Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 14

Morgunblaðið - 24.09.2015, Page 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ I ðnfyrirtækin í landinu stóla einkum á tvennt: orkuna sem kemur úr rafdreifikerfinu, og orkuna sem kemur úr fólkinu sem vinnur verkin. En störf í iðnaði eru ekki bara krefjandi, heldur geta ýmsar hætt- ur leynst á vinnustaðnum. Þarf að setja öryggismálin á oddinn til að fyrirbyggja slysin og geta brugðist rétt við fari eitthvað úrskeiðis. Hallveig Björk Höskuldsdóttir er verkefnastjóri hjá Promennt. Hún heldur utan um námsbrautina Heilsu- og öryggisnámskeið fyrir starfsfólk í iðnaði. Hallveig segir vandaða kennslu í öryggismálum ekki aðeins þýða að afstýra má heilsuskaða og fjár- hagstjóni fyrir bæði starfsmenn og fyrirtæki, heldur hefur góð örygg- ismenning jákvæð áhrif á starfs- ánægju: „Starfsánægjan eykst þegar starfsmenn skynja að á þá er hlustað hvað varðar öryggis- málin og á markvissan hátt unnið að umbótum. Enginn vill vinna á hættulegum vinnustað, ekki einu sinni hörðustu naglar.“ Að sögn Hallveigar kviknaði hugmyndin að námskeiðunum á undirbúningsfundum fyrir stofnun Álklasans. „Mjög öflugt starf hef- ur verið unnið hjá álfyrirtækjum og í annarri stóriðju til að stuðla að bættu öryggi starfsmanna. Hef- ur hvert fyrirtæki staðið fyrir sín- um eigin öryggisnámskeiðum, bæði fyrir sína starfsmenn og sömuleiðis fyrir þá fjöldamörgu verktaka sem þurfa að sinna ýms- um verkum innan fyrirtækjanna,“ útskýrir Hallveig. „Meðal verk- taka kviknaði sú umræða að gott væri að samræma námskeiðin þannig að þau gildi alls staðar. Þannig þurfa þeir sem starfa við greinina ekki að endurtaka mjög keimlík námskeið í hvert sinn sem þeir koma til starfa hjá nýju fyr- irtæki.“ Kom það í hlut Promennt að skipuleggja námskeiðin í samráði við helstu iðn- og orkufyrirtæki. Er kennslan þannig byggð upp að samræmist fyllilega þeim kröfum og stöðlum sem settir eru í lögum. Eftir að hafa setið hvert námskeið hafa þátttakendur leyfi til að ganga í þau störf sem námskeiðið nær til, í allt að tvö ár, en þá þarf að endurtaka námið til upprifj- unar. Hugarfar og skilningur Er kennslunni þannig hagað að haldið er eitt grunnámskeið sem fjallar almennt um öryggismál og öryggisvitund. Að því námskeiði loknu má svo sækja sérhæfð nám- skeið sem snerta á ýmsum þeim verkum sem vinna þarf í iðnaði, og þeim hættum sem fylgja hverju starfi. „Á grunnámskeiðinu læra nem- endur m.a. um núllslysastefnuna og það mikilvæga hlutverk sem skýr samskipti og undirbúningur verka skiptir fyrir öryggi á vinnu- stað. Einnig er fólki kennt á nám- skeiðinu að vera meðvitað um hvernig t.d. þreyta og líkamlegt ástand getur aukið líkurnar á að við gerum mistök sem svo kunna að valda slysum,“ útskýrir Hall- veig. Sérhæfðu námskeiðin eru fjöl- breytt, rétt eins og þau störf sem vinna þarf hjá iðnfyrirtækjunum, og unnið að því að fjölga nám- skeiðunum enn frekar. Er m.a. í pípunum að bjóða upp á námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur í kring- um háspennurafmagn. „Eitt mikilvægasta námskeiðið hefur yfirskriftina Læsa, merkja, prófa, og er ætlað öllum þeim sem vinna við vélbúnað sem knúinn er áfram af hvers kyns orkugjafa. Er þar fjallað um hvaða búnað má nota til einangrunar á orkunni sem tækið notar, hvernig á með öruggum hætti að aftengja orku- gjafann og vinna með tækið þann- ig að ekki sé hætta á að búnaður- inn fari af stað í miðjum klíðum,“ segir Hallveig. „Annað mikilvægt námskeið er Vinna í hæð, þar sem við kennum rétt verklag varðandi fallavarnir. Ýmsum störfum fylgir hætta á falli, og þarf fallhæðin ekki að vera mikil til að geta vald- ið alvarlegum áverkum.“ Einnig er í boði hjá Promennt námskeiðið Vinna í lokuðu rými. Segir Hallveig að eitraðar og kæf- andi lofttegundir geti safnast upp í miklum styrk t.d. í göngum, síló- um og lestum skipa. „Þar er hætt við banaslysum ef farið er óvar- lega og mikilvægt að hafa björg- unaráætlun tilbúna ef eitthvað gerist.“ Hættulegar lofttegundir koma einnig við sögu í námskeiðinu Hitavinna og logaleyfi. „Þegar unnið er með opinn loga, s.s. við logsuðu, eða þegar vinnan getur valdið því að neistar myndast, þá verður að gæta þess að ekki kvikni í eldfimum efnum eða gas- tegundum,“ útskýrir Hallveig. Allir tala sama málið Loks skipuleggur Promennt nám- skeiðið Meðferð og umhirða hífi- búnaðar. „Þar erum við að skoða hvernig tryggja má öruggt verk- lag, skoða hífibúnaðinn, greina merki um slit og bilun, og hvernig nota skal hífibúnað á sem örugg- astan hátt.“ Auk þess að taka á ýmsum hlið- um öryggismála segir Hallveig að námskeiðunum sé ætlað að tryggja að allir tali sama málið þegar kemur að örygginu. „Komið hefur í ljós að hlutirnir eru ekki alltaf kallaðir sömu nöfnunum í öllum iðnfyrirtækjum, og starfs- menn gefið ýmsum tækjum og verkum nafn eftir eigin höfði þeg- ar lítið gagn er í Google Translate. Öryggisnámskeiðin samræma nafna- og hugtakanotkun, enda getur misskilningur á fyrirmælum, t.d. þegar verktaki kemur til starfa á nýjum vinnustað, verið ávísun á slys.“ Er þess einnig gætt að þeir sem ekki tala íslensku að móðurmáli skilji vel það sem fer fram á nám- skeiðum. Býður Promennt upp á kennslu bæði á ensku og pólsku og er þess gætt að túlkur sé á staðn- um ef þess er þörf. „Að námskeið- unum loknum leggjum við kann- anir fyrir nemendur og getum skoðað hvort skilaboðin hafi kom- ist til skila. Ef ekki, þá sjáum við strax hvað vantar upp á og getum farið betur í efnið.“ ai@mbl.is Öryggi og starfsánægja haldast í hendur Morgunblaðið/Kristinn Jökla Grímuklæddur logsuðumaður þéttir bergið við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Námskeið Promennt fjalla meðal annars um rétt vinnubrögð þegar unnið er með loga, unnið í mikilli hæð, og í lokuðum rým- um þar sem von er á eitruðum lofttegundum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aðstæður „Enginn vill vinna á hættulegum vinnustað, ekki einu sinni hörðustu naglar,“ segir Hallveig Höskuldsdóttir verkefnastjóri hjá Promennt. Hjá Promennt eru haldin samræmd ör- yggisnámskeið í sam- starfi við helstu iðn- og orkufyrirtæki. Mikilvægt er að þekkja hætturnar og kunna rétt viðbrögð. Hallveig segir mjög jákvætt að sjá þær framfarir sem hafa orðið í öryggis- málum íslenskra iðnfyrirtækja. Bara á síðustu 10-15 árum hafi mikið breyst til batnaðar og bæði stjórnendur og almennir starfsmenn séu virkir þátttak- endur í því að gera hvern vinnustað öruggan. „Það dugar skammt að hafa „öryggislöggu“ á staðnum sem skammar þá sem ekki bera sig rétt að. Fólk verður að finna það hjá sjálfu sér að taka öryggið alvarlega og setja ekki eigið öryggi og heilsu í hættu.“ Hún segir öryggisnámskeiðin hamra á því að fólk sé meðvitað um þær að- stæður og það hugarfar sem eykur líkurnar á slysum. „Þannig hættir okkur sumum til að vilja vaða í verkin án þess að sinna öryggishliðinni nægilega vel. Merkilegt nokk eru það einmitt litlu verkin sem geta verið hættulegust, við- vikin sem hægt er að redda á korteri, því þá hættir fólki til að þykja ekki taka því að ganga í gegnum öll þau skref sem þarf að gera til að tryggja öryggið.“ Framför í öryggismálum Morgunblaðið/ÞÖK Búnaður Hiti, rafmagn og hættulegar gufur eru meðal þess sem starfsmenn í stóriðju þurfa stundum að varast. Frá álveri Alcoa Fjarðaáls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.