Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ O rkuendurvinnslu af þessu tagi má finna úti um allan heim þar sem orkufyr- irtæki og iðnaðarfyrirtæki hafa tekið höndum saman og átt far- sælt samstarf. Við erum orðnir eft- irbátar á Íslandi hvað þetta varðar,“ segir Gestur í samtali við Morg- unblaðið. Hann bætir við að í þessu felist minni fjárfesting en í vind- orku. „Það er hins vegar dýrara að virkja þetta en vatnsaflið. Ástæðan fyrir því að þessi hugmynd er að opnast núna er einmitt sú að menn eru farnir að hugsa um að fjárfesta í vindorku á Íslandi, sem er dýrari fjárfesting en þessi orka. Þetta er í reynd orkuendurvinnsla og mjög í anda þeirra umhverfismarkmiða sem flest samfélög eru að setja sér,“ segir Gestur. „Svo er sem betur fer að verða al- menn vitundarvakning um að nýta þá orku sem sótt er til náttúrunnar sem allra best og þá er endurnýting af þessu tagi auðvitað í brennidepli.“ Dregur úr þörf á virkjunum Orkan myndast við ýmis efnaferli innan verksmiðjunnar, meðal ann- ars brennslu kolefnis. „Við viljum gjarnan nýta þessa miklu hitaorku og endurvinna hana, í stað þess að hún fari út í andrúmsloftið án þess að nýtast á nokkurn hátt. Hægt væri að nota hana til hitaveitu eða fram- leiðslu raforku, og reyndar til ým- issa annarra hluta,“ segir Gestur. „Ef Landsvirkjun, Orka náttúr- unnar eða aðrir orkuframleiðendur hefðu áhuga á að byggja túrbínu hjá okkur þá fengjust strax 35 megavött af raforku til ráðstöfunar, sem draga myndi þannig úr þörfinni á því að virkja vatnsafl.“ Hann segir að til að mynda geti orkan dugað til að setja hitaveitu á laggirnar, sem myndi geta hitað upp Akranes og Hvalfjarðarsveit. „Samt væri enn nóg eftir, jafnvel nægt heitt vatn fyrir allt Vesturlandið.“ Að missa forskot í orkuverði Verðið á kísilmálmi hefur verið ágætt undanfarið eitt og hálft ár en er nú tekið að lækka að sögn Gests, sem segir það skipta máli að ára- tugalöng samkeppnishæfni Íslands í orkuverði haldi sér til frambúðar. „Í þessum iðnaði er Ísland að missa það forskot sem orkuverð undanfarin ár hefur lagt grunn að og við höfum auðvitað miklar áhyggjur af því.“ Gestur vísar í þessu sambandi á heimasíðu Landsvirkjunar, þar sem fjallað er um orkuverð á Íslandi og erlendis árið 2011. Segir þar að á því ári hafi Landsvirkjun boðið lang- tímasamninga um endurnýjanlega raforku á hagstæðasta verði innan Evrópu, á 43 Bandaríkjadali fyrir hverja megavattstund. Er það borið saman við markaðsverð á raforku í Skandinavíu á sama tíma, sem er sagt hafa verið 65 dalir á megavatt- stund. Gestur segir þennan sam- anburð fjarri lagi í dag, þó svo að hann hafi verið réttur árið 2011. Endurnýjanleg orka breiðist út „Í dag færðu orkuna í Skandinavíu á 25 Bandaríkjadali. Þetta er það sem er að gerast alls staðar í kringum okkur,“ segir hann og bendir á að þrennt valdi þessari þróun. „Í fyrsta lagi hafa flest lönd heimsins sett sér þá stefnu að efla hlutdeild endurnýjanlegra orku- gjafa. Til dæmis, þó að fjárfest- ingakostnaður sólarorkuvera geti verið meiri en kolaorkuvera, þá er framleiðslukostnaður þeirra mun minni. Í kjölfarið lækkar markaðs- verðið, eftir því sem framboð end- urnýjanlegrar orku verður meira og fjárfestingin greiðist upp.“ Í öðru lagi nefnir hann auknar kröfur sem gerðar eru til orkunýtni. „Reglugerðir og markmið um aukna orkunýtni gera það að verkum að það hægist á spurn eftir orku. Raf- búnaður verður mun betri sé litið til orkunýtni vegna minna hitataps og svo framvegis. Orkunýtingin verður því betri og betri á næstu árum, sem er mjög gott frá sjónarmiði um- hverfisáhrifa.“ Þriðji krafturinn, sem líkt og hinir tveir, þrýstir raforkuverði niður á við erlendis, eru gróðurhúsaáhrifin. „Kolefnisgjöldin hafa þau áhrif að menn vilja stuðla að hinum tveimur þáttunum, efla framboð endurnýj- anlegrar orku og auka orkunýtni. Þessi stöðuga lækkun á raf- orkuverði erlendis á rætur sínar að rekja til alls þessa.“ Kaupa timbur í stórum stíl Timburframleiðsla á Íslandi tvö síð- ustu ár hefur numið um fimm þús- und rúmmetrum og er talið líklegt að framleiðslan aukist enn á þessu ári. Árið 2005, fyrir tíu árum, var hún innan við 500 rúmmetrar. Er því um að ræða tíföldun á aðeins tíu árum. Langstærsti hluti timbursins fer til verksmiðju Elkem á Grund- artanga. „Við höfum alltaf lagt áherslu á sterk og skemmtileg verkefni sem varða samfélagslega ábyrgð okkar. Okkar stærsta samfélagsverkefni í dag felst í samstarfi okkar við Skóg- rækt ríkisins, sem hófst árið 2011,“ segir Gestur. Hann segir verkefnið miða að því að vera í farsælli samvinnu við Skógræktina við að gera skógrækt á Íslandi sjálfbæra sem atvinnugrein. „Við borgum meira fyrir íslenskt timbur en ef við værum að flytja það inn að utan. Skógræktin og skóg- arbændur hafa getað nýtt þetta svigrúm til að tækjavæðast, breyta verkferlum og verða mun skilvirk- ari,“ segir Gestur og bætir við að El- kem telji réttlætanlegt að kaupa timbrið á yfirverði. „Frá okkar sjón- arhorni er þetta hreint og klárt sam- félagsverkefni.“ Þurfa miklu meira en þeir fá Ástæða þessa mun vera tvískipt. „Fyrir það fyrsta drögum við með þessu úr losun gróðurhúsaloftteg- unda í andrúmsloftið, með því að nota lífrænan kolefnisgjafa sem hef- ur engin nettó áhrif á hlýnun jarðar. Í öðru lagi eflum við sjálfbærni ís- lenskrar skógræktar, sem skapar störf, gerir landið okkar fallegra og eykur aðgengi okkar að lífrænu kol- efni, til hagsbóta fyrir umhverfið og okkur sömuleiðis.“ Gestur segir samstarfið við Skóg- ræktina hafa verið jákvætt og upp- byggilegt. „En við þurfum hins veg- ar miklu meira en þeir geta skaffað okkur.“ Tuttugu þúsund tonn á ári Skógræktin er ekki eini aðilinn sem selur timbur til Elkem, en fyrir- tækið kaupir einnig timburkurl sem Sorpa framleiðir úr úrgangstimbri, samtals um 8.000 tonn á ári. Fram- leiðsla timburkurlsins hjá Sorpu er umfangsmesta endurvinnsluverk- efni á Íslandi í dag. „Í stað þess að timbrið sé urðað og myndi þannig metangas, sem er mun sterkari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, tökum við það og nýtum sem kolefnisgjafa hjá okkur. Við tökum á móti næstum öllu sem er í boði á Íslandi.“ Saman spara þessi tvö verkefni fyrirtækinu, og umhverfinu, tuttugu þúsund tonn af koltvísýrings- útblæstri á ári að sögn Gests. Tíu prósent kolefnisgjafa fyr- irtækisins eru í dag lífrænir. Að- spurður hvort stefnan sé sett á að hlutfallið verði hundrað prósent seg- ir Gestur að það sé vissulega fræði- legur möguleiki á því. „Með mark- vissum aðgerðum getum við haldið áfram að taka þetta í skipulögðum skrefum upp í 15 og því næst 20 pró- sent,“ segir hann og bætir við að þessi þróun rími við það sem verið hefur að gerast í kísilmálmfram- leiðslu erlendis. „Bara við og hestamennirnir“ „Það eru meira og minna allir orðnir sammála um að hnattræn hlýnun sé eitthvað sem við þurfum að vinna sameiginlega gegn. Erlendis eru menn orðnir mun skilvirkari í rækt- un nytjaskóga og þaðan höfum við verið að kaupa timburkurl, meðal annars frá Skandinavíu og Norður- Ameríku.“ Elkem er því langstærsti kaup- andi timburkurls á Íslandi og er í raun eini stórkaupandinn. „Það eru bara við og hestamennirnir,“ segir Gestur kíminn í bragði. „Hins vegar er ljóst að með til- komu annarra kísilvera á Íslandi munu fleiri hafa áhuga á þessu. Auk- in eftirspurn býður upp á ýmis tæki- færi til að „láta hendur standa fram úr ermum og gera betur“ eins og handboltalandsliðið okkar söng hér um árið.“ sh@mbl.is Afgangsorka gæti hitað upp Vesturlandið Í kísilmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga myndast um 100 mega- vött af varmaorku sem ekki er nýtt. Úr þessu væri hægt að vinna um 35 megavött af raforku að sögn Gests Péturssonar, forstjóra Elkem á Íslandi. Í Hvalfirði Gestur segir samstarfið við Skógræktina hafa verið jákvætt og uppbyggilegt. „En við þurfum hins vegar miklu meira en þeir geta skaffað okkur.“ Verksmiðjan Verðið á kísilmálmi hefur verið ágætt undanfarið eitt og hálft ár en er nú tekið að lækka. „Ísland er að missa það forskot sem orkuverð und- anfarin ár hefur lagt grunn að og við höfum miklar áhyggjur af því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.