Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
Undirbúum okkur fyrir framtíðina,
hleðslustöðvar fyrir rafbíla
www.reykjafell.is
ABL Sursum er fremstur í flokki hvað varðar
hönnun og framleiðslu á hleðslustöðvum,
þýsk gæðavara.
Ítarlegar upplýsingar eru að finna
á heimasíðu Reykjafells.
Í framtíðinni mun fólk hugsa til núverandi jarðeldsneytis-
véla líkt og við í dag hugsum til gufuvéla.
Það mun rifja upp gamla góða tíma en þeir tímar
verða liðnir og koma ekki aftur.
„Elon Musk, Tesla“
Fáið fagmenn til að sjá um uppsetningu.
V
erð skiptir breska neytendur afar
miklu máli, en hugmyndin um orku
frá eldfjallaeyju er heillandi. Þetta
segir Charlotte Ramsay, fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá breska
orkufyrirtækinu National Grid, eða Lands-
neti, í Bretlandi í samtali við Morgunblaðið.
Hún flutti í vikunni erindi um lagningu sæ-
strengs á milli Íslands og Bretlands á fundi
Bresk-íslenska viðskiptaráðsins. Í erindinu
kom fram að Bretland væri jákvætt í garð
samtengingar raforkukerfa og að National
Grid hafi heitið að þróa samtengingarverkefni
sem hafi í för með sér félagslegan, efnahags-
legan og umhverfislegan ábata fyrir þau lönd
sem kjósa að tengja saman raforkukerfi sín.
„Við skiljum að ábatinn og hvatinn til að
tengjast kunni að vera mismunandi eftir ríkj-
um. Hins sjáum við að í þeim tilvikum þar
sem báðir endar strengsins átta sig á þessum
ábata og komast að samkomulagi á jafn-
ingjagrundvelli til þess að þróa áfram verk-
efni, getur samtenging raforkukerfa svo
sannarlega verið lausn sem báðir aðilar hagn-
ast á, lausn sem er til þess fallin að mæta
mörgum af þeim áskorunum sem blasa við
orkukerfum heimsins í dag,“ greinir hún frá.
Vilja sjálfbært orkukerfi
Spurð út í sýn National Grid á nýtingu
grænnar orku til framtíðar, svarar Charlotte:
„Sem eigandi breska dreifikerfisins og stjórn-
andi þess hefur National Grid lagt kapp á að
styðja við framtíðarþróun sjálfbærs orkukerf-
is í Bretlandi og Evrópu. Fyrirtækið vill
þannig stuðla að minni notkun kola í framtíð-
inni og skapa orkukerfi sem er bæði öruggt
og viðráðanlegt í verði. Fjárfestingarstefna
okkar í tengslum við samtengingu raf-
orkukerfa styður við þessa viðleitni. Alþjóðleg
innviðaverkefni okkar styðja við samkeppni á
orkumarkaði, sem kemur neytendum til góða.
Við aukum orkuöryggi með því að auka
fjölbreytni, ekki aðeins öryggi Bretlands
heldur einnig annarra landa sem við tengj-
umst. Að sama skapi gefum við stjórnendum
orkukerfisins fleiri verkfæri til að stýra kerf-
inu og samþætta frekar endurnýjanlega
orku,“ segir Charlotte.
Hræðsla við hærri reikninga
En hafa Bretar raunverulega áhuga á að
leggja sæstreng til Íslands? „Ég get aðeins
talað sem breskur neytandi og skattgreiðandi
þegar ég svara þessari spurningu,“ segir
Charlotte og heldur áfram:
„Verð skiptir breska neytendur verulegu
máli. Við greiðum háa orkureikninga og Bret-
ar eru hræddir um að áhersla á minni kola-
framleiðslu geti leitt til hækkunar á orku-
verði. Verð er óhjákvæmilega helsti
ákvarðanaþátturinn þannig að lausnir sem
keppa í verði við orkuna sem við fáum heima
fyrir eru aðlaðandi kostir og þess virði að
kanna nánar. Aftur á móti eru Bretar spennt-
ir fyrir og hrífast af hugmyndinni um orku
frá landi eldfjalla og fossa. Þessir þættir auka
á áhuga manna á því að samtengja raf-
orkukerfi þessara tveggja landa,“ útskýrir
hún.
brynja@mbl.is
Verð helsti ákvörðunarþátturinn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Græn orka Áhugi Breta á umhverfisvænni orku hefur aukist.
Charlotte Ramsay, fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróun-
ar National Grid, segir að
Bretland sé jákvætt í garð
samtengingar raforkukerfa.
Verð fyrir orkuna sé þó sá
þáttur sem breskir neytendur
líti helst til.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
National Grid Charlotte Ramsay er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar.