Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 28
Lotunám í Borgarholtsskóla er þannig til- komið að stýrihópur Fræðslumiðstöðvar bílgreina hafði gert samning við þáverandi menntamálaráðherra um stjórnun náms í bíliðnum við skólann. Þetta var gert í því augnamiði að gefa fulltrúum atvinnugrein- arinnar kost á að hafa bein afskipti af skóla- haldi fyrir starfsgreinina. Stýrihópurinn gekk hins vegar úr skaftinu haustið 1998, það er önnur saga sem ekki verður rakin hér. Lotunám Stýrihópurinn ákvað að nám í bíliðnum skyldi skipulagt í lotum í stað áfanga eins og tíðkast um nám í flestum framhaldsskólum. Fræðileg eða fagbókleg kennsla og verkleg kennsla væru samtvinnaðar í lotunum og færi námið því bæði fram á skólaverkstæðinu og í kennslustofu. Í lotunámi er af- markað efni tekið fyrir í lotu og henni síðan lokið með prófi áður en nemendur takast á við næstu lotu. Margt er sameiginlegt með lotum og áföngum en einnig nokkur munur. Námsmat á lot- um til eininga er með sama hætti og áfanga svo að þær falla að þeim burðarási skólakerfisins sem námsein- ingakerfið er. Lotur eru hins vegar frábrugðnar áfangakennslu að því leyti að áfangi teygir sig yfir heila námsönn og er kenndur nokkrar kennslustundir í viku samhliða öðrum áföngum en ein lota er tekin í einu, líkt og námskeið, og henni lokið áður en sú næsta hefst. Ákveðið var að lengd lota væri frá 28 til 84 kennslu- stundir eða 1 til 3 námseiningar. Lotugerð Gerð og skipulagning lotunáms fyr- ir bifreiðasmiði, bifvélavirkja og bíla- málara byggðist annars vegar á tillög- um stýrihópsins um námsmarkmið, tímamagn og tímaskiptingu og hins vegar á efnisþáttum bíliðnanáms úr áfangakerfinu. Fulltrúi menntamálaráðu- neytis og bíliðnakennari úr Iðnskólanum gerðu áætlun um lengd náms í bíliðnum, tímamagn og tímaskiptingu, haustið 1995 og lauk því verki um áramótin. Kennarar sem undirbjuggu lotukennsl- una lýsa því svo í viðtölum að vinnunni hafi verið hagað þannig að gerður var saman- burður á áfanganámi annars vegar og tíma- magni sem stýrihópurinn hafði sett hverj- um námsþætti hins vegar. Gerður var listi yfir væntanlegar lotur, námsþætti þeirra og tímalengd. Eftir að stýrihópurinn hafði samþykkt þetta vinnulag var hafist handa við gerð lota fyrir fyrstu námsönn haustið 1997. Forskrift hverrar lotu var skipt í eft- irfarandi þætti: • Iðngrein. Er lotan sérhæfð tiltekinni iðngrein eða sameiginleg bíliðnum? • Lengd lotu og hlutfallsleg skipting á milli bóklegs og verklegs hluta. • Undanfarandi lota/lotur. Námsþættir geta verið sjálfstæðir eða brotnir upp í tvær eða fleiri lotur sem koma hver eftir aðra. • Lotur sem tengjast viðkomandi lotu. Lotur geta haft stoð hver í annarri. • Námsmarkmið lotunnar. Veigamesti þáttur lotuforskriftarinnar. Markmið lot- anna mynda heildarmynd af námi í við- komandi iðngrein. • Innihald lotunnar. Lýsir efnistökum, m.a. verkefnum og verklýsingum; faglegum áherslum í lotunni. • Kennslugögn. Nýsigögn; námsbækur, handbækur, myndgögn, sýnishorn o.þ.h. • Kennslubúnaður. Tæki, verkfæri og efni. • Kennsluáætlun. Starfsáætlun um skipu- lag kennslu áfangans og vinnu nemenda. • Námsmat - próf. Vægi verkefna og prófa í mati á námsárangri. Í viðtölum sögðu kennarar að vinna þeirra við lotur umfram undirbúning undir kennslustundir hefði oftast verið síðbúin vegna þess að seinlega hefði gengið að semja um greiðslur til þeirra fyrir hana. Þá hefur engin utanaðkomandi aðstoð verið fengin til lotugerðar né annarrar vinnu sem þeim tengist heldur unnu kenn- arar sjálfir við gerð kennsluá- ætlana, val á kennslugögnum og kennslubúnaði. Munurinn á bíliðnanámi fyrr og nú er því í meginatriðum sá að nú fer meira nám fram í skólanum en áður. Í bílamálun var til dæmis ekkert verklegt nám áður en Borgarholtsskóli tók til starfa. Áður var bóklegt fagnám og verklegt nám iðn- greinanna aðskilið en nú er það samtvinnað. Áður var námið í áföngum sem voru bútaðir niður þannig að viðkomandi námsþáttur var á stundaskrá tvær, fjórar eða sex kennslustundir á viku í heila önn sam- hliða öðrum námsþáttum. Nú hins vegar er námsþáttur, sem er svipaður að umfangi og áfangi, kenndur einn sér í eina, tvær eða þrjár vikur og lokið með prófi áður en tekið er til við næsta námsþátt. Hver er reynslan af kennslu í lot- um? Í stuttu máli má svara með eftir- farandi fullyrðingum um kosti og galla: Lengri samfelldur tími gefst til náms. Nemendur sjá fyrir endann á náminu (lotunni). Prófskrekkur dvínar vegna tíðari prófa. Auðvelt að skipu- leggja skólastarf vegna lengri sam- fellds tíma en í áfanganámi. Ástundun og mætingar í góðu lagi. Brottfall frá námi lítið. Fjarvistir kennara sem og nemenda geta valdið skaða því að meiri tími tapast í einu lagi en í áfanganámi. Langar einhæfar lotur geta verið leiði- gjarnar. Miklar kröfur til kennara og álag á nemendur vegna skorts á námsefni en það á nú við víðar en í lotunámi. Ingibergur Elíasson Greinin byggist á meistaraprófsverkefni Ingibergs við KHÍ, maí 2000; Mat á skóla- starfi og skipan náms í bíliðnum. Smiðshöggið 30 Margt er sameiginlegt með lotum og áföngum en einnig nokkur munur. Námsmat á lotum til eininga er með sama hætti og áfanga svo að þær falla að þeim burðarási skólakerfisins sem námseiningakerfið er. Lotur eru hins vegar frá- brugðnar áfangakennslu að því leyti að áfangi teygir sig yfir heila námsönn og er kenndur nokkrar kennslustundir í viku samhliða öðrum áföngum en ein lota er tekin í einu, líkt og nám- skeið, og henni lokið áður en sú næsta hefst. Lotunám í Borgarholtsskóla

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.