Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Side 30

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1987, Side 30
28 Alþingiskosningar 1987 bandalag 2.548. Atkvæði Flokks mannsins og Þjóðarflokks, sem hlutu ekki þingmann kosinn skv. 111. grein og komu því ekki til álita við frekari úthlutun þingsæta, voru fleiri en atkvæði Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, og Flokk- ur mannsins hlaut fleiri atkvæði en eru að baki hvetjum þingmanni Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Borgaraflokks. Ef heildartala atkvæða hefði átt að ráða ein hefði þurft að úthluta 14 sætum til viðbótar þeim 63 sem voru til ráðstöfunar til þess að ekkert landsframboð ætti rétt á frekari úthlutun miðað við þá atkvæðatölu sem er að baki þingmanni Samtaka um jafnrétti og félagshyggju. Ef það er hins vegar miðað einungis við þau landsframboð sem fengu fleiri en einn mann kjörinn reynist ekki vanta nema eitt sæti á fullan jöfnuð milli þeirra. Alþýðubandalagið skortir eitt sæti til þess að ná jöfnuði við Framsóknarflokk. 10. Breytingar á framboðslistum Changes in candidate lists f 84. grein alþingiskosningalaganna er kjós- anda heimilað að breyta röð frambjóðenda á þeim lista, er krossað er við, með því að rita tölu- stafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, og svo framvegis. Einnig má hann strika yfir nöfn frambjóðenda, sem hann vill hafna og hlýtur frambjóðandinn þá ekkert atkvæði af þeim seðli, en þeir sem neðar standa á listanum færast upp um sæti. I 2. og 3. málsgrein 115. greinar segir síðan hvemig finna skal hverjir frambjóðendur hafa náð kosningu á hveijum lista í kjördæmi. Á að reikna frambjóðendum atkvæðatölu á þennan hátt: „Yfirkjörstjóm tekur saman þá kjörseðla þar sem engin breyting hefur verið gerð á listanum. Þar telst efsta nafn listans vera í fyrsta sæti, næsta nafn í öðm sæti og svo framvegis. Næst tekur yfirkjörstjóm alla þá kjörseðla þar sem kjósendur hafa gert einhvetjar breytingar á röð frambjóðenda og telur atkvæði hvers frambjóð- anda í hvert sæti listans. Landskjörstjóm skal raða nöfnum frambjóð- enda á hveijum lista þannig að sá, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. sæti, samkvæmt næstu málsgrein hér á undan, hlýtur það sæti. Sá fram- bjóðandi, að þessum slepptum, sem hlotið hefur flest atkvæði í 1. og 2. sæti samanlagt, 2. sætið o.s.frv. uns raðað hefur verið í sæti svo mörgum frambjóðendum listans að ljóst sé hverjir teljast þingmenn hans í kjördæminu og hveijir varaþing- menn.“ Reglur þessar em allt aðrar en þær sem hafa gilt ffá hausti 1959. Samkvæmt fyrri reglum skyldi reikna frambjóðenda atkvæðatölu að tveim þriðju hlutum eins og engin breyting hefði verið gerð á listanum, en að einum þriðja hluta eftir listanum að teknu tilliti til breytinga. Fyrsta sæti á lista hlaut atkvæðatölu listans, en hvert sæti er á eftir fór það brot af þessari atkvæðatölu að í teljara sé tala þeirra þingmanna og varaþing- manna sem kjósa á að frádreginni tölu þeirra sæta sem á undan em á listanum, og í nefnara tala þeirra þingmanna og varaþingmanna sem kjósa á. Fram til sumars 1959 var atkvæðatala fram- bjóðanda reiknuð á sama hátt nema að hún fór að öllu leyti eftir listanum eins og hann var eftir breytingar. Samkvæmt þeim reglum sem gilda nú skipta frambjóðendur um sæti á lista ef meiri hluti kjós- enda hans færir þann sem ofar er niður fyrir hinn með því að strika yfir nafn hans eða lækka hann á lista með nýrri tölusetningu. í aftasta dálki í töflu 10 á bls. 68-71 sést at- kvæðatala sem hver þingmaður hlaut í sitt sæti á lista eða ofar. Breytingar á listum breyttu engu um röð manna á þeim í alþingiskosningunum 1987. 11. Kjörnir þingmenn Elected members of the Althing í töflu 10 á bls. 68-71 eru taldir kjömirþing- menn og varamenn í hveiju kjördæmi í alþingis- kosningunum 1987. Þar er sýnt hvaða stjóm- málasamtök þeir em kjömir fyrir og úthlutunar- tölur þær sem kjör þeirra byggist á og lýst er í töflum 4-9 og í 9. og 10. kafla þessa inngangs.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.