Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 8
8 NÁMSEFNI SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 5. ÁRG. 2005 Dagasögur eru sögur um vikudagana í tali og tónum eftir þær Kristínu Björk Jóhannsdóttur þroskaþjálfa og kennara og Guðrúnu S. Þórarinsdóttur sérkennara. Dagasögurnar eru á hljóðdiski og honum fylgir hefti þar sem sögurnar eru skráðar og mynd- skreyttar. Í söguheftinu er einnig að finna fróðleiksmola, stýriblöð fyrir hverja sögu og spurningar úr sögunum. Ólafur Þórarinsson hljómlistamaður hefur samið og valið sjö lög og texta sem fylgja sögunum. Diskurinn og söguheftið eru saman í dvd hulstri. Dagasögur fræða börn um vikudagana og athafnir daglegs lífs á lifandi og skemmtilegan hátt. Hver dagur á sinn gest sem kemur í heimsókn og flytur boðskap í tali og tónum. Á hljóðdiskinum eru sögurnar lesnar og umhverfishljóð notuð til að ýta undir frjóa hugsun líkt og myndirnar gera í söguheftinu. Hverri sögu fylgir lag og texti sem auðvelt er að læra og hrífa börnin með í söng og hreyfingu. Dagasögur eru hvetjandi fyrir málvitundina og hafa ýtt undir áhuga á lestrarnámi. Námsefnið tekur mið af kenningu Howards Gardners um fjölgreind þar sem greind er skipt niður í átta svið. Dagasögur mæta mismunandi þörfum nemenda með því að nálgast efnistök á fjölbreyttan hátt. Hægt er að kaupa námsefnið hjá höfundum (verð kr. 3500): daga- sogur@vallaskoli.is, í Skólavörubúðinni og bókabúðum Pennans og Máls og menningar. Þá má nálgast ítarefni með Dagasögunum í íslensku, stærðfræði og lífsleikni á: www.skólavefurinn.is. Markmið námsefnisins er að efla tímaskilning nemenda og auðvelda þeim þannig að skynja tilveruna frá degi til dags. Sögurnar hvetja nemendur til tjá- skipta um ýmis dagleg verkefni. Á þann hátt efla þær bæði málþroska nemenda og lífsleikni þeirra. Dagasögurnar hafa því þríþætt markmið, að efla • málvitund og skipulagða tjáningu • tímaskilning • lífsleikni Dagasögurnar eru sjö, ein fyrir hvern dag vikunnar. Hver dagagestur á sama upphafsstaf og dagurinn hans. Í öllum sögunum er fjallað um tímann og hugtök sem afmarka hann. Hver saga hefur einnig að geyma boðskap og fróðleik sem hefur það að markmiði að efla lífsleikni nemenda. Fjallað er um athafnir daglegs lífs eins og að borða hollan mat, hreyfa sig reglulega, fara eftir reglum, vera kurteis, bursta tennurnar, fara snemma að sofa og klæða sig samkvæmt veðri. Rauði þráðurinn í sögunum er að vekja athygli á gildi þess að eiga góð samskipti við mannfólkið og náttúruna. Punktar frá vinnu höfunda með Dagasögur Við hlustum á dagasögur í samverustund á morgnana. Börnin skiptast á að stjórna og spyrja spurninga úr efninu. Skemmtilegt hefur verið að upplifa hversu frjó þau eru að búa til spurningar og oft koma mjög heimspekilegar spurningar. Við tengjum ýmislegt sem verið er að vinna með í skólanum inn í umfjöllun um boðskap hverrar sögu, til dæmis víkingaþema sem var í gangi nýverið. Dæmi um tengingu er umræða um heiminn, trúarbrögð, áttavita, orku, sjó, veiðar, báta, dýr á Íslandi, mat, handrit, eldgos, nytjahluti, veður- og gróðurfar. Malla mús sem heimsækir okkur á miðvikudögum er að læra umferðareglur og fékk hjálp frá nemendum. Nokkrir nemendur héldu kynningu í samverustund á umferðaskiltum sem þeir höfðu tekið myndir af í lífsleiknitíma. Dagasögur gefa óþrjótandi möguleika á tengingu við önnur viðfangsefni og þær henta mjög vel til að tendra neistann í upphafi þemavinnu. Söguheftið nota börnin til að fylgjast með texta um leið og hlustað er á upplestur. Þau fylgjast líka vel með í söguheftinu til að vita hvenær á að stoppa og varpa fram spurningum úr efninu, við notum okkur það til að læða að fróðleik um greinarmerki. Svo lesa þau saman söngtextana og tákna hreyfingar með. Þannig eiga þau oft auðveldara með að læra vísurnar og söngur verður liprari. Nemendur hafa svo túlkað sögur og lög með leikrænni tjáningu. Þá vinna börnin ýmis verkefni á blaði sem tengjast námsefninu og nýverið unnu nemendur okkar kubbaverkefni úr Dagasögum með leskubbum Þorsteins Sigurðssonar. Þetta eru verkefni sem reyna á málskilning og málfræðikunnáttu. Einnig hefur nemendum þótt gaman að fá sérstakar vinnubækur í íslensku og stærðfræði um dagagestina. Dagasögur Ólafur Þórarinsson hljómlistamaður, Kristín Björk Jóhannsdóttir þroskaþjálfi og kennari og Guðrún S. Þórarinsdóttir sérkennari. Listaverkið fyrir aftan þau er unnið út frá Dagasögum. Lj ós m yn d fr á hö fu nd um

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.