Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 20
21 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 5. ÁRG. 2005 skólastjóri í 29 ár, allt til ársins 2000.“ Oddviti og ferðamálafrömuður Á þessum árum lét Hanna mjög að sér kveða í félagsmálum. Hún var oddviti (sveitarstjóri) í átta ár og sat í fjölda opinberra nefnda; stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og stjórn ferðamálafélags, varamaður í Iðnþróunarsjóði Suðurlands, framkvæmdastjóri heilsugæslustöðvar, formaður stjórnar hjúkrunarheimilis og dvalarheimilis aldraðra auk þess að vera í kvenfélagi og kór. „Tónlist hefur alltaf átt sterk ítök í mér og ég hef verið í kór frá því ég var tólf ára. Ferðalög og ferðamál höfða líka mikið til mín, ég er leiðsögumaður og hef tekið þátt í stefnumótun í sambandi við ferðamál á vettvangi sveitarstjórnar og líka sem íbúi í Skaftárhreppi, var meðal annars einn af stofnendum Ferðamálafélags Skaftárhrepps. Ég var í hinu og þessu og því oft að heiman. Þegar ég svo flutti í bæinn ákvað ég að hætta mestöllu félagsmálavafstri en snúa mér alfarið að starfinu og líka meistaranámi sem ég var í á þeim tíma. Og síðast en ekki síst fjölskyldunni, það er yndislegt að vera amma!“ Hanna er ekki lengur í félagsmálum utan formennskunnar í Skólastjórafélaginu sem hún tók við fyrir fjórum árum. „Áður sat ég eitt kjörtímabil í stjórn félagsins sem Sunnlendingur, við reynum að dreifa stjórnunarstörfum um landið og það hefur gengið nokkuð vel.“ Uppeldi á kostnað menntunar Skólastarf hlýtur að hafa breyst talsvert á þeim rúmu þrjátíu árum sem liðin eru síðan Hanna hóf störf sem kennari - eða hvað? „Jú, að sjálfsögðu hefur margt breyst,“ segir hún, „en það er erfitt að segja í hverju mestu breytingarnar eru fólgnar. Að sumu leyti finnst mér þetta komið í hring. Þegar ég var að byrja í kringum 1970 var hugmyndin um opna skólann númer eitt og allir mjög spenntir fyrir samkennslu árganga og söguaðferðinni. Þetta er svo komið aftur núna. Það heitir að vísu einstaklingsmiðað nám en er af sama meiði. Þannig að mér finnst svolítið sérkennilegt að vera búin að upplifa heila kynslóð af kennslufræðum með einungis örfáum breytingum. Trúlega er þó mesta breytingin fólgin í hnattvæðingu eða með öðrum orðum netvæðingu. Hún býður upp á meiri fjölbreytni í kennslu en áður hefur þekkst. Önnur viðamikil breyting varðar kröfurnar til skólans. Okkur er ætlað uppeldishlutverk langt umfram það sem áður var og vinnutími barnanna í skólanum er líka orðinn miklu lengri – þetta helst í hendur. Ég legg áherslu á að uppeldi er fyrst og fremst í höndum foreldra. Auðvitað tökum við þátt í því en okkar hlutverk er að mennta og það er ekki hægt að þrýsta endalaust á að við ölum upp börn. Það hlýtur að verða á kostnað menntunarinnar.” Nýbreytni í skólastarfi og líðan starfs- manna Vorið 2002 lauk Hanna meistaranámi í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands með rannsókn sinni á faglegri forystu stjórnenda. Fagleg forysta hefur alla tíð verið sérstakt hugðarefni hjá Hönnu og hvernig megi skipuleggja skólastjórnun þannig að hún skili sem bestum árangri. „Ég las auðvitað mikið í náminu og hef nýtt mér það í eigin starfi. Ég set þrennt á oddinn sem skólastjóri. Í fyrsta lagi að vera aflvaki í nýbreytni og þróunarstörfum og í öðru lagi að vera aflvaki í sí- og endurmenntun starfsmanna. Mér finnst skipta miklu máli að stjórnandi sé meðvitaður um að ávallt sé fylgst með nýjungum, að þróunarverkefni séu alltaf í gangi og að fólk afli sér stöðugt menntunar. Í þriðja lagi – sem er samt enn mikilvægara en hitt tvennt – er að stjórnandi vinni markvisst að jákvæðum og uppbyggilegum skólabrag. Auðvitað er fagleg forysta víðfeðm en þetta finnst mér skipta mestu máli. Svo þurfa skólastjórar að sjálfsögðu að skipta sér af rekstri. Margir þeirra kvarta undan því að rekstur taki of mikinn tíma frá öðru. Í meistaranáminu kafaði ég ofan í þetta og rannsóknir sýna að forgangsröðun verkefna er alls ekki eins og fólk vill hafa hana, það fer allt of mikill tími í pappírsvinnu. Skólastjórar vilja vera meira í faglegri stjórnun. Ég vil meina að hægt sé að forgangsraða á þann hátt og held að mér hafi tekist það ágætlega. Þetta krefst þess að stjórnandinn dreifi ábyrgð og valdi og nýti sér þann mannauð sem fyrir er. Þannig getur hann auðveldar sinnt þeim störfum sem hann telur mikilvægust. Fólk er ólíkt. Sumir hafa gaman af því að fást við bókhald, aðrir vilja sinna agamálum og hegðun og enn aðrir njóta þess að fást við stefnumótun og áætlanagerð. Mannauðsstjórnun er auðvitað auðveldari í stærri skólum þar sem eru margir millistjórnendur en ég held samt að hver og einn geti alltaf forgangsraðað að talsverðu leyti upp á nýtt.“ Hanna bætir við að skrifstofan hennar sé eins og járnbrautarstöð. „Fólk gengur inn og út liðlangan daginn og ég loka ekki dyrunum nema starfsmaður fari fram á það. Svona vil ég hafa það en þetta hentar ekki öllum. Aðalatriðið er að hver stjórnandi finni út hvað honum hentar best og leiti leiða til að koma því í framkvæmd.“ Stytting náms til stúdentsprófs Nýlega var haldin á Akureyri árleg námstefna Skólastjórafélagsins. „Þar var aðalumræðan stytting náms til stúdents- prófs sem virkilega kemur grunnskólanum við þó svo að framhaldsskólinn hafi meira komið til tals í þessu samhengi,“ segir Hanna. „Það er heilmikið búið að skrifa og skrá niður um þetta mál undanfarin tvö ár, meðal annars stóðu Skólastjórafélagið og Félag íslenskra framhaldsskóla sam- eiginlega að málþingi um þetta efni þar sem fram kom að menn voru tiltölulega sáttir við þá þróun sem þá var í gangi – að nemendur gætu farið á misjöfnum hraða í gegnum nám í framhaldsskóla. Menn vildu gjarnan halda áfram á þessari braut og við áttum ekki von á að það yrði svona snögglega gerð breyting á þessum ramma eins og raunin varð. Það er svo aftur annað mál að ég hef sjálf lengi verið fylgjandi því að stytta nám til stúdentsprófs. Ég horfi alveg eins til grunnskólans og að nám til stúdentsprófs verði að meðaltali þrettán ár í stað fjórtán. Þetta þarf ekki að vera svona klippt og skorið. Sumir nemendur geta tekið námið á skemmri tíma og aðrir lengri. Fólki finnst KYNNING FORYSTUMANNA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.