Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 13
Leik- og grunnskólakennarar – Spennandi starfstækifæri GRUNNSKÓLAR Brúarásskóli auglýsir eftir kennurum frá og með næsta skólaári. Um er að ræða kennslu í íslensku, samfélagsfræði, upplýsingatækni, náttúrufræði, heimilisfræði og íþróttum. Auk þess vantar umsjónarkennara á mið- og unglingastigi.. Brúarásskóli er fámennur dreifbýlisskóli, með um 40 nemendur í 1.-10. bekk. Alla jafna er kennt í 4 samkennsluhópum. Skólinn hefur ríka hefð fyrir starfi á grundvelli einstaklingsmiðaðs náms og á undanförnum árum hefur skólinn unnið sérstaklega með samþættingu námsgreina. Nánari upplýsingar veitir starfandi skólastjóri, Stefanía Malen Stefánsdóttir, í síma 4 700 625 eða á netfanginu stefaniam@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/bruarasskoli Grunnskólinn Egilsstöðum og Eiðum auglýsir eftir kennurum frá og með næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Almenn bekkjarkennsla, smíðar, textílmennt og tónmennt. Í skólanum eru rúmlega 360 nemendur. Verið er að hefja framkvæmdir við tvöföldun skólahúsnæðis Egilsstaðaskóla. Nýir kennarar eru boðnir velkomnir í hópinn á spennandi uppbyggingartímum bæði í skólastarfinu og umhverfi skólans. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Sigurlaug Jónasdóttir, í síma 4 700 605 eða á netfanginu sigurlaug@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/egilsstadaskoli Hallormsstaðaskóli auglýsir eftir kennurum frá og með næsta skólaári. Um er að ræða kennslu í dönsku, samfélagsfræði, textílmennt og íþróttum auk kennslu yngri barna. Hallormsstaðaskóli er fámennur samkennsluskóli með um 50 nemendur, staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar. Aðstaða til útikennslu er einstök og ein kennslustofa skólans er í skóginum. Skólinn leggur ríka rækt við kennslu list- og verkgreina og hefur langa hefð fyrir starfi á grundvelli einstaklingsmiðaðs náms. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Pétur Þorsteinsson, í síma 4 700 630 eða á netfanginu petur@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/hallormsstadaskoli LEIKSKÓLAR Leikskólinn Brúarási auglýsir eftir leikskólakennara frá og með næsta skólaári. Leikskólinn er einnar deildar leikskóli, starfræktur í húsnæði Brúarásskóla og starfar í mjög nánu samstarfi við grunnskólann. Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Vala Jónasdóttir í síma 4 700 678 - 4 700 670 eða á netfanginu vala@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/bruarasleikskoli Leikskólinn Hádegishöfði auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með næsta skólaári. Leikskólinn Hádegishöfði er tveggja deilda leikskóli í Fellabæ. Undirbúningur að stækkun leikskólans er á lokastigi. Skólastarfið tekur mið af hugmyndafræði Reggio Emilia. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Guðmunda Vala Jónasdóttir, í síma 4 700 670 eða á netfanginu vala@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/hadegishofdi Leikskólinn Skógarsel auglýsir eftir leikskólakennara frá og með næsta skólaári. Leikskólinn Skógarsel er einnar deildar leikskóli, starfræktur sem sjálfstæð stofnun í húsnæði Hallormsstaðaskóla. Skógarsel notar hið einstæða umhverfi sem mótandi þátt í skólastarfinu og skilgreindur hluti starfsins fer fram í skóginum. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Dísa María Egilsdóttir, í síma 4 700 675 eða á netfanginu disa@fljotsdalsherad.is Leikskólinn Skógarland auglýsir eftir leikskólakennurum, deildarstjórum og sérkennslustjóra frá og með næsta skólaári. Leikskólinn Skógarland er nýr 6 deilda leikskóli á Egilsstöðum, starfsemi er hafin á 5 deildum. Áherslur í starfi skólans taka mið af hollustu, hreyfingu og uppgötvunarnámi. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Hanna Málmfríður Harðardóttir, í síma 4 700 660 eða á netfanginu hanna@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/skogarland Leikskólinn Tjarnarland auglýsir eftir leikskólakennurum og deildarstjórum frá og með næsta skólaári. Leikskólinn Tjarnarland er rótgróinn leikskóli á „skólatorfunni” á Egilsstöðum. Skólastarfið tekur mið af hugmyndafræði Reggio Emilia. Á næsta skólaári verður unnið að þróunarverkefni sem felst í að þróa innra starf leikskólans fyrir 5 ára nemendur og að efla enn frekar samstarf við eldri borgara. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri, Aðalbjörg Pálsdóttir, í síma 4 700 650 eða á netfanginu adalbjorg@fljotsdalsherad.is Heimasíðu skólans má finna á www.fljotsdalsherad.is/tjarnarland Hæfniskröfur í ofangreindar stöður: Leikskóla- eða grunnskólakennaramenntun eftir því sem við á. Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði. Umsóknir með ferilskrá merkt þeim grunn- og leikskólum sem við á skal senda á: Fljótsdalshérað Lyngási 12, 700 Egilsstaðir í síðasta lagi 23. maí nk. TÓNLISTARKENNARAR Á Fljótsdalshéraði eru þrír tónlistarskólar, í Brúarási, í Fellabæ og á Egilsstöðum en frá skólanum á Egils- stöðum er jafnframt starfrækt útibú í Hallormsstaðaskóla. Lausar stöður við tónlistarskóla sveitar- félagsins næsta skólaár verða auglýstar á næstunni en þeim sem hafa áhuga á að starfa við skólana er bent á að hafa samband við skólastjóra þeirra. Á Egilsstöðum: Steingrímur Birgisson, s. 4 700 645 eða á netfanginu steingrimur@fljotsdalsherad.is – fljotsdalsherad.is/tonegilsstodum Í Fellabæ: Drífa Sigurðardóttir, s. 4 700 646 eða á netfanginu drifas@fljotsdalsherad.is – fljotsdalsherad.is/tonfellabae Í Brúarási: Sucana Slamning, s. 4 700 628 eða á netfanginu suncana@fljotsdalsherad.is – fljotsdalsherad.is/tonbruaras Fljótsdalshérað er vaxandi sveitarfélag sem býður upp á fjölskylduvænt umhverfi. Héraðið er rómað fyrir veðurblíðu, náttúru- fegurð og blómlegt mannlíf. Í samþykktri stefnu setur Fljótsdalshérað sér að verða ávallt meðal þriggja öflugustu þekkingarsvæða á landsbyggðinni. Vinnu við metnaðarfulla, heildstæða menntastefnu sem horfir til alls menntastarfs í sveitar-félaginu, er að ljúka um þessar mundir.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.