Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 ÍÞRÓTTIR Handbolti Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson er ánægður í herbúðum ungversku meistaranna í Veszprém sem hann gekk til liðs við í sumar. Þjálfaranum var óvænt sparkað í vikunni 2 Íþróttir mbl.is Morgunblaðið/Golli Gleði Glódís Perla Viggósdóttir fagnar í sigrinum á Hvíta-Rússlandi í fyrra- kvöld. Hún hefur átt frábæru gengi að fagna í Svíþjóð á þessari leiktíð. FÓTBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þeir vilja halda mér, og ég er aðeins komin af stað í samningaviðræðum við félagið. Það er þó ekkert komið á hreint,“ sagði Glódís Perla Viggósdótt- ir, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, sem hefur óvænt slegið í gegn ásamt liðsfélögum sínum í Eskilstuna í ár en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeild- arinnar. Glódís, sem er tvítug en hefur þegar leikið 32 A-landsleiki, kom til Svíþjóðar eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra, og gerði samning sem gildir út nóvember. Nú freista forráðamenn Eskilstuna þess að halda Glódísi, sem er spennt fyrir því en var ekki nægi- lega sátt við fyrsta boð. „Mig langar að vera áfram, sér- staklega ef við náum meistaradeild- arsæti. Þá vil ég auðvitað taka þátt í því. Mér líður rosalega vel þarna og umgjörðin er rosalega flott. Það er hugsað mjög vel um okkur. Við erum til dæmis með okkar leikvang og klefa þar sem allt mitt æfingadót bíður mín nýþvegið fyrir æfingu. Starfsfólkið er rosalega gott og við erum mjög sáttar í íbúðinni sem okkur var úthlutað. Svo eru yfir 2.000 áhorfendur á öllum leikj- um, sem er geggjað, og á móti Rosen- gård mættu 5.600 manns á leikinn. Ég hef aldrei spilað fyrir framan fleira fólk. Það er brjálaður stuðningur í bænum, enda erum við eina efstudeild- arliðið hérna,“ sagði Glódís. Eskil- stuna er með fjögurra stiga forskot á Söru Björk Gunnarsdóttur og stöllur í meistaraliði Rosengård, sem flestir spáðu titlinum í ár: Bjuggumst við að verða miðlungslið í deildinni „Við bjuggumst bara við að verða miðlungslið í deildinni. Við vissum að við gætum alveg stolið stigum af þess- um bestu liðum en við bjuggumst ekk- ert við að verða í hópi þriggja efstu liða. Þetta hefur verið algjörlega framar björtustu vonum, en við höfum svo sett meiri pressu á okkur núna. Því meira sem við vinnum því meiri stuðning fáum við,“ sagði Glódís. Að- eins fjórar umferðir eru eftir af deild- inni, en engin ástæða til að fagna strax: „Þetta er algjörlega í okkar hönd- um, en við eigum erfiða leiki eftir, til dæmis útileiki við Piteå og Linköping sem eru í 4. og 3. sæti,“ sagði Glódís en leikurinn við Piteå er á sunnudaginn. Glódís hefur fundið sig vel í 3-5-2- leikkerfinu sem Eskilstuna notar, og kveðst hafa bætt sig mikið á fyrsta árinu í atvinnumennsku. Sjálfstraustið geislaði enda af henni í 2:0-sigrinum á Hvíta-Rússlandi í fyrrakvöld: „Ég hef bætt mig rosalega. Maður finnur það kannski ekki svo mikið þeg- ar maður er að spila úti, en ég fann það í þessum landsleikjum hvað mað- ur var miklu öruggari og leið betur með allt sem maður var að gera. 3-5-2- leikkerfið hentar okkur fullkomlega. Ég spila með einni írskri og einni enskri, og við náum mjög vel saman, allar rauðhærðar,“ sagði Glódís hlæj- andi. Hef bætt mig rosalega  Meistaratitillinn blasir óvænt við Glódísi á fyrsta árinu í atvinnumennsku  Frábær umgjörð og stemning í Eskilstuna  Viðræður um nýjan samning Rosenborg tryggði sér í gærkvöldi sæti í bikarúrslita- leiknum í knatt- spyrnu í Noregi og skoraði Matt- hías Vilhjálms- son sigurmarkið í 3:2 sigri á Sta- bæk í undan- úrslitum. Rosen- borg komst í 1:0 en Stabæk sneri leiknum sér í hag og komst í 2:1. Al- exander Söderlund, fyrrverandi leikmaður FH, jafnaði hins vegar fyrir Rosenborg á 78. mínútu og þurfti að framlengja leikinn til að fá fram úrslit. Matthías kom inn á sem varamaður hjá Rosenborg á 83. mínútu og skoraði sigurmarkið eft- ir fimm mínútna leik í framlenging- unni. Hólmar Örn Eyjólfsson var á sínum stað í miðverðinum hjá Ros- enborg. kris@mbl.is Sigurmark hjá Matthíasi Matthías Vilhjálmsson HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Handknattleikskonan Þorgerður Anna Atladóttir vonast til þess að vera komin yfir erfiðasta hjallann varðandi meiðsli sín. Ef ekki kemur bakslag á næstunni standa jafnvel vonir til þess að hún geti leikið með varaliði Leipzig í desember en þá verður komið inn á níunda mánuð síð- an krossband í öðru hnénu á henni slitnaði. Þorgerður Anna segir að for- ráðamenn Leipzig vilji ekki taka óþarfa áhættu og láta níu mánuði líða frá aðgerð á krossbandi og þar til hún byrjar að leika á nýjan leik. „Ég fékk bakslag fyrir nokkrum vikum. Þá fór ég of geyst af stað og það rifnaði örlítið í sin í ilinni. Ég þurfti að vera í tíu daga á hækjum, taka hlé frá æfingum í fjórar vikur og fékk fimm sprautur í sinina,“ sagði Þorgerður Anna sem hefur fengið sinn skerf af meiðslum á síðustu ár- um. Þegar hún sleit krossbandið í marsbyrjun var hún að komast af stað eftir langvarandi meiðsli í öxl. „Ég hef nú dregið úr sjúkraþjálfun og einbeitt mér meira að handbolta- æfingum. Ef allt gengur að óskum áfram vel má ég byrja að leika hand- bolta í desember. Þá mun ég ná mér í leikæfingu með varaliðinu okkar þar sem keppni hjá aðalliðinu liggur niðri allan desember vegna heimsmeist- aramótsins í handknattleik sem fram fer í desember og þar sem þýska landsliðið tekur þátt í mótinu verður hlé á deildarkeppninni á meðan HM stendur yfir. Fyrsti leikur aðalliðs Leipzig í deildinni verður 30. desem- ber. Ég verð vonandi komin í topp- stand þá,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir handknattleikskona í gær. Biðin styttist hjá Þorgerði Önnu  Vonast til þess að leika á ný í desember eftir krossbandsslit í mars Morgunblaðið/Kristinn Óheppin Þorgerður Anna Atladóttir hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Svo gæti farið að Steinunn Björns- dóttir, landsliðs- kona í handbolta, muni ekki leika með Fram á ný fyrr en á næsta ári. Steinunn fór í aðgerð á ökkla í byrjun júní og batinn tekur 6-9 mánuði. „Eins og staðan er í dag þá lítur út fyrir að ég gæti orðið leikfær um áramót. Ég hafði áður vonast til þess að það gæti orðið eitthvað fyrr,“ sagði Steinunn þegar Morgunblaðið spjallaði við hana í gær. Steinunn brotnaði í landsliðs- verkefni í október 2013. Brotið greri ekki en ekki var um álags- meiðsli að ræða. Hún reyndi ým- islegt áður en ákvörðun var tekin um aðgerð. kris@mbl.is Steinunn frá til áramóta Steinunn Björnsdóttir  Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem komst í fyrsta skipti í 8-liða úrslit Evrópukeppninnar með því að sigra Holland 1:0 í Rotterdam 24. sept- ember 1994.  Vanda fæddist 1965 og lék lengst af með ÍA og Breiðabliki þar sem hún varð tvisvar meistari með ÍA og sex sinnum með Breiðabliki. Hún lék 37 landsleiki og skoraði eitt mark á ár- unum 1985 til 1996 og var fyrirliði liðs- ins í 27 leikjum. Vanda hefur þjálfað landslið Íslands, KR, Tindastól, Breiða- blik og Þrótt, og þá þjálfaði hún karla- lið Neista á Hofsósi. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.