Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 4
4
LEIÐARI
Forsíðumynd: Thulas Waltermade Nxesi, forseti
Alþjóðasambands kennara og heiðursgestur á þingi KÍ.
Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir
stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959
Prentun: Gutenberg
Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín)
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
EFNISYFIRLIT
Formannspistill: Hálfnað er verk þá hafið er 3
Leiðari: Næsta skref í samvinnu kennara og menntamálaráðuneytis 4
Gestaskrif: „Vaxtarsjálf“ eða „festusjálf“ - skiptir það máli? 5
Kjaramál: Kjarasamningar grunnskólans 7
Þing KÍ: Kennaralaun og skólastarf í innlendu og alþjóðlegu samhengi 10
Þing KÍ: Aldrei má hvika frá jafnrétti til náms 11
Þing KÍ: Menntun er sjálfsögð mannréttindi 12
Viðtal: Sterk ímynd tónlistarskóla getur breyst segir Ólafur Elíasson 14
Þing KÍ: Sveitarfélögin vilja lyfta kennslunni á hærri stall 16
Þing KÍ: Samþykktir á fjórða þingi KÍ 18
Þing KÍ: Málstofur á fjórða þingi KÍ 19
Þing KÍ: Með meiri einkarekstri kæmi meiri fjölbreytni 23
Fréttir: Rödd barnsins, aðalfundur KFR og fleiri fréttir 24
Auglýsing: Námsstyrkir leikskólakennara – úthlutun 26
Ráðstefna og námskeið: ReMida - skapandi efnisveita, 26
Námskeið: Líkamsásláttur (Body percussion) með Keith Terry 26
Málþing: Kennaramenntun á tímamótum 28
Fréttir: Útinám og skólastarf, 1. maí, verkfall breskra kennara 28
Smiðshöggið: Ég gæti Íslands og Ísland gætir mín - hér vil ég búa 29
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is
Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir
sigridur@ki.is / sími 595 1115
Hönnun: Zetor ehf.
Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið
Kristín Elfa Guðnadóttir
Lj
ós
m
yn
d
:
K
ri
st
já
n
Va
ld
im
ar
ss
on
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008
Þegar menntayfirvöld í landinu og kennarar eru farin að vinna
saman, jafnvel þótt samstarfið sé brothætt og eins og mennta-
málaráðherra sagði á þingi KÍ fyrir skemmstu oft og tíðum storma-
samt þá vakna væntingar. Hvað stendur í veginum fyrir því að við
vinnum enn meira og betur saman?
Eitt af því sem ríkisvald og kennarar ættu að geta sameinast um er
að efla íslenskar menntarannsóknir. Næsta skref að eflingu lokinni
eða helst samhliða henni er að leggja drög að því að stefnumótun
og framkvæmd verði í auknum mæli grundvölluð á vönduðum
rannsóknaniðurstöðum. Eins og framhaldsskólakennari sagði við
mig um daginn: „Við hleypum nýrri námskrá af stokkunum en við
vitum ekki hvernig sú gamla virkaði af því það var aldrei rannsakað.
Hvernig eigum við þá að vita hvort sú nýja er betri en sú gamla?“
Annar kennari spurði mig hvernig ég vildi að börnin mín kæmu út
úr grunnskólanum. „Viltu ekki að þau séu stolt, keik og brosandi?“,
spurði hann. Jú, auðvitað vildi ég það. Þessar samræður snerust
um samræmd próf sem ég er á móti en viðmælandi minn ekki,
að minnsta kosti ekki alfarið. „Ég hef ekkert á móti samræmdum
prófum sem slíkum ef þau eru send skólum til úrvinnslu og
kennurum til umfjöllunar og stuðnings í mati sínu á stöðu nemenda.
En að útvarpa þessu um allt land og stuðla að samkeppni meðal
skóla og vesaldómi þeirra sem koma illa út kann ekki góðri lukku
að stýra. Svo eru prófin beint til þess fallin að rífa niður þau fimm
prósent barna sem eru með ADHD auk fleiri nemenda sem af öðrum
ástæðum eiga erfitt með að komast í gegnum svona löng próf.“
Kennarinn gerði líka athugasemdir við prófspurningar sem margar
væru ekki í neinu samhengi við veruleika nemenda og kennara – svo
sem spurning um gengi tiltekins stjórnmálaflokks árið 1931. Aðrar
væru svo mikil þvæla að engin leið væri að velja einn svarmöguleika
öðrum fremur, allir gætu þeir átt við. Mér vitanlega hafa ekki farið
fram miklar rannsóknir á gagnsemi staðlaðra samkeppnisprófa,
rannsóknir beinast fremur að því hverjir komi vel út úr þeim og
hverjir illa; nemendur, skólar og lönd. Hvernig skyldi gagnsemi vera
skilgreind í rannsóknum á stöðluðum prófum? Hún er ekki mæld í
hamingju útskrifaðra nemenda, svo mikið er víst.
Ég þekki urmul af góðum kennurjum, flestum hef ég verið svo
lánsöm að kynnast í starfi mínu hjá Kennarasambandinu. Þetta eru
kennarar sem eru skuldbundnir nemendum sínum. Sumir þeirra
eru að íhuga að hætta í kennslu. Látum launin liggja á milli hluta
andartak þótt þau hafi mikið vægi í þessu samhengi. Sú ástæða sem
oftast er nefnd í mín eyru auk lágra launa er minnkandi sjálfræði
og svigrúm til að sinna starfinu eins og kennarinn veit af reynslu
sinni að er nemendum til heilla. Með því að rannsaka þekkingu
kennara á því hvað býr til góðan skóla og styðjast við niðurstöður
slíkra rannsókna í stefnumótun og framkvæmd gerum við eitthvað
af viti. Þetta gæti reynst heilladrjúgt næsta skref í aukinni samvinnu
ríkisvaldsins og kennara.
Kristín Elfa Guðnadóttir.
Næsta skref í samvinnu kennara
og menntamálaráðuneytis