Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 25
Lausar kennarastöður við Grunnskóla
Hornafjarðar og í Hofgarði
- stöður umsjónarkennara
- staða í textílmennt
- staða í heimilisfræði
- stöður íþróttakennara og sundkennara
- staða í myndmennt
-staða í náttúrufræði
- kennarastaða við Grunnskólann í Hofgarði í Öræfum
Í boði er niðurgreitt húsnæði og flutningsstyrkur og góð
starfsaðstaða. Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjórnenda fyrir
10. júní.
Grunnskólinn á Höfn starfar í þremur húsum. Síðustu tvö árin hefur
hann verið tilnefndur nýsköpunarskóli ársins og í vor fer hópur til
Minneapolis til að taka þátt í legókeppni. Í skólanum er lögð áhersla á
einstaklingsmiðað nám og skapandi vinnu. Síðast liðið haust hófst
vinna í skólanum með Uppeldi til ábyrgðar.
Grunnskólinn í Hofgarði í Öræfum er fámennur skóli, þar sem er
samkennsla árganga, einstaklingsmiðuð.
Á Höfn er ný sundlaug í byggingu, glæsilegt útiíþróttasvæði nýkomið
og knattspyrnuhús í burðarliðnum. Það er auðvelt að koma börnum í
leikskóla, á staðnum er góður tónskóli og einn best búni framhaldsskóli
landsins.
Nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Viktorsson, skólastjóri, í síma 470
8450 eða 895 1939, netf. thjv@hornafjordur.is
og Pálína Þorsteinsdóttir, skólastjóri, Hofgarði, Öræfum í síma 478
1760 eða 894 1765
DIPLÓMANÁM
Í STÆRÐFRÆÐI
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
Um er að ræða 15 eininga nám sem er öllum opið, en er sérstak-
lega ætlað starfandi kennurum í grunn- og framhaldsskólum sem
vilja efla þekkingu sína og færni í stærðfræðinni. Kennt er frá
16:20 - 18:50 tvisvar í viku. Einnig verður boðið upp á fjarnám ef
næg þátttaka fæst.
Námskeið í stærðfræði
• Inngangur að stærðfræði
• Strjál stærðfræði
• Stærðfræðigreining
• Algebra og talnafræði
• Að kenna stærðfræði
LANGANESBYGGÐ
Grunnskólakennarar
Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunnskólann á Þórshöfn frá og með 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. maí
nk. Kennara vantar til almennrar kennslu og sérkennslu.
Grunnskólinn á Þórshöfn er einsetinn skóli með 70 – 80 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Þórshöfn búa um 400 manns í
sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og
glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni
náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. er flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Upplýsingar gefa Heiðrún Óladóttir, skólastjóri í símum 468 1164 og 893 5836, heidrun@langanesbyggd.is, og Björn Ingimarsson,
sveitarstjóri í símum 468 1220 og 895 1448, bjorn@langanesbyggd.is.
Lausar eru eftirtaldar stöður við Grunnskólann á Bakkafirði frá og með 1. ágúst nk.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 20. maí nk. Kennara vantar í almenna kennslu, textílmennt, íþróttir og heimilisfræði.
Grunnskólinn á Bakkafirði er einsetinn lítill skóli með 10 - 20 nemendum þar sem mikil áhersla er lögð á að nemendum líði vel og að
allir fái nám við sitt hæfi. Á Bakkafirði búa um 100 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar.
Á staðnum er góður leikskóli og verslun auk banka- og póstþjónustu. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Í
boði er mjög spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi, þar sem starfsaðstaða og aðbúnaður er til fyrirmyndar í alla staði, í mjög
barnvænu samfélagi.
Upplýsingar gefa María Guðmundsdóttir, skólastjóri í símum 473 1618 og 847 6742, maria@langanesbyggd.is, og Björn Ingimarsson,
sveitarstjóri, í símum 468 1220 og 895 1448, bjorn@langanesbyggd.is.