Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 15
15
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
fallandi stundakennslu og sérgreinum, til
dæmis á sviði lista og lífsleikni. Skólaskrif-
stofa Snæfellsness á Hellissandi þjónar
öllu Snæfellsnesi og þangað sækjum við
þjónustu talmeinafræðings, námsráðgjöf
og sálfræðiþjónustu.“
Virkjun og vatnshrútur
Lýsuhólsskóli fékk grænfánann árið
2003 en hann var í hópi tólf skóla sem
fyrstir tóku þátt í grænfánaverkefni Land-
verndar 2001. Allt sorp er flokkað og papp-
ír endunýttur.
Skólaárið 2002-2003 stýrði Haukur Þórð-
arson kennari verkefni sem fólst í því að
virkja læk neðan við skólann. Nemendur
reistu stíflu, mældu rennslið í læknum í
þrjá mánuði og reiknuðu út frá því aflið
sem hann bjó yfir. Í framhaldi af því settu
þeir saman tæki sem kallað er vatnshrútur
og með honum dældu þeir vatni upp á
leikvöll skólans sem stendur hærra en virkj-
unarsvæðið. Jafnframt gerðu nemendur
heimildamynd um verkefnið en það fékk
heitið Stubbalækjarvirkjun.
Náttúrufræði og umhverfismennt
Verkefnið tókst það vel að ákveðið
var að sækja um þróunarstyrk og halda
áfram með það. Helstu verkefni skyldu
vera að búa til kálgarð og rækta lífrænt
grænmeti, reisa gróðurhús, gera stíflu
varanlegri og framleiða rafmagn til að
lýsa upp gróðurhúsið og reka veðurstöð
með sólarorku. Þessar framkvæmdir eru í
gangi og þess gætt að nemendur komi að
öllum verkþáttum.
Verkefnið í heild á að stuðla að breytt-
um og bættum kennsluháttum og færa
kennslu í náttúrufræði og umhverfis-
mennt í auknum mæli út í umhverfið.
Verkefnið kemur inn á margar námsgrein-
ar, svo sem stærðfræði, eðlis- og efna-
fræði, upplýsingatækni og tölvuvinnslu,
hönnun og handmennt auk náttúrufræði
og umhverfismenntar.
„Þetta verkefni skilar ótrúlega miklu,“
sagði Guðmundur, „krakkarnir læra að
undirbúa og gera hlutina upp á eigin spýt-
ur. Úr grænmetisgarðinum fáum við rófur,
næpur og hreðkur og fleira sem hægt er
að rækta úti. Á hverjum morgni fara tveir
nemendur og sækja grænmeti til að hafa
með morgunmatnum og í hádeginu eru
sóttar kartöflur í soðið.“ Veðurstöðin er
á skólalóðinni, hún veitir upplýsingar sem
uppfærast sjálfkrafa beint inn á heima-
síðu skólans þannig að á heimasíðu Lýsu-
hólsskóla má fylgjast nákvæmlega með
veðrinu á sunnanverðu Snæfellsnesi allan
sólarhringinn.
GG
Í síðustu Skólavörðu var sagt frá því
að nemendur í Smáraskóla hefðu tek-
ið þátt í nýstárlegu verkefni, Hugsað
um barn. Allir nemendur í 8. bekk
fengu tölvustýrða dúkku með sér
heim yfir helgi og hugsuðu um hana
eins og foreldrar um ungbarn. Mark-
miðið með verkefninu er kynfræðsla.
Skólavarðan ákvað að kynna sér
hvernig hefði gengið.
Að sögn Valgerðar Snæland Jóns-
dóttur skólastjóra gekk verkefnið von-
um framar. Nemendur tóku það mjög
alvarlega og sinntu dúkkubörnunum
með miklum sóma.
Sumir komu svefnvana og þreyttir í
skólann vegna þess að „barnið“ hafði
vaknað svo oft. „Þetta var mikil lífs-
reynsla fyrir alla sem að málinu komu.
Krakkarnir fengu nasasjón af hlutskipti
smábarnaforeldra en kennarar og for-
eldrar sáu krakkana sína í nýju ljósi. Þau
komu til baka stærri í andanum,“ sagði
Valgerður. „Fræðslan sem er hluti af
verkefninu skilaði einnig mjög miklu.
Nemendurnir ræddu um það að setja
sér markmið í lífinu og hvað gæti hindr-
að að þau markmið næðust. Það gætu
verið þættir eins og sjúkdómar, þar með
taldir kynsjúkdómar, og barneignir. Við
ræddum líka um allar þær hættur sem
steðja að ungu fólki nú til dags.“
Umræðugrundvöllur
Auk dúkku fengu nemendur spurn-
ingalista með sér heim til að leggja
fyrir foreldra sína. Þar var spurt m.a.
hvernig lífsreynsla það hefði verið fyrir
foreldrana að ganga með barn og verða
foreldrar. Markmiðið með þessum spurn-
ingalistum var að skapa umræðugrund-
völl heima, hjá krökkunum og foreldrum
þeirra.
Þegar Valgerður var spurð hvort nem-
endur í 8. bekk væru á réttum aldri fyrir
þessa fræðslu svaraði hún að bragði að
svo væri. „Þau eru einmitt á besta aldrin-
um fyrir góða kynfræðslu. Þetta er áður
en þau byrja að stunda kynlíf og gefur
þeim svigrúm til að undirbúa sig undir
það.“
Verkefnið metið
Eftir helgina var prentað út mats-
blað sem hafði að geyma skráningu úr
tölvuminni dúkkunnar og nemendur
fengu afhent hjá hjúkrunarfræðingi.
Þar var skráð allt sem unglingurinn hafði
gert fyrir barnið og hversu langan tíma
það tók. Ef dúkkan gaf frá sér hljóð
höfðu krakkarnir tvær mínútur til að
koma sér að verki. Ef hún hafði orðið
fyrir einhverju hnaski skráðist það allt
líka. Ef einhver hafði lent í því að fara
óhönduglega að var viðkomandi mjög
meðvitaður um það og var oftar en ekki
fyrri til að greina frá því. „Útkoman var
mjög góð,“ sagði Valgerður, "allir krakk-
arnir fengu mjög góða einkunn. Einn
nemandi náði meira að segja hundrað
prósentum og það var strákur!“
GG
Nemendur í Smáraskóla. Sumir komu svefnvana og þreyttir í
skólann vegna þess að „barnið“ hafði vaknað svo oft.
Einn nemandi náði hundrað prósentum og það var strákur!
Hvernig gekk að
hugsa um barn?
SKÓLAHEIMSÓKN