Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21 1 1 4 4 2 2 5 5 3 3 6 6 7 7 A A B B C C D D E E Sérfræðingar okkar leysa fjölbreytt verkefni í vélahönnun, þróun tæknilausna, jarðvísindum, umhverfismálum, áætlanagerð og verkefnastjórnun. Frá árinu 1963 hefur Mannvit verið leiðandi í ráðgjöf á sviði mannvirkja, iðnaðar og orku. Við leggjum áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu. G1 M M Árangur í verki A ð sögn Höllu Hrundar Loga- dóttir, framkvæmdastjóra Íslenska orkuháskólans við Háskólann í Reykjavík, koma yfir 90% nemenda orkuháskól- ans erlendis frá. „Flestir koma frá Bandaríkjunum en annars koma nemendur frá öllum heimshornum, m.a. frá Kenía, Brasilíu og Þýska- landi auk þess sem Íslendingum hefur verið að fjölga.“ Hún segir nýt- ingu endurnýj- anlegrar orku eitt af mikilvægustu viðfangsefnum mannkynsins í dag. „Námið tek- ur á tæknilegum og efnahagslegum þáttum nýtingar orku, en umhverf- ismál skipa líka stóran sess í starf- semi Íslenska orkuháskólans. Til að mynda taka allir nemendur nám- skeið í umhverfisáhrifum virkj- anaframkvæmda og ferðast víða um land til að kynna sér orku- og um- hverfismál.“ Fimm frá KenGen á námskeiði Eitt dæmi um samstarf skólans við iðnaðinn, er samstarf við ríkisrekna orkufyrirtækið KenGen, (Kenya Electricity Generating Company), sem framleiðir um 72% rafmagns sem notað er í Kenía. Íslenski orkuháskólinn stendur til að mynda fyrir tveggja mánaða löngu námskeiði, í náinni samvinnu við Mannvit og Verkís. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Opna há- skólann. Meðal kennara og skipu- leggjenda á námskeiðinu eru María Sigríður Guðjónsdóttir aðjúnkt, Ein- ar Jón Ásbjörnsson lektor og Halla Hrund Logadóttir. Nú sitja nám- skeiðið sex Keníamenn, þau Rosal- ine Muhia, Clety Bore, Gideon Gi- tonga, Eliud Wanyonyi, Daniel W. Odongo og Munyau Maithya, en þau starfa öll hjá KenGen og hafa verið hér á landi í um hálfan mánuð. Tveir nemendanna, þeir Clety Bore og Daniel W. Odongo ræddu við Morgunblaðið, en þeir eru báðir vélaverkfræðingar með sérhæfingu í framleiðslu raforku með jarðvarma og gegna yfirmannsstöðum hjá Ken- Gen. Þeir eru hér til að læra hönnun gufuvirkjana og lagnahönnun fyrir slíkar virkjanir. „Markmið KenGen er að starfs- menn fyrirtækisins geti sinnt þess- ari hönnun sjálfir, þar sem það er miklu hagkvæmara. Við erum nú þegar með verkfræðimenntun og ættum að geta það,“ segir Daniel, og bætir við: „Við hyggjumst læra grunnatriðin í uppbyggingu gufu- svæða, hvaða þættir eru nauðsyn- legir í slíkar framkvæmdir, sem og verkferlið frá upphafi og þar til hægt er að nota gufuna til raf- orkuframleiðslu.“ Þeir segja að þeirra fyrsta verk eftir heimkomuna verði að nota þekkinguna af námskeiðinu til að hanna gufuveitu. „Við munum tengja borholu við orkuverið til þess að nota megi gufuna til að framleiða rafmagn,“ útskýrir Daniel. „Þá mun hönnunin að mestu eiga sér stað inn- anhúss í stað þess að við þurfum að reiða okkur á utankomandi ráðgjafa. Við viljum geta gert hönnunina sjálf- ir,“ bætir Clety við. 70% Keníamanna án rafmagns Spurður um helsta muninn á orku- notkun og orkuframleiðslu á Íslandi og í Kenía, svarar Clety því til að orkunotkun á hvern einstakling sé mun meiri á Íslandi en í Kenía. Á sama tíma takist ekki að framleiða nægilega mikið rafmagn fyrir neyt- endur. „Við verðum við að auka framleiðsluna til þess að mæta sífellt vaxandi eftirspurn. Allir hafa að- gang að rafmagni á Íslandi en stór hluti landsbyggðarinnar í Kenía hef- ur það ekki. Ríkisstjórnin vinnur nú hörðum höndum að því að fjölga lögnum á landsbyggðinni sem þýðir að eftirspurnin mun aukast veru- lega. Þetta kallar á aðgerðir til þess að mæta þeirri eftirspurn.“ Að hans sögn hafa 70% Kenía- manna ekki aðgang að rafmagni. „Ríkisstjórnin hefur sagt að á næstu fimm árum þurfi við að framleiða 5000 mW af rafmagni aukalega til að ná því markmiði að tengja alla skóla landsins við rafmagn. Hugsunin er sú, að með því að tengja skólana við rafmagn, muni samfélögin í kring einnig tengjast. Þá er markmiðið að á næstu fimm árum muni hlutföllin snúast við, þannig að 70% íbúa landsins fái aðgang að rafmagni, í stað 30%.“ Jarðhiti í uppsveiflu í Kenía Aðspurður hvaða orkulindir verði notaðar til þess að auka framleiðsl- una, nefnir hann kol, jarðhita, vind- orku og lítil vatnsorkuver. „Það má segja að við séum að líta til allra átta,“ segir hann og bætir við: „Rík- isstjórnin hefur einnig nefnt kjarn- orku sem möguleika en hún er um- deild.“ Daniel segir mikla áherslu lagða á endurýjanlega orkugjafa í Kenía. „Rafmagnsframleiðsla með jarðhita er í uppsveiflu og þess vegna erum við hér til að læra um hann. Fyrir fimm árum síðan var 18% fram- leiddrar orku í Kenía framleidd með jarðhita. Í dag er hlutfallið komið upp í 32% og allt stefnir í að það hlutfalli muni hækka þar sem fjöl- mörg jarðhitatengd verkefni eru að fara af stað. Að sama skapi er rík áhersla lögð á vindorku.“ Heimasíða Íslenska orkuháskól- ans við HR er: www.schoo- lofenergy.is. brynja@mbl.is Mennta sérfræðinga framtíðarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Team KenGen Rosaline Muhia, Clety Bore, Gideon Gitonga, Eliud Wanyonyi, Daniel W. Odongo og Munyau Maithya ásamt kennurum sínum og skipuleggj- endum námskeiðsins. Þau kalla sig í gríni Team KenGen. Halla Hrund Logadóttir Lilian Aketch Okwiri er verkfræð- ingur hjá ríkisrekna orkufyrirtækinu Geothermal Development Company (GDC) í Kenía. Hún er nú í átján mán- aða námsleyfi þar sem hún leggur stund á meistaranám í orkuverkfræði við Íslenska orkuháskólann. „Í Kenía er vatnsorka helsta orkulindin en hlutfall jarðhita fer ört hækkandi. Vatnsyfirborð í uppistöðulónunum mun lækka með tímanum og því þurfum við að auka hlut jarðhita,“ greinir hún frá og bætir við að Kenía- menn vilji flýta fyrir aukinni notkun jarðhita í landinu og sinna orku- framleiðslunni sjálfir. „Okkar mark- mið er að sjá um allar boranir, fram- leiða gufu og selja hana áfram til neytenda,“ útskýrir hún. Spurð um helsta muninn á milli Ís- lands og Kenía í orkumálum, svarar hún: „Á Íslandi hafa allir aðgang að rafmagni en í Kenía er aðgangurinn að miklu leyti bundinn við stærri borgir og bæi. Fólk í dreifbýli hefur mun síður aðgang að rafmagni.“ Þegar Lilian snýr heim að námi loknu og heldur áfram starfi sínu hjá GDC, kveðst hún stefna að því að bæta borunarferlið þannig að bor- unin gangi hraðar fyrir sig. brynja@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Í námsleyfi Lilian er í átján mánaða námsleyfi til að klára meistaranám. Hyggst flýta borunarferlinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.