Skólavarðan - 01.10.2004, Page 21
21
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
RANNSÓKNIR
Í könnuninni var leitað upplýsinga um
hversu vel leikskólinn kæmi til móts við
þarfir barnsins og sögðu 96% foreldra leik-
skólann gera það.
Foreldrar barna með sérstakar þarfir
voru spurðir út í þá þjónustu sem Ráð-
gjafar- og sálfræðideild Leikskóla Reykja-
víkur býður upp á. Tæp 90% foreldra
sögðu að vel væri staðið að sérkennsluráð-
gjöf frá Ráðgjafar- og sálfræðideildinni.
Næstum allir foreldrar sögðu að leikskól-
inn mætti sérstökum þörfum barnsins vel.
Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar
til að byggja enn frekar upp og bæta leik-
skólastarfið.
GG
Sjá nánar: www.leikskolar.is
leikskólar hafa bætt sig töluvert hvað varð-
ar samstarf við foreldra, dagleg samskipti
og upplýsingar til foreldra.
Fagstarf í leikskólum vel unnið
Rúm 98% foreldra eru mjög eða frekar
ánægð með uppeldis- og menntastefnu
leikskólans eins og hún kemur fram í
námskrá. Um 76% telja að markvisst sé
unnið eftir uppeldis- og menntastefnu
leikskólans. Athygli vekur þó að 36% for-
eldra vita ekki hvort leikskólinn hafi gefið
út námskrá. Rúmur helmingur foreldra
reyndist þekkja ársáætlun leikskólans og
95% foreldra telja hana gefa góðar upp-
lýsingar um starfsemi leikskólans.
Foreldrar hafa jákvætt viðhorf til
viðfangsefna leikskólans en 95% þeirra
sögðu viðfangsefnin vera áhugaverð.
Leikskólar Reykjavíkur könnuðu við-
horf foreldra leikskólabarna til leik-
skóla síðastliðið vor. Spurt var um fag-
legt starf leikskólans, foreldrasamstarf,
samskipti og upplýsingagjöf. Niður-
stöðurnar sýna svo að ekki verður um
villst að mikil ánægja er með þjónustu
Leikskóla Reykjavíkur.
Foreldrar eru ánægðir með uppeldis-
starfið og samskipti við starfsfólk og hafa
mjög jákvætt viðhorf til veru barna sinna
í leikskólanum. Þannig telja 98% foreldra
að barn þeirra sé ánægt í leikskólanum og
99% að barninu sínu líði vel þar.
Flæði upplýsinga gott
Foreldrar fá upplýsingar um starfið í
leikskólanum gegnum dagleg samskipti
við starfsfólk, í foreldraviðtölum, af upplýs-
ingatöflu og í fréttabréfum leikskólanna.
Almennt eru þeir ánægðir með foreldra-
samstarf og samskipti við leikskólann.
Næstum allir foreldrar eru ánægðir með
hvernig tekið er á móti barninu þeirra og
það kvatt. Greinilegt er að foreldrar eru
sáttir við upplýsingar sem þeir fá um leik-
skólann við upphaf leikskólavistar. Tæp
90% foreldra eru ánægðir með upplýsing-
ar leikskólans um atriði sem snerta þeirra
eigið barn. Foreldrar telja helst kynningu
nýrra starfsmanna ábótavant, en tæp 40%
foreldra töldu að þar mætti gera betur.
Samanburður við eldri kannanir sýnir að
Næstum allir foreldrar
telja að barninu sínu
líði vel í leikskólanum
Ánægja með leikskólana í Reykjavík
efni skýrslunnar vel og sjá til þess að allir
félagsmenn gerðu það. Hún benti á að
mörg atriði hennar skiptu hinn almenna
félagsmann miklu máli t.d. að endurskoð-
un aðalnámskráa á að fara fram á vorönn
2005. Hún undirstrikaði mikilvægi þess að
fylgjast með þróun framlaga á fjárlögum til
menntamála sem gæfu tóninn um hversu
mikil alvara yfirvöldum menntamála væri
með því að endurskoða námsskipan og
námskrár á öllum þremur skólastigunum.
Oddur Jakobsson kynnti síðan sérstak-
lega atriði úr starfsmannakafla skýrslunnar
og fór yfir áhrif fyrirhugaðra breytinga s.s.
fækkun námseininga til stúdentsprófs og
flutning milli skólastiga á fjölda stöðugilda
í framhaldsskólum. Hann gerði auk þess
grein fyrir sjónarmiðum FF í starfshópnum,
sem birtast í skýrslunni um áherslur okkar í
kjarasamningum sem snúa að væntanlegri
styttingu námstíma. Þar er meginkrafan sú
að kjör kennara skerðist ekki að grunnlaun
hækki verulega m.a. m.t.t. lífeyrismála og
að kennsluskylda lækki.
Undirbúningur kjarasamninga við ríkið
Núverandi kjarasamningur, sem er
framlenging á fyrri samningi, rennur út
30. nóvember nk. Drög að kröfugerð fyrir
komandi kjarasamninga voru kynnt á fund-
inum. Laun félagsmanna hafa dregist aftur
úr launum viðmiðunarhópa og við því verð-
ur brugðist. Helstu forsendur kröfugerðar-
innar eru tíundaðar í sjö liðum og er þar
helst að nefna að launarammar verði end-
urskoðaðir og launataflan hækkuð þannig
að markmið um samkeppnishæfni náist.
Þáttur grunnlauna í heildarlaunum aukist
enn frekar og grunnlaun byrjenda hækki
meira en annarra. Stofnanahlutinn verði
hluti af sjálfum kjarasamningnum og fjár-
magn til hans tryggt og síðast en ekki síst
að lengd kjarsamnings taki mið af áform-
aðri styttingu námstíma til stúdentsprófs.
Elna Katrín auglýsti eftir hugmyndum
fundarmanna til viðbótar þeim sem hér
voru kynnt. Nokkrir fundarmenn komu
með tillögur og ábendingar til stjórnar.
Stutt kynning var á undirbúningi árs-
fundar og aðalfundar FF og þings KÍ. Að
lokum kynnti uppstillingarnefnd störf sín.
GG