Skólavarðan - 01.10.2004, Síða 20
20
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
KJARAMÁL FÉLAGS FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Stjórn og samninganefnd FF efndi til
árlegs fundar með formönnum félags-
deilda og trúnaðarmönnum 1. október
sl. Helstu umfjöllunarefni fundarins
voru nýútkomin skýrsla menntamála-
ráðuneytisins „Breytt námsskipan til
stúdentsprófs“ og undirbúningur kjara-
samnings fyrir framhaldsskóla. Auk þess
var fjallað um framkvæmd núverandi
kjarasamnings í framhaldsskólum og
samningaviðræður BHM, BSRB og KÍ um
réttindamál við samninganefnd ríkisins.
Fundarstjóri var Aðalheiður Steingríms-
dóttir varaformaður FF.
Í upphafi fundar gerði Björk Helle
Lassen, í samninganefnd FG, grein fyrir
stöðu mála í verkfalli grunnskólakennara
sem hafði þá staðið í tvær vikur. Fundurinn
samþykkti ályktun til stuðnings kjarabar-
áttu félagsmanna KÍ í grunnskólum.
Brot á kjarasamningi of
algeng í framhaldsskólum
Elna Katrín Jónsdóttir formaður FF
fjallaði fyrst um þá lagaskyldu að veita
trúnaðarmanni upplýsingar um laus störf
og mannaráðningar í framhaldsskólum
en mikill misbrestur er á að skóla-
meistarar virði þetta ákvæði. Elna
nefndi nokkur algeng dæmi um
að kjarasamningur FF væri brotinn.
Hún sagði brýnt að trúnaðarmenn
og formenn félagsdeilda þekktu
vel kjarasamningsákvæði um
starfstíma og árlegan vinnutíma
og gerðu sér grein fyrir því að
fyrsti mögulegi dagur starfstíma
með nemendum væri 22. ágúst
ár hvert. Sé það sunnudagur skal
byrja 23. ágúst því miðað sé við
almanaksdaga. Hún fjallaði um
skilgreiningu á vinnutíma námsráð-
gjafa og undirstrikaði sérstaklega
að fyrir utan sérákvæði í bókun um
vinnutíma þeirra gilti það sama um
þá og kennara t.d. hefðu þeir að
sjálfsögðu bæði jóla- og páskafrí
eins og kennarar.
Stéttarfélagið er afar óánægt með fram-
kvæmd einstakra framhaldsskóla á reglu-
gerðarákvæðum um viðmiðunarfjölda
nemenda sem skilgreindur er í auglýsingu
nr. 4 frá 2001. Endurtekið er yfirbókað í
hópa nánast á línuna í einstökum skólum
án þess að leita eftir samþykki kennara
og oft án þess að sérstaklega sé samið um
greiðslur vegna málsins. Kennarar standa
því uppi með yfirfulla hópa oft af hreinum
sparnaðar- og niðurskurðarástæðum og
fagleg gæði eru látin lönd og leið auk þess
sem álag á kennarana er óhóflegt.
Að lokum var fjallað um samhengi milli
eininga og kennslustunda sem er einnig
skilgreint í auglýsingu nr. 4 frá 2001 og á
að vera tvær kennslustundir á viku á móti
hverri kenndri einingu eða t.d. 6 kennsl-
stundir á viku í 3 eininga áfanga. Heimilt
er að leita afbrigða frá meginreglunni
í einstökum tilvikum samþykki kennari
það. Veruleg brögð hafa verið að því að
kennslutími sé hafður af nemendum og
laun af kennurum með því að þrýsta á um
að kenna áfanga á færri stundum en tilskil-
ið er. Stundum liggja eðlilegar ástæður að
baki, s.s. þegar nemendur eru örfáir. Al-
mennt talað virðist þetta vera óheillaþróun
og örþrifaráð skóla til að spara fé á kostn-
að faglegra gæða og með tilheyrandi kjara-
skerðingu fyrir kennara. Með þessum hætti
er grafið undan kjarasamningnum og vegið
að fagmennsku kennara. Elna auglýsti eftir
dæmum um þetta og hvatti trúnaðarmenn
og formenn félagsdeilda til að spyrna við
fótum þar sem þetta er reynt.
Skýrslan bláa, „Breytt
námsskipan til stúdentsprófs“
Elna Katrín gerði grein fyrir nýút-
kominni skýrslu menntamálaráðuneytis
um styttingu námstíma til stúdentsprófs.
Mikil andstaða reyndist vera við málið
meðal kennara þegar viðhorf þeirra til
málsins voru könnuð árið 2003. Stjórn KÍ
hefði þó metið það svo að skynsamlegt
væri að taka þátt í umræðu um málið til
að fá möguleika á að hafa áhrif á hvernig
styttingin yrði framkvæmd. Það eitt gæti
tryggt að þeir hagsmunir sem KÍ setur á
oddinn næðu fram að ganga. Aðildarfélög
KÍ stóðu öll saman að álitsgerð og tillögum
um framkvæmdaáætlun til menntamála-
ráðherra í október 2003.
Fyrir ári hófu þrír starfshópar störf
sem FF tilnefndi fulltrúa í að ósk mennta-
málaráðherra. Einn hópurinn fjallaði um
námskrár- og gæðamál, annar um starfs-
mannamál og sá þriðji um fjármál. Með
stefnumörkun KÍ og vinnu fulltrúa þess í
starfshópunum náðist ýmislegt fram sem
KÍ telur mikilvægt. Samráð var haft við fag-
félög um greinabundin málefni og lagt til
að aðalnámskrá yrði endurskoðuð allt frá
leikskóla til framhaldsskóla. Að mati kenn-
arasamtakanna er hins vegar alls ekki nægi-
lega skýrt fjallað um nauðsynlegar breyt-
ingar á kennaramenntun, hvergi er minnst
á brottfall úr framhaldsskólum, almennu
brautina né stuðning við nemendur sem
ekki hafa íslensku að móðurmáli. Hvergi í
skýrslunni né í starfi starfshópanna var held-
ur á dagskrá að gera tillögur um breytingar
á öðru námi en bóknámi til stúdentsprófs.
Elna Katrín hvatti fólk til að kynna sér
Fundur með formönnum
félagsdeilda og trúnaðarmönnum