Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 4
Undirbúningur í leik- og grunnskólum 7 Oft er hringt í Kennarahúsið og spurt um vinnuskyldu og undirbúningsdaga í leik- og grunnskólum. Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi svarar. Dagasögur 8 Sögur um vikudagana í tali og tónum eftir Guðrúnu S. Þórarinsdóttur, Kristínu Björk Jóhannsdóttur og Ólaf Þórarinsson. Námsefnið tekur mið af fjölgreindarkenningunni og ýtir undir áhuga á lestrarnámi. Nýsköpunarmennt 10 Svanborg R. Jónsdóttir nýsköpunarkennari segir frá stöðu greinarinnar og hvetur ráðuneyti menntamála til að sinna nýsköpunarmennt á borði en ekki bara í orði. Um hvað snýst stytting náms til stúdentsprófs? 14 spyr Magnús Þorkelsson og lýsir skoðun sinni á málinu. Umræðu er þörf og við þökkum Magnúsi fyrir að ríða á vaðið í Skólavörðunni. Fagleg forysta snýst öðru fremur um að skapa góðan skólabrag 20 Hanna Hjartardóttir formaður Skólastjórafélags Íslands er mikil athafnakona með fjölbreytta reynslu af stjórnunarstörfum. Hún segir að í skólastjórastarfinu sé mikilvægast að huga að skólabrag og líðan starfsmanna. Framkvæmd kjarasamnings framhaldsskólans 22 Sagt frá námskeiðum, fræðslufundum og fleiru sem ýmist er nýlokið eða á döfinni. Í sagnaheimi 24 Ráðstefna skólasafnskennara á Norðurlöndum er haldin annað hvert ár og að þessu sinni að Bifröst í Borgarfirði. Fjallað var um arf Íslendingasagnanna og gildi þeirra fyrir börn. Formannspistill 3 Eiríkur Jónsson skrifar. Gestaskrif 5 Gunnar Hersveinn rithöfundur er hugsjónamaður á mörgum sviðum og fjölvís, ekki síst í mennta- og uppeldismálum eins og skrif hans á því sviði vitna um. Nú síðast gaf hann út bókina Gæfuspor – gildin í lífinu sem sagt er frá í blaðinu, en í gestapistli sínum fjallar hann um hlutverk hinna fullorðnu í vegferð barnsins á leið til fullorðinsára og þær þrautir sem barnið og föruneyti þess þarf að leysa á leiðinni. Greinin tekur mið af atburðarásinni í trílógíu Tolkiens. Frá Orlofssjóði 18 Fólkið okkar hjá Orlofssjóði KÍ er ötult að finna og kynna félagsmönnum spennandi tilboð í orlofsferðum. Nú er það sólin á Spáni 2006 sem kynnt er til sögunnar en sala er þegar hafin á þessum ferðum. Jólamyndagáta Skólavörðunnar 30 Þrenn verðlaun! Bækur og aukaglaðningur! Smiðshöggið 31 Skóli án aðgreiningar – rödd úr sérskóla. Kristín Arnardóttir er Smiðshöggvarinn okkar að þessu sinni og víst er að málefnið sem hún fjallar um erbæði heitt og brýnt. Grein sem vekur athygli. Að auki er blaðið fullt af fréttum, tilkynningum og fleiru að ógleymdum leiðara. Einhvern tímann í kringum 1980 var samið, sett og prentað samræmt próf í íslensku. Þegar prófanefnd leit yfir hið tilbúna próf kom í ljós að á forsíðu stóð stórum stöfum: Samræmt próf í ísensku (skáletrun mín). Í fjölmiðli þann 16. nóvember sl., á fæðingardegi Jónasar Hall- grímssonar og Degi íslenskrar tungu, birtist stór mynd af Jónasi og meðfylgjandi fyrirsögn: Dagur íslenskrar tugu (skáletrun sömuleiðis mín). Svona prent- og ásláttarvillur eru kostulegar en ekki sérstaklega ámælisverðar. Allir blaðamenn og prófarkalesarar þekkja að púkinn sem kenndur er við prentvillur er lævís og lipur. Við gerum okkar besta en eitt og annað smýgur ávallt framhjá okkur. Þegar samræmda prófið sem hér er sagt frá var samið fyrir um tuttugu og fimm árum töluðu fæstir Íslendingar ísensku. Um þessar mundir talar fjöldi Íslendinga á unga aldri og talsvert margir í hópi þeirra eldri þetta nýja tungumál. Ég er ekki undanskilin eins og ég áttaði mig á þegar ég ákvað að „googla“ þetta orð. Gúgluð „ísenska“ skilaði 63 leitarniðurstöðum. Ég gat lesið mér til um ísenska landsliðið, ísenska síldarstofninn, Hið ísenska bókmenntafélag, ísenska menntanetið, ættbókarlausa ísenska fjárhunda og fleira. Ég hef ekki meiri áhyggjur af slettum en stafsetningarvillum. Eða slangri. Mér er ekki heldur ýkja heitt í hamsi/ég eipa ekki út af enskbyggðum setningum - samanber til dæmis: „Verandi íslensk þá vildi ég bara segja að íslenskan er geðveik og hún rúlar!“ En mér finnst slæmt ef sú staða kemur upp að ég þurfi að skrifa sömu greinarnar tvisvar. Aðra útgáfuna fyrir þá sem eipa gjörsamlega og hina fyrir þá sem hitnar í hamsi. Mér finnst slæmt ef málin (málið) þróast þannig að við skiljum ekki bækur sem eru skrifaðar á íslensku. Ef grunnorðaforði okkar verður ekki meiri en svo að við þekkjum bara eitt orð yfir snjó: Snjór. Ef við kippumst við í hvert sinn sem við sjáum orð á íslensku eins og henti Sigmund Erni þegar hann var á labbi í Kringlunni og las búðarheiti sem hann áttaði sig ekki strax á - af því það var á íslensku! Tungumálið staðnar ekki. Í gegnum tíðina hefur íslenskan breyst örast þegar blandað er geði við fólk með aðrar þjóðtungur, svo sem þegar við flögguðum dannebrog, þegar við kynntumst Könum í bed og fengum þá til okkar í breakfast og loks undanfarin ár fyrir tilstuðlan hnattvæðingar. Ég er all for it að fólk tali tungum. Smekkur manna er misjafn og sumir velja bland í poka (ísensku) á meðan aðrir fá sér alltaf síríuslengju (íslensku). Þeir síðarnefndu eru meira svona síríus týpur. Ég er þeirrar skoðunar að góður árangur í að tileinka sér móðurmálið auki líkur á færni í öðrum tungumálum síðar meir. Ég vil blæbrigði. Fjölbreytni. Að hver tali með sínu nefi en þó þannig að aðrir skilji. Ég tek undir með höfundum stefnuskrár Íslenskrar málnefndar 2002 – 2005 þegar þeir segja: „Þar sem börn og unglingar lifa og hrærast mikið í enskumælandi umhverfi er nauðsynlegt að haldið sé að þeim íslensku máli rituðu sem töluðu og að þau öðlist skilning á gildi íslensku fyrir þau sem einstaklinga og fyrir samfélagið og þyki íslenska sjálfsögð, eftirsóknarverð og skemmtileg. Auka þarf vitund þeirra um tungumálið og hlut þess í menningu okkar og þeirra eigin sjálfsmynd. Fjölmiðlaumhverfi unglinga og dagskrárgerð fyrir þá er að mestu leyti háð auglýsendum og markaðssjónarmið eru ráðandi. Efla þarf vitund stjórnenda fyrirtækja um ábyrgðar- og uppeldishlutverk sitt þegar kemur að efni sem þeir kosta og ætlað er börnum og unglingum.“ Væri ekki ráð að tala við íslenska athafnamenn sem þurfa að bæta ímynd sína meðal þjóðarinnar og fá þá til að gefa hverju heimili í landinu orðabók í jólagjöf? Börnin gætu hugsanlega fengið áhuga á að bæta orðaforðann ef þau fengju að spyrja foreldra sína út úr ... og reka þá á gat. Gleðileg jól, Kristín Elfa Guðnadóttir Es. Mér er ljúft og skylt að uppfræða lesendur sem leita ítarefnis og gúgla ef til vill „íslenska“ að islenska.is er ekki vefur um íslensku heldur um auglýsingar. 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 5. ÁRG. 2005 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Forsíðumynd: Viktoría og Atli á leið heim úr Áslandskóla í Hafnarfirði Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Dagur ísenskrar tugu fagnar aldarfjórðungs afmæli

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.