Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Qupperneq 32

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Qupperneq 32
Í siðanefnd sitja nú Auður Axelsdóttir, Guðrún Áslaug Einars- dóttir og Margrét Sigurðardóttir. Varamenn eru Hlín Guðjóns- dóttir, Sigríður Kr. Gísladóttir og Kristín Sigursveinsdóttir. Siða- nefnd hefur skipt með sér verkum og er Auður Axelsdóttir formað- ur nefndarinnar. Nefndin hefur mótað starfsreglur og voru þær samþykktar á aðalfundi 15. mars 2003. Það er ekki tilviljun að heilbrigðisstéttir sem og ýmsar aðrar stéttir t.d. blaðamenn og prestar hafa búið sér til siðareglur. Til að geta veitt sem besta þjónustu er nauðsynlegt að hafa ákveðin við- mið og gildi að leiðarljósi. Siðareglur ættu að endurspegla slík við- mið og gildi. Í 1.3 grein siðareglna Iðjuþjálfafélags Íslands er talað um fordómaleysi og manngreinarálit, skoðum það aðeins. Fordómaleysi og manngreinarálit 1.3 Iðjuþjálfi rækir störf sín af fordómaleysi og án þess að fara í manngrein- arálit vegna færniröskunar, kynþáttar, menningar, trúarbragða, aldurs, kynferðis, kynhneigðar, þjóðfélagsstöðu eða stjórnmálaskoðana skjól- stæðinga sinna. Hægt er að spyrja hvort ekki sé óþarfi að vera að ræða þetta, er ekki alveg sjálfsagt að inna störf sín af hendi án fordóma og gera ekki mannamun á fólki sem við sinnum í vinnu okkar. Auðvitað er það alveg sjálfsagt að fara ekki í manngreinarálit þegar við innum störf okkar af hendi og rækja þau af fordómaleysi. En þegar betur er að gáð er þetta e.t.v. ekki eins augljóst og ætla mætti. Sem einstak- lingar höfum við öll okkar gildismat sem mótar skoðanir okkar á mönnum og málefnum. Þetta gildismat, skoðanir og viðhorf hafa mótast bæði í gegnum uppeldi og aðra reynslu í lífinu. Sumt er okk- ur meðvitað annað ekki. Samkvæmt orðabókum merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Fordómar geta birst gagnvart einstaklingum, en einnig gagnvart hópum. Í átaksverkefninu „Vitunarvakning um fordóma" á vegum Land- læknisembættisins og Geðræktar vorum við hvött til að skoða hvort við værum góðir mannþekkjarar. Við vorum beðin að íhuga hvort við hefðum einhvern tímann sagt eða hugsað með sjálfum okkur eitthvað á þessa leið: - Ég er svo góður mannþekkjari, ég sé strax hvort fólk er................ - Fólk sem er ekki í vinnu er nú bara ................................................ - Ég held að flestir útlendingar séu ................................................... - Mér finnst samkynhneigðir ............................................................ - Unglingar nú til dags ...................................................................... - Gamalt fólk á ekki að ..................................................................... Þessar setningar fela í sér alhæfingar út frá staðalmyndum sem er nátengt fordómum. Það er enginn góður mannþekkjari fyrr en hann hefur kynnst einstaklingnum. Ekki er hægt að alhæfa um hóp út frá einum einstakling. Þetta dæmi minnir okkur á hversu hugsun okkar um aðra getur verið bundin í vana og er okkur ekki alltaf meðvituð. Þegar við eig- um mót við aðra manneskju koma viðhorf okkar oft berlega í ljós. Þetta þurfum við að hafa í huga þegar við innum störf okkar af hendi. Það sem skiptir máli er að hver manneskja sem við þjónust- um sé litin þeim augum að hún sé verðmæt í sjálfri sér óháð stétt eða stöðu. Ítarefni Árni Böðvarsson (ritstj.) (1985). Íslensk orðabók. Reykjavík: Menningar- sjóður. Svavar Sigmundsson (ritstj.) (1985). Íslensk samheitaorðabók. Reykjavík: Styrkjarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur, Háskóla Íslands. Vilhjálmur Árnason (1993). Siðfræði lífs og dauða. Reykjavík: Háskóli Íslands. Rannsóknastofnun í siðfræði. 32 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 Fréttir frá siðanefnd 1. Alls eru um 164 iðjuþjálfar á launaskrá hér á landi. 2. Alls hafa 55 nemar verið útskrifaðir frá HA hingað til. 3. Í dag eru 58 nemendur innritaðir í iðjuþjálfun við HA. 4. Alls eru 45 iðjuþjálfar í sérskipulagða B.Sc. náminu. 5. Einn iðjuþjálfi er í doktorsnámi. 6. Fjórir iðjuþjálfar eru í formlegu mastersnámi 7. Alls eru um 12 iðjuþjálfar á Íslandi með meistaragráðu. Auk þessa eru einhverjir iðjuþjálfar að taka einstök námskeið á meistarastigi sem ekki eru taldir með í súluritinu hér að ofan. Tekið saman af Ásu Lind Þorgeirsdóttur og Jónínu Sigurðardóttur í samvinnu við Guðrúnu Pálmadóttur lektor og brautarstjóra í iðjuþjálfun við heilbrigðisdeild HA. Menntun iðjuþjálfa sem starfandi eru á Íslandi 0 180

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.