Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 33

Skólavarðan - 01.12.2005, Blaðsíða 33
ósk að börnum þeirra séu búin úrræði í almennum skólum. Málfl utningur yfi rmanna menntamála sem fjalla oft og tíðum fjálglega um skóla án aðgreiningar skapar að vissu leyti þrýsting á foreldra barna með þroskahömlun að berjast fyrir úrræðum í almennum skólum og sumir sem velja sérskólann fi nna jafnvel þörf á að afsaka sig. Jafnframt er stór hópur foreldra mjög ánægður með sérskólann. Sá hópur er mun lágværari, enda eru þar margir undir gríðarlegu álagi vegna sérþarfa hins fatlaða barns. Það væri mjög fróðlegt að kanna nánar vilja og viðhorf foreldra barna með þroskahömlun til mismunandi skólaúrræða. Hvaða skoðun hefur fólk með þroskahömlun? Þegar við sem fullorðið fólk veljum okkur annað fólk til að eiga samskipti við leitum við oftast að þeim sem við eigum samleið með, líkur sækir líkan heim. Hvar sem komið er halla menn sér að fólki með svipuð áhugamál og svipaðan grunn. Íslendingar erlendis eru naskir á að fi nna hver annan og fl estum fi nnst gott að spjalla við einhvern sem skilur af eigin reynslu hvað verið er að fást við. Fólk með þroskahömlun leitar á sama hátt hvert til annars. Oft myndast innan þessa hóps innileg vináttusambönd og margir nemendur úr Öskjuhlíðarskóla fylgjast síðan að sem félagar í framhaldsnámi, tómstundum, vinnustöðum og búsetu. Fátt er mikilvægara á fullorðinsárunum en að eiga góðan félagahóp og sterka sjálfsmynd. Það er nauðsynlegt að kanna betur þennan hóp og fi nna út hvers þeir sjálfi r óska. Í lokin • Margt er fl óknara en menn halda og þess vegna er svo mikilvægt að til séu fjölbreyttir valkostir og að þeir njóti sömu virðingar. • Ég tel ekki að Reykjavíkurborg verði ríkari af að leggja niður sérskólana eða draga úr þeim vaxtarkraftinn með því að skilja aðeins eftir allra slakasta nemendahópinn og sjúklingana. • Þroskaheftir nemendur kosta samfélagið mikið hvar sem þeir vistast og sérþarfi rnar strokast ekki út við það að vera í almennum skóla. • Ef stefnan er að kenna sem fl estum innan ramma hins almenna skóla þarf að horfast í augu við þann kostnað sem því fylgir bæði varðandi mönnun og endurmenntun, ráðgjöf og stuðning við þá kennara sem að kennslunni starfa. • Kennarar eru raunsæir á eigið starf og þær varnaðarraddir sem heyrast frá kennurum um innleiðingu skólastefnunnar skóli án aðgreiningar eru mikilvægar og á að taka alvarlega. Það þarf að standa vel að málum og byggja upp það sem til þarf, úrræði, fagþekkingu, mönnun og ráðgjöf. Vilji foreldra, nemenda og kennara hlýtur að fara saman. Fólk á að geta valið um mismunandi kosti, allir valkostir eiga að njóta sömu virðingar og allt sem gert er á að gera vel. Góða skólastefnu þarf að útfæra og aðlaga dagsins önn, köstum ekki barninu út með baðvatninu. Kristín Arnardóttir Höfundur er deildarstjóri í Öskjuhlíðarskóla, sérkennari að mennt og hefur starfað um árabil í sérskóla en einnig í almennum skólum. Verðlaunahafar í myndagátusamkeppninni fá hver um sig senda eina þessara bóka fyrir jól. Einnig fylgir aukaglaðningur. Myndagátan er á bls. 30 í blaðinu og brettið nú upp ermar! Í fyrstu verðlaun er Goðheimar bernskunnar, Reykjavíkurþríleikur Einars Más Guðmundssonar sem nú er loksins kominn út á einni bók. Þá er skemmtilegt að geta þess að ein bókanna sem við verðlaunuðum með síðast er Í Guðrúnarhúsi þar sem fræðimenn fjalla um sagnaheim Guðrúnar Helgadóttur, okkar nýbakaða handhafa verðlauna Jónasar Hallgrímssonar sem veitt foru á Degi íslenskrar tungu 16. nóv. sl. GÁTAN ER Á BLS. 30 Deyjandi börn • Þriðju hverja sekúndu deyr barn vegna örbirgðar. Kíkið á heimasíðu tyrkneska tónlistarmannsins Ekin Caglar www. ekincaglar.com/coin/index.html og stutt myndskeið sem hann hefur sett saman á www.ekincaglar.com/coin/fl ash.html ‹ Því miður kemur upp fjöldi vefja þegar leitað er undir ‹Hunger‹ á Netinu. Til að mynda þessi sem fjallar um baráttuaðferð gegn hungri sem gæti gengið ef nógu margir taka þátt. The Hunger Project www.thp.org/ • Og munið eftir Barnahjálp SÞ www. unicef.org/ þar sem fréttir af börnum heims er að fi nna. SMIÐSHÖGGIÐ 34

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.