Þjóðmál - 01.03.2008, Qupperneq 11

Þjóðmál - 01.03.2008, Qupperneq 11
 Þjóðmál VoR 2008  tapað, ef illa færi, en ætti milljarðatugi í vændum, ef allt gengi samkvæmt áætlun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, fagnaði hinu nýja fyrirtæki og hafði þessi orð um stofnun þess: „Sem Reykvíkingur og íbúi í Reykjavík að þá auðvitað horfi ég á þá staðreynd að þarna er orkuveitan hugsanlega að fara í ákveðinn áhætturekstur en ég sé það líka að hún er að leggja þarna inn sex, sjö milljarða en eignin sem hún fær út úr þessu eru, ja, næstum því þrefalt meiri þannig að það er nú góður samningur fyrir okkur í Reykjavík. Og svo gleðst ég yfir því að það er yfirlýsing um það að þetta fyrirtæki að það fari á markað innan tíðar og þar með verður væntanlega undið ofan af þessu sem að menn kannski eru að gagnrýna sem er ákveðin áhætta sem að tekin er.“ Þótt Guðmundur Þóroddsson segði Orkuveitu Reykjavíkur hafa látið 4 milljarða í hið nýja REI, nefnir Össur Skarphéðins- son 6 milljarða og var sú tala almennt notuð í fréttum á þessum tíma. Strax fáeinum dögum eftir ákvörðunina um samruna var sagt frá því, að hluturinn væri þá metinn á 16 milljarða. Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarmaður í Reykjavik Energy Invest, sagði hinn 5. október, að verðmæti orkuveitunnar í út- rásarverkefnum hefðu margfaldast á stutt- um tíma. Það benti til að stjórnendur hennar og REI væru að gera rétt. Stefnt væri á skráningu félagsins á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði um mitt ár 2009. Þá kynni raungildi að hafa margfaldast og gæti jafnvel numið 30 til 40 milljörðum og færi þar með langt með að „dekka“ skuldir Reykjavíkurborgar, eins og hann orðaði það í útvarpsviðtali. Sagt var frá því, að 500 milljóna króna hlutur Bjarna Ármannssonar, stjórnarfor- manns REI, hefði tvöfaldast að verðmæti á þremur vikum. Verðmætaaukningin væri hálfur milljarður króna. Bjarni taldi 5. október, að REI væri metið á 65 milljarða króna en það hefði verið talið 18 milljarða króna virði tæpum mánuði áður. II. Hinn 5. október var sagt frá því, að hlutabréf í FL Group hefðu hækkað mjög í verði 2. október, daginn áður en tilkynnt var um sameiningu Geysir Green Energy og Reykjavik Energy Investment. Í fréttum sjónvarpsins 5. október sagði: „Athygli vekur einnig að hlutabréf í FL Group hækkuðu mjög í verði 2. október, daginn áður en tilkynnt var um samrunann. Úr 24,5 í 25,8. Fjöldi viðskipta sjöfaldað- ist einnig milli daga, fór úr 11 í 77. Bréf í Atorku, næst stærsta hluthafanum í Geysi Green lækkuðu hins vegar örlítið þennan sama dag. Jafet Ólafsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur já- kvæðar fréttir af öðrum fjárfestingum FL Group skýra þessa hækkun frekar en að nokkur óeðlileg viðskipti hafi átt sér stað. Geysir Green sé ekki það stór hluti fjár- festinga FL Group en vissulega sé þetta óheppileg tilviljun.“ Í fréttum hljóðvarps ríkisins kl. 18.00 7. október 2007 sagði: „Á þriðjudaginn [2. október] flaug Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til Kína í boði Glitnis. Bankinn á hlut í jarðvarmafyrirtækinu REI. Ólafur sagði í samtali við Stöð 2 að Kínverj- ar væru hæstánægðir með samstarfið við Ís- lendinga um nýtingu jarðvarma og vildu auka það til mikilla muna. Verkefnið væri svo stórt að ef samningar gengju eftir gerðu íslensk orkufyrirtæki, fjármálastofnanir og bankar varla nokkuð annað á næstu árum en að sinna því. Daginn eftir samþykkti stjórn orkuveitunnar samruna Geysis Green og REI. Þar næsta dag kynntu Bjarni Ármannsson og fulltrúar FL Group erlendum fjárfestum blómlega framtíð FL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.