Skólavarðan - 01.10.2004, Qupperneq 6
6
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
er að sækja um og góðir möguleikar á að
fá jákvæð viðbrögð. Ég sem hata flókin
eyðublöð leysti alla skriffinnskuna á auga-
bragði.
Nordplus menntaáætlunin er orðin
önnur og meiri en hún var þegar ég var
að kenna. Núna eru í gangi fimm svið
sem eru ætluð ólíkum hópum, svæðum
og þemum. Þau heita Nordplus Junior,
Nordplus, Nordplus Voksen, Nordplus
Sprog og Nordplus Nabo. Það er Norræna
ráðherranefndin sem stendur að baki
þessu mikla verkefni.
Ég ætla ekki að kynna þessi fimm svið í
smáatriðum enda eru aðrir færari um það.
Þó get ég ekki látið hjá líða að nefna sér-
staklega Nordplus Junior sem miðar beint
að því að gera grunnskólum mögulegt að
sækja um styrki til ferða fyrir nemendur
og kennara milli norrænu ríkjanna og
fléttast ferðirnar beint inn í skólastarfið.
Tilgangurinn með Nordplus er sá að há-
skólar og æðri menntastofnanir á Norður-
löndum geti sótt um styrki til netsamstarfs
til þess að styrkja tengsl og byggja upp
heilsteypt norrænt menntakerfi. Loks vil
ég benda á Nordplus Voksen sem á að efla
samstarf og þróun faglegra verkefna á
sviði fullorðinsfræðslu.
Í byrjun þessa árs efndi Norræna
ráðherranefndin, í samvinnu við Endur-
menntun HÍ, Nordplus og Norden i fókus,
til námskeiðs fyrir fólk sem vildi fræðast
um leiðir til að sækja um þessa styrki. Þátt-
takendur voru alls staðar að af landinu
og afar áhugasamir. Þarna var fólk sem
eygði möguleika á að fá nýtt krydd inn
í skólastarfið gegnum samstarf við skóla
í öðru landi og geta samtímis miðlað af
sínu. Spurningar frá þátttakendum voru
óteljandi. Spurt var um hvernig hægt
væri að nálgast umsóknareyðublöð og um
tæknilega útfærslu á samstarfinu. Nám-
skeiðinu lauk með hagnýtum ráðum um
gildi þess að kasta ekki til höndunum við
að fylla út umsóknareyðublöðin, nokkuð
sem reynslan sýnir að oft gerist. Ítarleg um-
sókn gefur meiri möguleika á jákvæðum
viðbrögðum en óskýr, útkrotuð umsókn.
Það er Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins,
Neshaga 16, 107 Reykjavík, sem veitir allar
upplýsingar um Norðplus menntaáætlun-
ina. Slóðin er www.ask.hi.is
Mig langar til þess vekja athygli á
heimasíðunni sem ég ber ábyrgð á sem
yfirmaður upplýsingadeildar Norðurlanda-
ráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar.
Ég er oft spurð að því hvað laði fólk inn
á heimasíðuna okkar. Það eru fyrst og
fremst þrjár ástæður: Fólk vill lesa norræn-
ar fréttir sem eru á vefnum. Það vill kanna
hvort ekki sé verið að auglýsa eftir fólki
til starfa á norrænum vettvangi og síðast
en ekki síst fer fólk inn á www.norden.org
til þess að kanna hvort það geti sótt um
styrki, ekki bara gegnum Nordplus heldur
líka þau fjölmörgu styrkjakerfi sem þarna
er að finna.
Það væri að æra óstöðugan að telja
upp alla möguleikana en ég læt ekki hjá
líða að nefna norræna menningarsjóðinn
sem hefur veitt fjölmarga styrki í verkefni
sem hafa auðgað íslenskt menningarlíf.
Það er auðvelt að feta sig áfram á heima-
síðunni og til að gera Íslendingum auð-
veldara fyrir er stór hluti upplýsinganna
þýddur á íslensku. Yfirskriftin er „Að
sækja um styrki“. Ef eitthvað er óljóst er
hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti eða
hringja.
Ég skrifa þessi orð ekki aðeins sem
yfirmaður upplýsingadeildarinnar, heldur
líka sem Íslendingur sem finnst það skipta
miklu máli að við nýtum okkur þann fjár-
sjóð sem er að finna í grönnum okkar.
Unga kynslóðin nú til dags ferðast miklu
meira en mín kynslóð fékk tækifæri til.
Það er eitt að ferðast til sólarlanda og
liggja þar á strönd við hlið fjölskyldunnar
úr næstu götu og annað að fá tækifæri til
þess að kynnast fólki í öðru landi.
Í Hávamálum er undirstrikað að vináttu
þurfi að rækta:
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
Ég trúi því að þetta eigi enn við. Netbréf
og SMS koma aldrei í staðinn fyrir persónu-
leg, lifandi samskipti. Við höfum miklu að
miðla og grannþjóðir okkar gera það líka.
Möguleikarnir eru fyrir hendi og nú er
bara að nýta sér þá.
Myrkrið umvefur Nuuk. Á morgun
bíður unga fólksins í Grænlandi nýr skóla-
dagur. Ég fékk tækifæri til þess að heim-
sækja framhaldsskólann í bænum í þessari
stuttu dvöl minni. Skólastjórinn talaði um
tungumálin tvö, grænlensku og dönsku,
sem bæði eru kennd í skólanum. Hún lýsti
áhyggjum sínum af þeim unglingum sem
ekki hefðu farið að heiman áður en þau
byrjuðu nám í framhaldsskólanum og eru
allt í einu send í heimavist í Nuuk, fjarri öll-
um sínum. Stór hluti þeirra gefst upp strax
á fyrstu mánuðunum og hættir námi. Hún
sagði að þeir unglingar spjöruðu sig best
sem væru búnir að ferðast, kynnast öðr-
um þjóðfélögum og ná góðum tökum á
dönsku samhliða því að rækta grænlensk-
una.
Sem betur fer eru aðstæður aðrar og
miklu betri á Íslandi en í Grænlandi en
samt sem áður búum við við nokkuð af
þessum sama vanda sem tengist fámenni
og einangrun. Það er stundum erfitt að
fá ungling, sem er alinn upp í fámennu
þorpi, til að skilja gildi þess að mennta
sig og læra tungumál þegar hann getur
malað gull um borð í togara.
Það er dýrt að ferðast milli landanna
í norðri, ekki síst fyrir okkur sem búum á
norðvestursvæðinu, en það getur verið
enn dýrkeyptara að gera það ekki, því
heimskt er heimaalið barn. Styrkjamögu-
leikarnir eru staðreynd. Þeir eru opnir öll-
um Norðurlandabúum, líka þér og þínum
nemendum. Þessi tengsl auka víðsýni og
hvaða sýn er betri en einmitt sú tegund?
Sigrún Stefánsdóttir
Höfundur er yfirmaður upplýsingadeildar
Norrænu ráðherranefndarinnar og Norður-
landaráðs.
Netbréf og SMS koma aldrei í staðinn fyrir persónuleg,
lifandi samskipti. Við höfum miklu að miðla og grann-
þjóðir okkar gera það líka. Möguleikarnir eru fyrir hendi
og nú er bara að nýta sér þá.
GESTASKRIF