Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Blaðsíða 8
Akstur flokkast undir eigin umsjá Við innlögn á sjúkrahús þarf aldraður einstaklingur að fara í fjölmargar rannsóknir og sömuleiðis er færni hans og aðstæður metnar almennt. Iðjuþjálfi metur færni einstaklings við eigin umsjá, störf og tómstundaiðju. Samkvæmt Íðorðum iðjuþjálfa flokkast akstur bifreiðar undir eigin umsjá líkt og lyfjataka, kynlíf ofl. (Guðrún Pálmadóttir, Kristjana Fenger, Rósa Hauksdóttir, Sigrún Garðarsdóttir, Snæ- fríður Þóra Egilsson og Þóra Leósdóttir, 1996). Akstur bifreiðar er mikilvæg iðja Þar sem hlutfall aldraðra af heildarmannfjölda fer vaxandi fer öldruðum ökumönnum fjölgandi í um- ferðinni. Fleiri einstaklingar á aldrinum 80-100 ára munu aka bíl, bæði karlar og konur. Akstur bifreiðar er nútímamanninum mjög mikilvæg iðja í öllu dag- legu lífi. Að geta keyrt bíl gerir einstaklingnum oft auðveldara að sinna og taka þátt í daglegri iðju af ýmsu tagi, s.s. innkaupum, vinnu, tómstundaiðju og halda tengslum við ættingja og vini. Í rannsókn sem gerð var í Ástralíu var akstur bif- reiðar talin önnur mikilvægasta (IADL) iðjan hjá eldra fólki á eftir símanotkun (Liddle og McKenna, 2003). Að hætta að aka bifreið er afdrifarík ákvörðun og fólki oft mjög erfið. Hún getur haft áhrif á lífs- gæði, hlutverk og sjálfstæði einstaklingsins. Akstur er flókin iðja Akstur er flókin iðja og varðar bæði öryggi þess sem ekur og þeirra sem eru í umferðinni. Akstur á sér stað í síbreytilegu umhverfi og er eitt það flóknasta sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur. Fyrir utan að stjórna ökutækinu þarf að meta öll áreiti sem berast frá umhverfinu. Það þarf að meta aksturshraða mið- að við umhverfisþætti eins og birtu, hitastig, sólskin eða snjóbyl. Það þarf að bregðast skjótt við viðbrögðum ökumannsins í bif- reiðinni fyrir framan, aftan eða til hliðar. Vegna eðli- legrar hrörnunar við hækkandi aldur minnkar getan til að stjórna ökutæki. Skert sjón, hægari viðbrögð, vitræn skerðing, skert hreyfifærni, lyfjanotkun og sjúkdómar s.s. heilablóðfall geta haft áhrif á aksturs- hæfni aldraðra. Rannsóknir hafa sýnt að við 55 ára aldur hefst þessi skerðing og fer hratt vaxandi eftir að 75 ára aldri er náð. Samtímis því sem færni minnkar getur hæfileiki okkar til að meta þessa skerðingu minnkað (Hjördís Jónsdóttir, 1999). Ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á færni við akstur. Heilablóðfall getur m.a. leitt til sjónsviðsskerðingar, gaumstols, erfiðleika við að meta fjarlægðir og að rata um í umhverfinu (Pierce, 1998). Heilabilun s.s. Alzheimer sjúkdómur getur haft áhrif á akstursfærni og öryggi. Sjónræn úrvinnsla, rýmdar- og afstöðu- skynsörðugleikar, dómgreindarskerðing, skert at- hygli og minni ásamt skorti á innsæi er þekkt hjá þessum hópi einstaklinga. Dæmi er um að ökumað- ur með heilabilun treysti á maka sinn sem aðstoðar- mann í umferðinni (Co-pilot) meðan á keyrslu stendur. Oft er aðstoðarmaðurinn einnig háður öku- manninum við að komast á milli staða og þ.a.l. treg- ur til að beina athygli að vandamálum maka síns í umferðinni (Liddle og McKenna, 2003). Slysatíðni aldraðra Aldraðir ökumenn finna oft sjálfir þegar getan minnkar. Akstursmunstrið breytist þá oft t.d. í stutt- ar ferðir í nærliggjandi umhverfi, yfirleitt alltaf sömu staðirnir og við bestu aðstæður. Þeir forðast háanna- tíma, léleg veðurskilyrði og hafa jafnvel aðstoðar- mann sér við hlið (FAAS fréttir, 2003; Liddle og Mc- Kenna, 2003). Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að tíðni slysa hjá öldruðum ökumönnum, miðað við vega- lengd, sé hærri en hjá öðrum aldurshópum. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að aldraðir ökumenn séu varkárari og reynsluríkari í umferðinni en aðrir ald- urshópar. Þeir aki hægar, á hægri akreininni og hafa meira bil á milli sín og bílsins fyrir framan. Slys þar sem aldraðir ökumenn koma við sögu eru oft af völdum skertrar dómgreindar þegar að gatna- mótum kemur t.d. þegar ver- ið er að skipta um akrein, beina ökumönnum fram- hjá við framúrakstur og við lestur merkja. Aldraðir lenda í fleiri slysum í dags- birtu og í góðu veðri. Komið hefur fram að aldraðir tengjast yfirleitt ekki slysum þar sem hraðakstur og vínandi hefur komið við sögu (Liddle og McKenna, 2003). Hver óskar eftir hæfnismati? Það er heilbrigðisstarfsfólk og nánustu aðstandendur sem óska eftir hæfnismati og að skjólstæðingurinn fari í ökumat. Skjólstæðingarnir óska þess sjaldnast sjálfir. Dæmi eru um að eldri ökumenn taki þá ákvörðun að hætta að aka þegar þeir hafa náð viss- um aldri eða út af heilsufarsástæðum, þó svo að get- 8 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 Akstur og aldraðir - Mat á færni við akstur LINDA E. PEHRSSON IðJUþJÁLFI Á ENDURHÆFINGARSVIðI LANDSSPÍTALA HÁSKÓLASJÚKRAHÚSS FOSSVOGI Að geta keyrt bíl gerir einstaklingnum oft auðveldara að sinna og taka þátt í daglegri iðju af ýmsu tagi, s.s. innkaupum, vinnu, tómstunda- iðju og halda tengslum við ættingja og vini.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.