Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 22
22
MÁLÞING OG RÁÐSTEFNUR
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Á ágústhefti Skólavörðunnar var sagt
frá sumarráðstefnu norrænu kennara-
samtaka NLS sem haldin var í sumar í
Røros í Noregi. Frá Íslandi fór 12 manna
hópur. Egill Guðmundsson, Guðlaug
Erla Gunnarsdóttir og Helga Magnús-
dóttir skrifuðu ítarlega skýrslu um ráð-
stefnuna og er hún birt í heild á heima-
síðu KÍ. Hér er stiklað á stóru í nokkrum
fyrirlestrum ráðstefnunnar.
Lars Gunnar Lingås dr. phil. flutti
fyrirlestur sem hann nefndi „Hvordan
håndterer vi dilemmaene vi møter som
yrkesutøvere - sett fra et filosofisk per-
spektiv.“ Doktor Lingås sagði að siðfræði
þróaðist ekki við íhugun eina, mikilvægt
væri að hún væri í sífelldri þróun innan
fagfélaga og rædd skipulega i hópum inn-
an þeirra. Að lokum lagði Lingås áherslu
á að þrátt fyrir alla siðfræði og kennisetn-
ingar væru allir sem vinna að uppeldismál-
um fyrst og fremst ábyrgir orða sinna og
gerða og yrðu að gera upp við sjálfa sig
hvernig þeir leiti lausna.
Terje Ogden prófessor sálfræði við
Óslóaráskóla flutti fyrirlestur um „Den
inkluderende (romlige) barnehage og
skole - hvilke dilemmaer blir vi stilt over-
for?“ Hann velti því fyrir sér hvort skólinn
væri búinn undir það að taka á móti öllum
nemendum eins og kröfur dagsins segðu
til um. Ogden sagði of lítið um rannsókn-
ir og faglega umfjöllun, meira hefði farið
fyrir hinni pólitísku umræðu. Skóli fyrir
alla og árangursríkt skólastarf gætu skoð-
ast sem andstæður en hann taldi hægt
að skapa aðstæður þar sem þetta yrði
ein sterk heild. Til þess að skapa slíkar
aðstæður þyrfti m.a. sterka faglega leið-
toga, skýra hugmyndafræði og gildismat
sem skólasamfélagið þyrfti að sameinast
um. Hann lagði einnig áherslu á að gæði
kennslu, jákvæð samskipti og tengsl milli
kennara og nemenda væru mikilvægar
forsendur.
Gunnilla Garanath blaðamaður og rit-
höfundur fjallaði á gagnrýninn hátt um
námskrá sænskra barna, þar væri a.m.k.
fjórum sinnum sagt að nemendur bæru
ábyrgð á eigin námi. Hún taldi þetta vafa-
sama fullyrðingu þar sem skólaskylda væri
í landinu og kennarar hlytu að bera mikla
ábyrgð varðandi nám skólabarna. Hún
nefndi mörg skemmtileg dæmi um hvern-
ig hún vildi sjá menndun barna þróast og
var á köflum mjög gagnrýnin á hve kenn-
arar reyndu að vera hlutlausir í umfjöllun
sinni um samfélagsleg ágreiningsefni.
Að loknum þessum ólíku fyrirlestr-
um urðu fjörugar umræður í hópum og
töldu margir að skólunum væri sífellt
ætlað viðameira hlutverk eins og það
að sinna öllum nemendum, en fjármunir
og aðstæður fylgdu ekki með. Sérskólar
eru á undanhaldi á Norðurlöndunum og
almenna skólanum ætlað að sinna öllum
nemendum eins og við könnumst við hér á
Íslandi. Margar spurningar vöknuðu varð-
andi þessar breyttu aðstæður og virtust
ráðstefnugestir vera sammála um það að
aukið fjármagn og sérfræðiþekking væri
grundvöllur þess að þetta tækist vel.
Í næst Skólavörðu birtum við síðasta
hluta umfjöllunarinnar um sumarráðstefn-
una í Røros.
Sjá nánar www.ki.is
Egill Guðmundsson, Guðlaug Erla Gunnars-
dóttir og Helga Magnúsdóttir
Sumarráðstefna NLS
í Røros í Noregi 2004 Þátttakendur á sumarráðstefnu NLS í Røros 2004.
Lj
ó
sm
.
Fi
n
n
b
o
g
i
S
ig
u
rð
ss
o
n