Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 14
14 vIÐTAL vIÐ óLAF ELíASSON SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Skemmtilegast uppi á lofti Ólafur Elíasson píanóleikari og píanókennari við Tónlistarskóla Garðabæjar stundar MBA nám við Háskóla Íslands um þessar mundir. Hann hefur mikinn áhuga á málefnum tónlistarskóla í víðum skilningi og segir þörf fyrir aukna, ígrundaða og málefnalega umræðu bæði um tilhögun og gildi tónlistarmenntunar í landinu. Ólafur hefur í námi sínu í HÍ unnið verkefni sem tengjast starfi tónlistarskólanna í land- inu, þ. á m. um breytingar sem eru að verða á umhverfi þeirra, og beitt meðal annars kenningum skipulagsfræðanna, organization theory. Breytingarnar eru margþættar en þær helstu eru samræming námskrár tón- listarskóla við almenna skólakerfið, færsla hljóðfærakennslu inn í grunnskólana og til- koma hinna mörgu einkaskóla sem bjóða fram hljóðfærakennslu, oft í nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þessir einkaaðilar, sem margir bjóða upp á frambærilega tónlistarkennslu, gera í auknum mæli tilkall til þess að þeir fái sambærlegt fjármagn frá sveitarfélagi til sinnar starfsemi og hefð- bundnir tónlistarskólar. Ólafur telur afar mikilvægt að tónlistarskólakennarar standi fyrir málefnalegri umræðu um stöðu og markmið tónlistarskóla og láti ekki þær breytingar sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum skella á án þess að hafa áhrif á þróun mála. „Mér finnst bæði hagfræði og skipu- lagsfræði talsvert áhugaverð fög,“ segir Ólafur, „og margt í kenningum þeirra er mjög gagnlegt þegar kemur að greiningu á skólastarfi.“ Í verkefninu sem fyrr var getið kom hann með tillögur um hvernig hefðbundinn tónlistarskóli gæti brugðist við fyrirsjáanlegum breytingum á umhverfi og tekur Tónlistarskóla Garðabæjar sem dæmi. „Ég er reyndar mjög fylgjandi hefðbundnum tónlistarskólum,“ segir hann. „Ég er sjálfur alinn upp í einum slíkum og tel það uppeldi hafa verið algera frumforsendu þess að ég lagði tónlistina fyrir mig. Tónlistarskólarnir hafa þjónað þjóðinni afbragðsvel og tel ég að tónlistarkennslu í landinu sé best borgið með öflugu starfi þeirra.“ Hefðbundnir hérlendir tónlistarskólar standa að mati Ólafs mjög framarlega. Þrátt fyrir það telur hann að þeir þurfi að laga sig að breyttum tímum eins og aðrar stofnanir í þjóðfélaginu og mikilvægt að þeir taki frumkvæði um stefnumótun sína og markmiðssetningu en láti ekki hlutina þróast af sjálfu sér án afskipta. Viljum við að allt hljóðfæranám fari inn í grunnskólana? „Staða hefðbundnu skólanna í Reykjavík er ekki eins sterk og áður var og kemur þar til aukin samkeppni frá einkaskólum og hlutfallsleg minnkun á fjárveitingum til þeirra, meðal annarra þátta,“ segir Ólafur. „Tónlistarskólar utan Reykjavíkur standa hinsvegar víða enn sterkt og njóta góðs fjár- stuðnings og metnaðar sinna sveitarfélaga en þetta gæti breyst í náinni framtíð. Ekki er til að mynda ólíklegt að rekstraraðilar líti til þess sem gert er í Reykjavík og fylgi reykvísku fordæmi að einhverju leyti. Verulegt magn hljóðfærakennslu er einnig að færast yfir í grunnskólana, sérstaklega á yngstu stigum, og nýjar námskrár endurspegla mikið breyt- ingaferli sem tónlistarmenntun er að ganga í gegnum. Í Reykjavík eykst fjölbreytni í menntunartilboðum og þar með sérhæfing skóla. Þar eru ólíkir skólar með ólíkt náms- framboð. Ný hverfi spretta upp innan sem utan borgarmarkanna og gera nýjum tónlistarskólum unnt að ná fótfestu, það er að segja fá kennslukvóta. Einkaskólarnir veita gömlu skólunum harða samkeppni. Eitt af því sem breytingarnar fela í sér er að kennslukvóti minnkar í hverjum skóla fyrir sig og mun fleiri nemendur eru en áður um sama magn kvóta. Með einhverjum fyrirvara get ég sagt að þótt framtak margra, ef til vill flestra, einkaskóla sé mjög glæsilegt eru þar líka hlutir sem þarf að varast og við viljum ekki að festist í sessi. Að mínu mati verða hefðbundnu tónlistarskólarnir að bregðast við þessum breytingum öllum og laga sig að þeim að hluta til en án þess þó að fórna klassískri tónlistarmenntun með gamla sniðinu. Við þurfum einnig að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við viljum til dæmis að þróunin verði eins og í Bretlandi og víðar í Evrópu þar sem mest allt hljóðfæranám fer fram innan grunnskólanna og ekki er óalgengt að nemendur fái aðeins 20-30 mínútna kennslu á viku í hljóðfæraleik? Við þurfum ennfremur að leggja mat á væntingar og viðhorf hagsmunaaðila tón- listarskóla og þróa stefnu og markmið skól- anna með tilliti til þeirra. Það var einmitt það sem ég leitaðist við að gera í verkefninu um - mikilvægt að tónlistarskólakennarar móti sjálfir og stýri umræðunni um framtíð tónlistarmenntunar Sterk ímynd hinna hefðbundnu tónlistarskóla ekki sjálfgefin þegar til lengri tíma er litið, segir Ólafur Elíasson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.