Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Qupperneq 15

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Qupperneq 15
legri umræðu og skrifum um hugmynda- fræði iðjuþjálfunar hér á landi (Guðrún Pálmadóttir, 1999; Iðjuþjálfafélag Íslands, 2001). Þá er líka vaxandi alþjóðleg umræða um hlutverk iðjuþjálfunar í að efla heilsu og stuðla að jafnrétti og tækifærum til iðju fyrir alla þegna samfélagsins (Townsend og Wilcock, 2004; Whiteford, 2004). Færni og þátttaka fólks við daglega iðju eru meginviðfangsefni iðjuþjálfunar (American Association of Occupational Therapists, 2002; Canadian Association of Occupational Therapists, 2002). Árið 1996 settu Law og félagar hennar fram faglíkan sem útskýrði hvernig upplifun fólks af eig- in færni og þátttöku í iðju ákvarðast af sam- spili einstaklings, iðju og umhverfis. Færni og möguleikar iðjuþjálfa til að veita góða og skilvirka þjónustu eru með tilvísan til líkans Law og félaga háð því samspili sem er í gangi milli iðjuþjálfans sjálfs, starfs hans og umhverfisins sem hann starfar í. Sé þetta sama líkan notað í samfélagslegu samhengi er um að ræða iðjuþjálfa sem stétt, þau störf sem stéttin sinnir og það samfélagslega og stjórnsýslulega umhverfi sem þau eru unnin í. Útkoman úr þessu samspili er árangur þeirrar þjónustu sem stéttin lætur í té, en hann á að skila sér í heilbrigðara samfélagi með iðjutækifærum fyrir alla og virkri þátttöku fólks af öllum stigum (Townsend og Wilcock, 2004; Whiteford, 2004) (sjá mynd 1). Færni við iðju er efld með því að hafa áhrif á einstakling, iðju, umhverfi eða sam- spil þessara þátta (Law o. fl., 1996). Efling iðjuþjálfastéttarinnar og breyting á starfs- umhverfi hennar og hlutverki eru leiðir til að gera þjónustu iðjuþjálfa markvissari og árangursríkari. En hverju er mikilvægt að breyta? Áður en því er svarað er nauðsyn- legt að átta sig á stöðu, hlutverki og starfs- aðstæðum iðjuþjálfa í dag, en sá er tilgang- ur þessara skrifa. Í þessari grein eru teknar saman upplýs- ingar um iðjuþjálfa á Íslandi, störf þeirra og starfsumhverfi. Með því að rýna í og bera saman rannsóknir annarra og ýmis gögn sem höfundur hefur sjálfur safnað er leitað svara við eftirfarandi spurningum: 1) Hvað einkennir iðjuþjálfa sem stétt? 2) Hvað einkennir starfsumhverfi iðju- þjálfa? 3) Hvað einkennir störf iðjuþjálfa? 4) Hver er árangurinn af þjónustu iðju- þjálfa? Í kaflanum efniviður og aðferð er gerð grein fyrir þeim rannsóknargögnum sem til eru um iðjuþjálfun hér á landi og tengslum þeirra við rannsóknarspurningar. Í niður- stöðukaflanum eru gögnin tvinnuð saman og niðurstöður flokkaðar í samræmi við rannsóknarspurningarnar undir yfirskrift- irnar iðjuþjálfastéttin, starfsumhverfi iðju- þjálfa, iðjuþjálfastarfið og árangur af þjón- ustu iðjuþjálfa. Í umræðukaflanum eru nið- urstöður skoðaðar enn frekar og bornar saman við ýmsar erlendar rannsóknir. Auk þess eru vangaveltur um þýðingu og hag- nýtt gildi þessara niðurstaðna og tillögur um frekari rannsóknir. Efniviður og aðferð Upplýsinga var aflað með því að rýna í gögn og rannsóknargreinar um iðjuþjálfa- stéttina og störf hennar. Aðeins voru notað- ar upplýsingar sem hafði verið aflað með skipulögðum hætti. Í töflu 1 er að finna yf- irlit yfir þessar heimildir og tengsl þeirra við rannsóknarspurningarnar. Félagaskrár Iðjuþjálfafélags Íslands og greinar um iðjuþjálfun á Íslandi Frá upphafi hefur Iðjuþjálfafélag Íslands haldið skrá yfir félaga sína og vinnustaði þeirra. Fram til ársins 1993 var þessum skrám dreift til félaga í prentuðu formi, en síðustu árin hafa þær verið aðgengilegar á heimasíðu félagsins (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2004a, 2004b). Frá árinu 1996 hefur höfundur þessarar greinar með reglulegu millibili tekið saman tölulegar upplýsingar um fjölda iðjuþjálfa, starfssvið og starfsvettvang, byggðar á fé- lagaskrám og samskiptum við yfirmenn iðjuþjálfunardeilda. Sumar þessara niður- staðna hafa birst í tímaritsgreinum um iðjuþjálfun á Íslandi (Guðrún Pálmadóttir, 1997, 2001, 2004, Palmadottir, 1996, 2003a). Meistaraprófsrannsóknir iðjuþjálfa Árið 1998 voru gerðar þrjár íslenskar meist- araprófsrannsóknir undir handleiðslu pró- fessora við Florida International University. Elín Ebba Ásmundsdóttir gerði rannsókn á lýðeinkennum íslenskra iðjuþjálfa og við- horfum þeirra til fag- og menntamála. Gögnum var safnað með spurningalistum sem sendir voru til allra skráðra félaga í Iðjuþjálfafélagi Íslands (N = 87) og var svar- hlutfallið 92%. Listinn var þróaður eftir fyr- irmynd sex svipaðra lista í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar er að finna í tveimur greinum í Iðjuþjálfanum (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 1999, 2000) og grein- um birtum í erlendum fagtímaritum (Ás- mundsdóttir og Kaplan, 2000, 2001). Gunnhildur Gísladóttir gerði könnun meðal nemenda á lokaári í læknisfræði, hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun og félagsráð- gjöf á þekkingu og viðhorfum þeirra til iðjuþjálfunar. Úrtak könnunarinnar var allt þýðið (121 nemandi) og svarhlutfall 83%. Spurt var um hvaða upplýsingar þessir nemendur höfðu fengið um iðjuþjálfun í sínu námi, hversu vel þeir álitu sig þekkja verksvið og hlutverk iðjuþjálfa og hvaða viðhorf þeir höfðu gagnvart iðjuþjálfun og samvinnu við iðjuþjálfa í framtíðinni. Þá var einnig kannað hvort viðbótarupplýs- ingar um iðjuþjálfun á sérstöku staðreynda- blaði hefðu skammtímaáhrif á þekkingu og viðhorf þessara nemendahópa. Notuð voru tvö hliðstæð form, A og B, af spurningalista sem áður hafði verið forprófaður á litlum hópi nemenda. Staðreyndablaðið var sér- IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 - 15 Mynd 1. Áhrif samspils stéttar, starfs og starfsumhverfis iðjuþjálfa á færni við iðju, iðjutækifæri og þátttöku fólks í samfélaginu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.