlýtur sá listi sætið sem þá hefur hæsta hlutfallstölu. Ef tvær eða fleiri tölur eru jafnháar þegar að þeim kemur við úthlutun skv. þessum kafla skal hluta um röð þeirra. Nú eru of fá nöfn á lista til þess að unnt sé að ljúka úthlutun til hans skv. þessum kafla og skal þá ganga ffam hjá þeim lista. Ef einungis einn listi er í kjöri hlýtur hann öll þingsæti kjördæmisins.“ í 4. málsgrein 115. greinar segir: „Framboðs- listi í kjördæmi, sem hlotið hefur þingmann eða þingmenn kjöma, hefur rétt til jafnmargra vara- þingmanna meðan nöfn endast á listanum." Landskjörstjóm kom saman til fundar f Reykjavík föstudaginn 8. maí til þess að úthluta þingsætum. í töflu 4 á bls. 51-54 er sýnt hvemig kjör- dæmistala er reiknuð skv. 111. grein kosninga- laganna eftir alþingiskosningamar 1987. Sést þar að í öllum kjördæmum hefur orðið að fella brott atkvæðatölur lista vegna þess að þær námu minna en 2/3 kjördæmistölunnar, oftast í Norður- landskjördæmi vestra og Austurlandskjördæmi, fimm sinnum, en einungis tvisvar í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Auk kjördæmistölunnar í sfðasta töludálki hvers kjördæmis eru sýndar lágmarksatkvæða- tölur þær sem getið er hér að framan í síðari málsgrein 111. greinar og í 1. málsgrein 113. greinar. f töflu 5 á bls. 55-57 er sýnd úthlutun þing- sæta eftir úrslitum í kjördæmum samkvæmt 111. grein kosningalaganna. Samkvæmt 3. tölulið 1. málsgreinar á að úthluta eftir henni að minnsta kosti 3/4 hlutum þeirra sæta, sem koma í hlut kjördæmis samkvæmt tilkynningu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en fyrir henni er gerð grein á bls. 10. Þess vegna koma til úthlutunar eftir 111. grein 14 sæti í Reykjavík, 9 í Reykja- neskjördæmi, 6 í Norðurlandskjördæmi eystra, 5 í Suðurlandskjördæmi og 4 í hvetju hinna, Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi, Norðurlandskjördæmi vestra og Austurlandskjör- dæmi. Eru þetta alls 50 sæti, en 12 sætum er þá enn óúthlutað af þeim sem ráðstafað hefur verið til kjördæmanna, auk þess eina sem heimilt er að ráðstafa til kjördæmis eftir kosningar Fyrir hvert kjördæmi eru sýndar atkvæðatölur listanna, f upphafi og eftir að kjördæmistala hefur verið dregin frá svo oft sem reikna þarf til þess að úthlutun þingsætanna liggi ljós fyrir. Þar á eftir er sýnd úthlutunarröð þingsætanna sam- kvæmt atkvæðatölunum. Hlaut Sjálfstæðisflokk- ur flest þingsæti í þessari úthlutun, 16, en Fram- sóknarflokkur 13, Alþýðubandalag 8, Alþýðu- flokkur 7, Borgaraflokkur 3, Samtök um kvenna- lista 2 og Samtök um jafnrétti og félagshyggju 1 sæti. Bandalag jafnaðarmanna, Flokkur manns- ins og Þjóðarflokkur hlutu ekki sæti. Úthlutun þingsæta til landsframboða eftir úr- slitum á landinu öllu, samkvæmt 112. grein kosn- ingalaga, er sýnd í töflu 6 á bls. 58. Hlutu Borgaraflokkur og Samtök um kvennalista 4 sæti hvort, Alþýðuflokkur 3 og Sjálfstæðisflokkur 2 sæti. Til þess að ráðstafa þessum 13 þingsætum þarf fyrst að reikna kjördæmistölu að nýju sam- kvæmt 2. málsgrein 113. greinar kosningalaga. Sá reikningur er sýndur í töflu 7 á bls. 59-65. Þegar öllum 12 sætunum, sem ráðstafað var til kjördæma fyrir kosningamar, hafði verið úthlut- að, skorti Samtök um kvennalista enn eitt þing- sæti. Þvf sæti var ráðstafað til Vesturlandskjör- dæmis, og í töflu 8 á bls. 66 er sýndur útreikning- ur sá, sem það byggist á. Úthlutun þingsæta samkvæmt 113. grein kosningalaga skiptist þannig á áfanga þá sem ákveðnir eru í 3. málsgrein, að 5 sætum var úthlutað í fyrsta áfanga, 5 í öðrum, 2 í þriðja og einu sæti í fjórða áfanga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.