Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.10.2001, Blaðsíða 19
Róið á Ísafi rð i 21 En það á ekki við um þann kappróður sem hér er til umfjöllunar og í stað þess að róið sé á ám er róið í söltum sjó og í stað grænna skóga er bakgrunnurinn fögur fjallasýn Ísafjarðar. Staðurinn er Pollurinn, keppendur ekki þrautreyndir sjóarar heldur kennarar og nemendur Menntaskólans á Ísafirði. Pollurinn skartaði sínu fegursta daginn sem keppnin fór fram og jafnvel sjálfir veð- urguðirnir voru sæförunum hliðhollir. Fimm áhafnir tóku þátt í róðrinum. Fjórar sveitir nemenda, tvær karla og tvær kvenna, auk sveitar kennara sem að þessu sinni var eingöngu skipuð fulltrúum kvenna af kennarastofunni. Til formanns vald- ist að sjálfsögðu skólameistarinn sjálfur, Ólína Þorvarðardóttir, og fór hún fyrir sínu liði sem nefndist Ólínurnar. Ólína segir keppnina hafa verið hina bestu skemmtun og að hún hafi vakið mikla athygli. Ólína fór með sjóferðabæn í stafni áður en lagt var í hann og jafnvel fuglarnir á Pollinum vott- uðu virðingu sína með þögn og þeir nem- endur sem báru höfuðföt tóku þau ofan á meðan. Bæjarins besta á Ísafirði segir frá keppninni á fréttavefnum bb.is: ,,Áður en lagt var í róðurinn las Ólína formaður sjóferðabæn að hætti feðranna. Enda var keppni þessi ekki einungis til gamans heldur einnig til þess að efla tengslin við liðna tíma og horfna atvinnu- hætti íslensku þjóðarinnar. Reyndar var ekki venja manna á fyrri tíð að róa að jafn- aði eins ákaflega og gert var í gær heldur einungis í brimróðrinum svonefnda. Senni- lega hefði fólki liðinna alda þótt einkenni- legt hátterni að róa lífróður og brimróður í blæjalogni eins og gert var á Ísafirði í gær.“ Sigurvegari í keppninni á tímanum 1 mínúta 45,9 sekúndur var sveit sem nefndist Sigursveitin, þar fór fyrir fríðum flokki karlræðara formaðurinn Rakel Guð- björg Magnúsdóttir. Ólínurnar sigruðu í kvennaflokki á tímanum 1 mínúta 46,2 sek- úndur. Sveit kennara skipuðu hásetarnir Agnes Karlsdóttir, Friðgerður Ómarsdótt- ir, Guðlaug Sverrisdóttir, Helga Bára Bragadóttir, Ingibjörg Ingadóttir og Svein- fríður Högnadóttir auk formanns sem áður var getið. Þegar kappróðrinum lauk sýndu nem- endur í kajakáfanga listir sínar en í Menntaskólanum á Ísafirði er boðið upp á kennslu í kajakróði á íþróttabraut og er það í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíka kennslu á framhalds- skólastigi. Umsjón með kennslunni hafa þeir Hermann Níelsson íþróttakennari við skólann og Halldór Sveinbjörnsson for- maður Kajaksklúbbs Ísafjarðar. Hugmyndin að náminu er komin frá þeim, þeir kynntu sér námsefni sem í boði var, bæði í bókum og myndböndum, not- uðu netið og komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri vel hægt, mögulegt væri að setja saman námsefni þar sem bæði væri hefðbundin kennsla í stofu og verkleg á sjó og í sundlaugum. Halldór hefur verið við- loðandi kajakróður í átta ár og staðið fyrir námskeiðum sem tengjast honum. Nú stunda fjórtán nemendur þennan áfanga, átta stelpur og sex strákar, og að sögn Halldórs eru þau öll vel á veg komin þótt þau hafi mismikla reynslu af róðri. Í hópnum voru algjörir byrjendur og svo strákar sem höfðu stundað róður og segir Halldór það koma að góðum notum við kennslu úti á sjó og við veltuæfingar í sundlaug Flateyrar. Eins og í öðrum kennsluáföngum lýkur þessum áfanga með prófi sem felst meðal annars í því að þau velja sér tvo samnem- endur og kenna þeim undirstöðuatriðin í kajakróðri ásamt því að taka skriflegt próf. Halldór segir skemmtilegt hve konur eru áhugasamar um kajakróður og telur að hann henti þeim að mörgu leyti betur en körlum vegna líkamsbyggingarinnar, þyngdarpunktur þeirra sé neðar en hjá körlum og því sé jafnvægi þeirra betra. Einnig sé auðveldara að kenna konum því að þær geti gert fleiri hluti í einu en karlar. ,,Konur geta horft á sjónvarpið, prjónað, lesið og talað í einu en karl- ar geta bara einbeitt sér að einum hlut. En það sem háir konum er að þær hafa ekki eins gott úthald.“ Í lok októbermánaðar verður fyrsta ,,alvöruferðin“ farin. Þá verður siglt inn Önundarfjörð og er tilhlökkun mikil. Tek- ið verður með nesti og eldspýtur og eldar kveiktir á ströndinni ef veður leyfir. Þessi kennsla er skemmtileg nýbreytni og hafa skólar annars staðar á landinu kynnt sér málið og stefna jafnvel að því að feta í fótspor Ísfirðinga. Og væntanlega verður keppni kennara og nemenda á Poll- inum jafn árviss og keppni þeirra ensku. Steinunn Þorsteinsdóttir Róðrarkeppni meðal kennara og nemenda? Hvað kemur upp í hug- ann? Jú, það minnir okkur óneitan- lega á skólabæina Oxford og Cambridge á Englandi. Þar hafa skólanemar keppt í róðri svo áratug- um skiptir og orðið skáldum og kvik- myndagerðarmönnum efniviður í meistaraverk. Kappróður á sléttum sjó - skólameistari formaður á sexæringi Ólína fer með sjóferðabæn Kennsla í kajakróðri

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.