Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 29
29
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Bókin Nemandinn í nærmynd. Skap-
andi nám í fjölbreyttu umhverfi eftir
Elínu G. Ólafsdóttur er komin út á
vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavík-
ur og Rannsóknarstofnunar Kennara-
háskóla Íslands. Elín, sem var kennari í
Langholtsskóla, gegndi starfi aðstoðar-
skólastjóra og ráðgjafa fræðslustjóra í
Reykjavík um árabil. Hún hefur alla tíð haft mikinn áhuga á
fjölbreyttum kennsluháttum og lagt áherslu á að gera skóla-
stofuna að lifandi námsumhverfi fyrir nemendur.
Rauði þráður bókarinnar er fjölbreytt, skapandi og einstak-
lingsmiðuð kennsla.
Bókin er tæplega 140 bls., prýdd fjölda ljósmynda.
Enn hefur Sölvi Sveinsson skóla-
meistari og íslenskukennari bætt
við bók um íslenskt mál. Saga orð-
anna er á fjórða hundrað blaðsíðna
og hefur að geyma yfirlit yfir ættir
og sögu fjölmargra íslenskra orða,
gamalla og nýrra. Merking þeirra
er skýrð og gerð grein fyrir upp-
runa og skyldleika við önnur orð,
íslensk og erlend.
Íslenskur orðaforði óx svo um
munaði á 20. öld og verður það
tímabil án efa stór kafli í málsögu framtíðarinnar. Saga orð-
anna er innlegg í þau fræði. Iðunn gefur bókina út.
Bókin er 384 bls.
Margmiðlunardiskur með
æfingum í ensku
Út er kominn margmiðl-
unardiskur með enskum
málfræðiæfingum og orða-
forðaverkefnum sem kallast
BeMa-diskurinn.
Í texta sem fylgir diskinum
segir: Hugmyndin að þessum
tölvudiski er að mæta þörf-
um nemenda, sem eru að
byrja í framhaldsskóla, fyrir
efni til að styrkja enskukunnáttu sína. Reynslan sýnir að þessum
nemendum sé ekki gjarnt að leita aftur í gömlu kennslubækurn-
ar sínar til þess að lesa sér til um málfræðiatriði sem búið er að
kenna þeim. Efnið á diskinum samanstendur af 80 gagnvirkum
málfræðiæfingum og 30 orðaforðaæfingum sem hafa verið
flokkaðar í undirhópa, til dæmis sagnir, forsetningar, orðmynd-
un og stafsetningu.
Höfundar eru Betty Nikulasdottir og Mary S. Bache.
Diskurinn fæst í bókaverslunum IÐNÚ, Máls og menningar og
hjá Eymundsson.
Saga orðanna Nemandinn í nærmynd. Skapandi nám í fjölbreyttu umhverf i
Ný bók í kennslufræði ætluð
kennurum, kennaranemum
og foreldrum
BeMa-diskurinn
Sjúkrasjóður KÍ
Sjóðurinn greiðir grunnkrabbameinsskoðun,
að hámarki 2.500 kr.
Kynntu þér reglurnar. www.ki.is
Á þingi Samtaka evrópskra skólastjórnenda (European School
Heads Association, ESHA) sem haldið var í Stafangri í Noregi
dagana 23.- 25. september var eftirfarandi ályktun samþykkt
samhljóða.
Heimsbyggðin varð fyrir áfalli þann 1. september, á fyrsta
skóladegi ársins, þegar hryðjuverkamenn réðust á skóla í Beslan.
Við sátum eftir með sáran harm þegar gíslatakan endaði með
dauða meira en 350 saklausra barna, foreldra og kennara.
Við sem erum hér saman komin í Stafangri í Noregi, rúmlega 400
skólastjórnendur frá 21 Evrópulandi, viljum tjá samúð okkar með
skólanum og samfélaginu í Beslan.
Við trúum því að menntun æskunnar verðskuldi allan þann
stuðning, virðingu og vernd sem samfélagið getur veitt. Mennt-
unin er lífæð samfélagsins. Hinir alvarlegu atburðir í Beslan eru
reiðarslag, ekki aðeins fyrir Beslan og ekki aðeins fyrir Rússland
heldur fyrir allan heiminn.
Við skulum standa saman að því að endurheimta traust á að
skólinn veiti börnunum öryggi og uppörvandi aðstæður eins og
hver skóli á að gera. Og við skulum halda á lofti undirstöðureglu
siðmenntaðs samfélags: Látið börnin okkar í friði, látið skólana
okkar í friði.
Fyrir hönd allra aðildarfélaga,
Antonino Petrolino, forseti ESHA
Viðstaddir voru skólastjórnendur frá eftirtöldum löndum: Lúx-
emborg, Ítalíu, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Ungverjalandi, Frakk-
landi, Rússlandi, Eistlandi, Íslandi, Danmörku, Bretlandi, Írlandi,
Noregi, Hvíta Rússlandi, Hollandi, Svíþjóð, Finnlandi, Sviss, Tékk-
landi og Úkraínu.
Ályktun frá þingi evrópskra skólastjórnenda
Hryðjuverkin í Beslan