Skólavarðan - 01.10.2004, Síða 13
13
RANNSÓKNIR
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Rannsóknir á vinnutengdri heilsu og
líðan miða að því að kanna tengsl vinn-
unnar og óþæginda eða sjúkdóma
- með forvarnir að markmiði. Vinnu-
tengd óþægindi og sjúkdómar geta átt
rót sína að rekja til vinnuumhverfisins,
vinnuskipulagsins, starfsins sjálfs,
mannlegra samskipta á vinnustað og
margra fleiri atriða hvort heldur í núver-
andi eða fyrrverandi starfi. Vinnan er
mikilvægur hluti af lífinu - en þó aðeins
hluti þess. Líf mannsins er samofið úr
mörgum þáttum sem allir fléttast sam-
an í flóknu mynstri. Þetta ber að hafa í
huga þegar niðurstöður rannsókna eru
skoðaðar.
Rannsóknin á heilsufari, líðan og vinnu-
umhverfi kvenkyns grunnskólakennara
var liður í umfangsmeiri rannsókn sem
tók einnig til flugfreyja og kvenkyns
hjúkrunarfræðinga. Herdís Sveinsdóttir,
dósent við Háskóla Íslands, átti frumkvæði
að verkefninu og leitaði samstarfs við
rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftir-
litsins en þar hafa um árabil verið stund-
aðar rannsóknir á vinnutengdri líðan og
heilsu ýmissa starfshópa.
Hjúkrunarfræðingar og flugfreyjur
eiga margt sameiginlegt með grunn-
skólakennurum. Þessa starfshópa skipa
að mestu konur og menntunarkröfur eru
svipaðar. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna líkamlega, andlega og félags-
lega líðan þessara þriggja hópa og athuga
tengsl við fjölskyldulíf, vinnuálag og starfs-
aðstæður.
Úrtakið var 600 konur úr félagaskrá FG.
Spurningalisti var sendur til rannsóknar-
hópsins. Svörun var 69%, meðalaldur þátt-
takenda 43 ár, meðalstarfsaldur 14 ár.
Rúmlega fimmtungur kvenkennara í
launuðu aukastarfi
Mikill meirihluti kennara taldi sig
vera við ágæta heilsu en athygli vakti að
kennarar yfir fimmtugt voru minna frá
vegna eigin veikinda en þeir sem yngri
voru. Almennt töldu kennararnir að auð-
velt væri að samrýma þarfir fjölskyldu og
vinnu. Starfshlutfall kennara var hærra en
hjá hjúkrunarfræðingum eða flugfreyjum.
Um 12% kennara voru í meira en 100%
starfi en engin kona í hinum hópunum
vann meira en fullt starf. Vera má að ein-
hverjir blandi yfirvinnu inn í þessa tölu,
aðrir telji með launað aukastarf. Rúmlega
fimmtungur kennara sagðist vera í laun-
uðu aukastarfi.
Regluleg líkamsrækt bætir heilsuna
Grunnskólakennarar og hjúkrunar-
fræðingar voru að meðaltali mun þyngri
en flugfreyjur en hæðin var svipuð. Þær,
sem stunduðu reglulega líkamsrækt, báru
heilsu sinni betri sögu en hópurinn sem
hreyfði sig lítið.
Um 8% höfðu
orðið fyrir kyn-
ferðislegri áreitni
á vinnustað og
4% tvisvar eða
oftar. Sextán af
hundraði höfðu
orðið fyrir einelti,
líkamlegu ofbeldi eða hótunum á síðustu
sex mánuðum. Samstarfsmenn kennara
voru helstu gerendur kynferðislegrar
áreitni en nemendur oftast gerendur
eineltis, líkamlegs ofbeldis og hótana.
Rúmlega 20% þeirra sem höfðu orðið
fyrir kynferðislegri áreitni töldu það hafa
haft áhrif á heilsufar sitt en 100% þeirra
sem höfðu orðið fyrir einelti, 50% þeirra
sem höfðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi
og 46% þeirra sem höfðu orðið fyrir hót-
unum. Þeir, sem orðið höfðu fyrir einelti,
nefndu helst andlega vanlíðan, til dæmis
grátköst, þunglyndi, leiða og streitu sem
afleiðingu eineltisins.
Hlutfallslega flestir sem verða fyrir ein-
elti á vinnustað, starfa í skólum
Mikið hefur verið rætt og ritað um
áhrif eineltis í skólum og þá einkum með-
al nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar
benda til þess að kennarar verði einnig fyr-
ir einelti, líkamlegu ofbeldi og hótunum á
vinnustað.
Í grein sem birtist í breska læknablað-
inu British Medical Journal á fyrra ári var
einelti á vinnustað kallað „þögul farsótt“.
Þar segir með tilvitnun í heimasíðu þar
sem fjallað er um einelti www.success-
unlimited.co.uk að hæsti hundraðshluti
þeirra, sem verða fyrir einelti á vinnustað,
starfi í skólum. Þegar litið er til þess hve
alvarlegar af-
leiðingar einelti
getur haft ættu
skólastjórnendur
að taka með festu
á hverju tilviki.
Verði einn fyrir
einelti er það ein-
um of margir.
Þeim, sem vilja kynna sér frekar nið-
urstöður rannsóknarinnar, skal bent á
heimasíðuna www.ver.is undir tenglinum
Rannsóknir.
Heimild: Brian R. McAvoy og John Murtagh. Work-
place bullying. The silent epidemic. British Medical
Journal 2003; 326: 776-777.
Dr. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir
Höfundur er sérfræðingur á rannsókna- og
heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins.
Þegar litið er til þess hve alvarlegar
af leiðingar einelti getur haft ættu
skólastjórnendur að taka með festu
á hverju tilviki. Verði einn fyrir ein-
elti er það einum of margir.
Rannsóknin á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi kvenkyns grunnskólakennara
tók einnig til flugfreyja og kvenkyns hjúkrunarfræðinga. - Úr myndasafni.
Heilsufar, líðan og vinnuumhverf i kennara