Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Page 26

Iðjuþjálfinn - 01.05.2004, Page 26
Haustið 2003 var stofnaður faghópur um iðjuþjálf- un og öldrun á Norðurlandi. Skráðir þátttakendur eru 11 en í hópnum eru iðjuþjálfar sem starfa með öldruðum og/eða hafa áhuga á því. Þennan fyrsta vetur hittist hópurinn á sex vikna fresti. Iðjuþjálfum á landsbyggðinni fer fjölgandi en haustið 2003 voru staðsettir rúmlega 30 iðjuþjálfar á Norðurlandi. Því eru komnar forsendur fyrir stofnun faghópa norðan heiða innan Iðjuþjálfafé- lagsins. Farið var af stað með háleitar hugmyndir og ekki laust við að einhverjir hafi ætlað sér að bjarga heim- inum. Tilgangur og markmið voru mótuð eftir tölu- vert hugarflug og vangaveltur. Tilgangurinn með starfi hópsins er að veita stuðning, miðla hugmynd- um, fjalla um nýjungar og efla samskipti og tengsl við aðra sem starfa með öldruðum. Markmiðið er að gera starf iðjuþjálfa með öldruðum markvissara með aukinni fagvitund. Starfsemi hópsins og fyrirkomulag Ákveðið var að taka fyrir ákveðin málefni í hvert skipti og hafa þannig nokkurs konar þemafundi um málefni aldraðra. Meðlimir hópsins voru sammála um að leggja áherslu á forvarnarhugsun í þeim til- gangi að fyrirbyggja stofnanainnlagnir. Stór þáttur í starfi hópsins er fræðsla, bæði óformleg jafningja- fræðsla innan hópsins og fræðsla út í samfélagið. Einnig er ráðgert að sækjast eftir fræðslu frá utanað- komandi aðilum. Verkefni vetrarins Þennan fyrsta starfsvetur fór mesta orkan í að skipu- leggja starfið. Áhersla var lögð á að þeir iðjuþjálfar sem starfa með öldruðum kynntu störf sín hver fyrir öðrum. Þátttakendur voru einnig duglegir að miðla efni af ráðstefnum sem sóttar höfðu verið og frá þeim heimsóknum sem farið hafði verið í innan- lands og utan. Þau markmið sem hópurinn setti sér í upphafi eru sett til langs tíma. Mikilvægt er að gefa faghópnum tíma til að ná fótfestu. Það að hitta reglulega aðra iðjuþjálfa til að ræða störf okkar hefur veitt mikinn stuðning og gert starfið skemmtilegra. Ætlunin er að halda ótrauð áfram og vonum við að þátttakendum fjölgi og að faghópurinn verði enn virkari. Fyrir hönd faghópsins, Eygló Daníelsdóttir og Hulda Þórey Gísladóttir 26 - IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2004 Faghópur um iðjuþjálfun og öldrun - Norðurlandi EYGLÓ DANÍELSDÓTTIR YFIRIðJUþJÁLFI Á ÖLDRUNARLÆKNINGA- DEILD FSA HULDA ÞÓREY GÍSLADÓTTIR IðJUþJÁLFI Á ÖLDRUNARSTOFNUN AKUREYRARBÆJAR Faghópur um iðjuþjálfun og öldrun á Norðurlandi.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.