Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 24
25 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 5. ÁRG. 2005 sagaerne“. Hann fjallaði meðal annars um bókina Skallagrims sön (2001). Þar dregur Bent Haller upp mynd af Agli sem er bæði víkingurinn sem berst og skáldið sem kveður. Þannig notar Egill kveðskapinn til að segja frá tilfi nningum. Tungumálið er svo mikilvægt og við þurfum að geta skrifað hugsanir okkar á blað. Krafturinn liggur í tungumálinu. Bent Haller er eins og margir aðrir listamenn sá sem opnar gluggann fyrir okkur lesendur svo að við sjáum, skiljum og viðurkennum. Bent Rasmussen fjallaði einnig um að ekki mætti matreiða sögurnar og viðfangsefnin þannig fyrir börn að þau þyrftu ekkert að leggja á sig. Það á að storka börnum svo að þau komist alltaf aðeins lengra á þroskabrautinni. Ekki vanmeta getu þeirra. Hann bar fram spurninguna hvort ekki mætti hrófl a við gömlu sögunum. En eins og Bent Haller segir: „Listin hefur okkur yfi r hversdagsleikann. Listin er ekki veggfóður til skrauts, listin er eitthvað sem á að nýta til frekari sköpunar.“ Þórarinn Eldjárn nefndi fyrirlestur sinn „Snorri blir en människa“, en Þórarinn hefur nýtt sér norræna menningararfi nn í skrifum sínum fyrir börn. Skáldsagan Snorra saga eftir hann kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2003. Fyrirlestur hans fjallaði um tilurð hennar. Bókin er vel til þess fallin að nota hana sem hluta af námsefni á miðstigi grunnskóla. Hún getur orðið kveikjan að því að börnin fái áhuga á fornsögunum. Föstudagur Á föstudeginum fl utti Kristín Unnsteins- dóttir fyrirlestur sem hún nefndi „Four women storytellers from Fljótshlíð and a comparative look on psychologigal, cultural and social factors in their background“. Athyglisvert var að hlusta á Kristínu segja frá þessum fjórum konum sem tengdust allar og bjuggu í Fljótshlíðinni. Þær hétu Guðrún Arnbjarnardóttir (1826-1911), Ástríður Thorarensen (1895-1985), Sara Árnadóttir (1898-1987) og Unnur Sigurðar- dóttir (1936- ). Kristín sagði frá bakgrunni þeirra og velti fyrir sér hvað það væri sem gerði þessar konur að góðum sagnakonum. Þær höfðu áhrif hver á aðra og lærðu hver af annarri. Í rannsóknum sínum á þessum konum rakst Kristín meðal annars á tvö ævintýri sem ekki höfðu verið gefi n út. Þau heita Sagan af kisu kóngsdóttur og Sagan af Gullinstjörnu. Unnur Hjaltadóttir skólasafnskennari í Hlíðaskóla í Reykjavík sagði frá reynslu sinni af að nota frásögnina sem kveikju að sögunámi í grunnskóla. Á skólasafnið fær Unnur til sín alla árganga (1.-6. bekk) einu sinni í viku og segir þeim sögur sem gjarnan tengjast námsefninu. Sem dæmi þar um má nefna Söguna um landvættina sem tengist Íslandssögunni, sögurnar úr Þúsund og einni nótt sem henta vel til að öðlast skilning á menningu Arabaþjóða eða þegar verið er að fjalla um stríðið í Írak. Bækur um viðkomandi efni liggja svo frammi á skólasafninu og nemendur eru hvattir til að lesa þær. Þannig hefur Unnur fundið leið til að varðveita fortíðina með því að tengja hana nútíðinni á lifandi hátt. Jens Kostrup, CC Rasmussen og Gert Larsen, allir frá Danmörku, töluðu um efni sem tengdist skólasöfnum og menntun skólasafnskennara; hvernig hlutverk skólasafnskennarans hefði breyst á liðnum árum. Samt sem áður væru það skóla- safnskennararnir sem reyndu að fi nna og velja hið góða fyrir nemendur. Gert Larsen benti á nokkrar krækjur sem vert væri að skoða varðandi samstarfsverkefni: Danmarks skolebibliotekarer www.emu.dk/gsk/skolebib/index.html Skoleforeningen i Norge www.skolebibliotekarforeningen.no/ Nordisk skolebibliotekarforening n-s-f.ismennt.is/ Ensil leitið að „ENSIL school library“ á Google IASL www.iasl-slo.org/ IFLA www.ifl a.org/ Það var athyglisvert að fylgjast með kynningu þeirra á nýrri leið sem Danir eru að fara í menntun skólasafnskennara. Þar er lögð áhersla á að skólasafnskennarinn verði fær um að taka þátt í samstarfsverkefnum innan skólans. Inntökuskilyrði eru kennara- menntun og að minnsta kosti tveggja ára vinna í faginu. Það væri vel þess virði fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með þessari þróun hjá Dönum. Fyrirlestur Torfa Hjartarsonar nefndist „School libraries promoting ICT and school change – What does it take?“ Hann fjallaði um hvað þyrfti til, svo að skólasöfn yrðu fær um að takast á við breytingar í skólastarfi og öra þróun upplýsingatækninnar. Hann sagði einnig frá námUST könnuninni sem gerð hefur verið á notkun upplýsingatækni í skólastarfi ( namust.khi.is/ ) Jóhanna Karlsdóttir kynnti bókina og námsvefi nn um Leif heppna sem hún hannaði ásamt Fríðu S. Haralds- dóttur og Margréti Sólmundsdóttur, www.namsgagnastofnun.is/leifur/index. html Efnið hefur verið notað á miðstigi grunnskólans og er kjörið til að vinna með söguaðferðinni. Hægt er að gera möppur (portfolios) þar sem nemendur safna sögum, teikningum, myndum, rúnaletri o.fl . Brynhildur Þórarinsdóttir fl utti fyrir- lestur sem hún nefndi „Hvorfor gjorde hans mor ikke noget?“ Brynhildur hefur meðal annars skrifað bækurnar Njálu (2000) og Eglu (2004) sem eru myndskreyttar endursagnir Njáls- og Egilssögu. Þessar bækur færa sögurnar nær börnum og unglingum, en fornsögurnar hafa ekki verið vinsælar meðal þeirra. Hún taldi mikilvægt að einfalda sögurnar án þess að þær töpuðu einkennum sínum. Hún spurði hvort við Íslendingar bærum ef til vill of mikla virðingu fyrir Íslendingasögunum til að fara að setja þær í annan búning. Hins vegar mætti benda á þá staðreynd að þær hefðu alla tíð tekið breytingum við munnlegan fl utning milli manna hér áður fyrr. Auk fyrirlestranna var margt til gamans gert, svo sem gengið á fjallið Grábrók og að fossinum Glanna þar sem staldrað var við í Paradís til að fá sér hressingu. Möguleikhúsið kom og skemmti okkur með sýningunni Völuspá, farið var í rútuferð um söguslóðir og í siglingu á Breiðafi rði. Ráðstefnan var Félagi skólasafnskennara til sóma, þar var boðið upp á metnaðarfulla dagskrá með góðum fyrirlestrum og frábærri skemmtun. Helga Á. Thorlacius Höfundur er skólasafnskennari í Glerárskóla. RÁÐSTEFNA SKÓLASAFNSKENNARA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.