Skólavarðan - 01.10.2004, Side 28
28
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Golfmót starfsfólks framhalds-
skólanna fór fram í fimmta
sinn nú í haustbyrjun á golf-
vellinum Leyni, Akranesi. Sveit
Iðnskólans í Reykjavík bar sigur
úr býtum í keppninni, auk þess
sem einn keppenda skólans,
Skjöldur Vatnar Björnsson,
var stigahæstur þátttakenda í mótinu. Skipulag keppninnar
er þannig að þrír efstu einstaklingar hvers skóla í lok móts
mynda sveit og voru það þau Baldur Gíslason skólameist-
ari, Guðrún Erna Guðmundsdóttir brautarstjóri fataiðna og
Skjöldur Vatnar Björnsson sviðsstjóri byggingasviðs.
Í öðru sæti í keppninni var Iðnskólinn í Hafnarfirði og Verzl-
unarskólinn í þriðja sæti.
Laun kennara í Nor-
egi hafa hækkað
verulega undanfarin
ár. Ráðist var í sér-
stakt átak til að jafna
þátttöku kynjanna í
grunnskólakennslu
og til þess varið mikl-
um fjármunum. Aðal
markmiðið með aðgerðunum var að fjölga karlmönnum í
kennarastétt og auka virðingu almennings fyrir starfinu.
Árangurinn er þegar farinn að sjást. Kennarastarfið er nú
eftirsóttara í Noregi en áður og laðar fleiri karlmenn að.
Að sögn Arni Hole, deildarstjóra í norska menntamála-
ráðuneytinu, er næsta skref að hækka laun leikskólakenn-
ara. Í leikskólum landsins starfa nú um 70 þúsund manns
og þar af eru 8% karlar. Stefnt er að því að fjölga þeim
í a.m.k. 20% eftir fjögur ár. Helstu rök fyrir þessu eru að
drengir og telpur þurfi að umgangast og kynnast báðum
kynjum. Arni Hole bætti við að ekki væri nóg að hækka
launin, breyta þyrfti hugarfari fólks gagnvart þátttöku
í atvinnulífinu. Að hennar mati er of algengt að konur
vinni hlutastörf og beri hitann og þungann af heimilis-
haldi. Karlar í Noregi einoki vellaunuð ábyrgðarstörf í
samfélaginu.
Byggt á tíufréttum Sjónvarps 27. september 2004.
Tannverndarráð mun standa fyrir árlegri tannverndarviku 1.
til 7. febrúar nk. Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á
tóbak og tannheilsu.
Hægt er að nálgast fræðsluefni um tannheilsu og tann-
vernd fyrir fagfólk og almenning á heimasíðu Tannvernd-
arráðs. Þar er lögð áhersla á
fræðslu fyrir afmarkaða hópa,
s.s. börn, unglinga, aldraða og
sjúka. Meðal annars hefur verið
sett upp á heimasíðunni svo-
kallað Kennarahorn en þangað
geta kennarar sótt verkefni og
kennsluefni fyrir börn í leikskól-
um og grunnskólum. Helstu
markmið efnisins eru að börn
skilji mikilvægi þess að hugsa vel um tennurnar og viti hvað
þarf til að hirða þær vel. Einnig að þau læri að gera greinar-
mun á góðum og slæmum fæðutegundum fyrir tennurnar.
Slóðin er www.tannheilsa.is.
Golfmót starfsfólks framhaldsskólanna
Sveit Iðnskólans í Reykjavík sigraði
Golfsveit Iðnskólans í Reykjavík, frá vinstri Baldur Gíslason, Guðrún
Erna Guðmundsdóttir og Skjöldur Vatnar Björnsson.
Laun hækka -
virðing eykst
Tóbak og tannheilsa
Lj
ó
sm
.
H
a
u
k
u
r
M
á
r
H
a
ra
ld
ss
o
n
.