Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 9
Þann 1. október var starfsemi orlofssjóðs Kennarasambands Íslands og orlofsnefndar Félags leikskólakennara sameinuð. Frá þeim tíma mun öll afgreiðsla orlofshúsa fara fram á skrifstofu Kennarasambandsins, Laufásvegi 81. Beinn sími er 595-1122. Hægt er að panta orlofshúsnæði í tölvu- pósti, netfang orlof@ki.is. Á heimasíðu or- lofssjóðs eru upplýsingar um þá staði sem eru í boði í vetur ásamt öðrum upplýsing- um um starfsemi sjóðsins. Nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu orlofssjóðs http://www.ki.is/orlof/ Um næstu áramót sameinast allt skrif- stofuhald félaganna en hagkvæmt þykir að sameina starfsemi orlofssjóðanna strax. Fleiri orlofshús og íbúðir Eignir orlofssjóðs eru verulegar. Nú eru til leigu fyrir félaga þrettán orlofshús í Ása- byggð á Flúðum, eitt hús í Kjarnaskógi við Akureyri og Sóleyjargata 33 í Reykjavík, en þar eru fjórar íbúðir og fimm herbergi. Einnig á orlofssjóður fjóra tjaldvagna. Nýbúið er að kaupa húseignina Sóleyjar- götu 25 í Reykjavík en þar verða fjórar íbúðir og fjögur herbergi til leigu. Stefnt er að því að útleiga hefjist þar í byrjun mars á næsta ári. Framkvæmdir standa yfir við byggingu á sex glæsilegum 90m2 orlofshúsum í Heið- arbyggð í landi Ásatúns rétt við Flúðir. Þau verða tekin í notkun 1. júní á næsta ári. Heimanmundur leikskólakennara Við sameiningu orlofssjóðanna kemur verulegt fjármagn frá leikskólakennurum til þeirra framkvæmda sem nú standa yfir. Miðað við bráðabirgða uppgjör í septem- ber sl. átti sjóðurinn um 25 milljónir kr. í banka og áætluðum tekjum vegna sölu þriggja orlofshúsa til BSRB. Hærra orlofsgjald fyrir leikskóla- kennara Vinnuveitendur leikskólakennara greiða nú 0,5% af launum í orlofssjóð þeirra. Aðr- ir félagar Kennarasambandsins fá aðeins 0,25%. Því hefur framkvæmdastjórn or- lofssjóðs óskað eftir því við stjórn Kennara- sambands Íslands að hún geri þá kröfu til atvinnurekenda að þeir samræmi orlofs- gjaldið þannig að greidd verði 0,5% vegna allra félaga í Kennarasambandinu. Mikil- vægt er að þetta réttlætismál nái fram að ganga sem fyrst. Vetrarleiga Í vetur verða sjö staðir í boði fyrir félaga Kennarasambandsins. Sóleyjargata 33, fjórar íbúðir og fimm herbergi. Ásabyggð við Flúðir, þrettán orlofshús með heitum potti. Kjarnaskógur við Akureyri, nýtt orlofshús. Vaðnes í Grímsnesi, tvö glæsileg or- lofshús með heitum potti. Eystra Miðfell í Hvalfirði, nýtt orlofs- hús með heitum potti. Akurgerði í Ölfusi, tvö ný orlofshús með heitum potti (eigandi tekur sjálfur við pöntunum í símum 483-4449 og 893- 9814) Garðshorn, Eyrarbakka (eigandi tekur sjálfur við pöntunum í símum 483-1120 og 864-1120) Hægt er að panta húsin og íbúðirnar með allt að fjögurra mánaða fyrirvara en staðgreiða þarf við bókun á þeim húsum sem eru bókuð á skrifstofu Kennarasam- bandsins. Leiga um jól og áramót Á Sóleyjargötu þarf að sækja um leigu íbúða og herbergja og senda umsóknina á skrifstofu Kennarasambands Íslands fyrir 23. nóvember. Í Ásabyggð, Kjarnaskógi og Vaðnesi er hægt að panta strax hvort sem um er að ræða vikuleigu eða staka daga. (Sjá nánar auglýsingu á opnunni). Spánn Síðastliðin ár hafa leikskólakennarar haft Orlofsmál 10 Orlofssjóðir sameinast

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.