Skólavarðan - 01.10.2004, Síða 19
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Vinnuhópur á vegum norrænu tónlist-
arnefndarinnar, NOMUS, hefur sett
saman skjal þar sem fram kemur hvað
sé efst á baugi í umræðu norræns sam-
starfs á sviði tónlistarmála. Skjalið var
stefnumótandi grunnur fyrir skipuleggj-
endur svæðisþinganna, FT, og voru hug-
myndir vinnuhópsins kynntar þar.
Umræðu- og viðfangsefni vinnu-
hópsins kallast „músaík“. Orðið er sett
saman úr orðunum músík og mósaík.
Annars vegar fjallar Músaík um menn-
ingarlegan fjölbreytileika í tónlistar-
kennslu og hins vegar um stefnumörk-
un fyrir tónlistarskóla. Verkefninu, sem
nýtur stuðnings frá Norðurlandaráði,
er ætlað að stuðla að jafnrétti og jafn-
ræði í tónlistarkennslu með þrenns kon-
ar hætti. Í fyrsta lagi með því að skrá og
þróa aðferðir sem gagnast til þróunar
tónlistarkennslu í fjölmenningarlegu
samfélagi Norðurlandanna. Í öðru lagi
með því að koma á norrænu samstarfs-
neti sem gerir þekkingu og reynslu á
sviði fjölmenningar aðgengilegri fleir-
um en nú er og síðast en ekki síst með
því að örva umræður og vitund um
gildi aukins menningarlegs fjölbreyti-
leika fyrir tónlistar- og menningarpóli-
tík Norðurlanda.
Verðugt verkefni fyrir stjórnendur
tónlistarskóla
Til þess að tryggja framgang verk-
efnisins hefur verið komið á tengihópi
með fulltrúum frá Danmörku, Svíþjóð,
Finnlandi, Íslandi og Noregi. Fljótlega
eftir að hópurinn hóf störf kom í ljós
þörf fyrir að skilgreina og setja fram
sterk menningarpólitísk rök fyrir störf-
um hans. En þau eru að alþjóðavæð-
ing, fólksflutningar og tæknileg þróun
hefur breytt daglegu lífi fólks á Norður-
löndum. Tónlist frá öðrum heimshlut-
um en Evrópu og Norður-Ameríku er
orðin aðgengilegri en áður var og með
nútímalegum miðlum er tónlist frá öll-
um heimshlutum orðin hluti af okkar
daglega umhverfi. Þessi þróun kallar á
nýja sýn þeirra sem stjórna tónlistarskól-
um og menntun tónlistarkennara þarf
að svara kalli nýrra tíma.
Tilraunir skila mismiklum árangri
Víða hafa verið gerðar tilraunir til
að ná til nýrra hópa nemenda og að
taka inn aðrar tegundir tónlistar í tón-
listarkennslu en hingað til hafa verið
kenndar í tónlistarskólum. Í mörgum
af undirverkefnum Músaík-verkefnis-
ins hefur komið í ljós að samstarf milli
æðri menntastofnana og grunnmennt-
unar hefur víða skilað góðum árangri
en einnig eru til dæmi um verkefni sem
hafa verið tímabundin og ekki náð að
hrófla við hinu rótgróna menntakerfi.
Þetta kallar á nauðsyn þess að viður-
kenna mismunandi færni í flutningi
tónlistar. Undirbúningsnámskeið,
mentor-fyrirkomulag, o.fl. geta orðið
mikilvæg atriði í slíku ferli. Ástæða er
einnig til að ræða með hvaða hætti inn-
tökupróf geta náð til þeirra sem hafa
annan menningarlegan bakgrunn en
meirihlutinn.
„Músaík“
Svæðisþing tónlistarskóla á Vestur-
landi og Vestfjörðum fór fram 17.-18.
september í tónlistarsalnum Hömrum
í hinu sögufræga Húsmæðraskólahúsi
á Ísafirði sem nú hýsir Tónlistarskóla
Ísafjarðar. Þingið sóttu um 40 tón-
listarskólakennarar og skólastjórar.
Robert Faulkner, skólastjóri Tónlistar-
skóla Hafralækjarskóla, fjallaði um
menningarlegan fjölbreytileika og
sagði frá verkefni skólans þar sem
norskir nemendur voru fengnir til að
kenna íslenskum nemendum að spila á
„Marimba“ sem eru ásláttarhljóðfæri
ættuð frá Suðaustur-Afríku. Robert
skýrði m.a. frá tilurð og þróun verk-
efnisins og þeim lærdómi sem fengist
hefði af því.
Svæðisþing tónlistarskóla á Norð-
ur- og Austurlandi var haldið föstu-
daginn 1. október í félagsheimilinu
Skjólbrekku í Mývatnssveit. Rúmlega
70 tónlistarskólakennarar og skóla-
stjórar sóttu þingið. Eva Saether,
deildarstjóri fjölmenningardeildar
Tónlistarháskólans í Malmö í Svíþjóð,
ásamt aðstoðarfólki, kynnti fjölmenn-
ingarstarf skólans sem felur m.a. í
sér að senda tónlistarkennaranema í
þriggja vikna starfsþjálfun til Gambíu í
Afríku eða Argentínu í Suður-Ameríku.
Þau skýrðu m.a. frá því hvernig starfs-
þjálfunin skilaði sér í skólastarfinu,
bæði persónulega og faglega til nem-
enda og kennara og til samfélagsins
í heild.
RÁÐSTEFNUR OG ÞING
19