Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 2

Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 2
Afmælismálþing Félag tónlistarskólakennara átti 20 ára afmæli 21. nóvember síðastliðinn og heldur af því tilefni málþing á vordögum. Nú þegar kjarasamningar tröllríða ekki lengur starfsemi félagsins gefst stjórn þess færi á að sinna faglegu hlutverki sínu en atorkusemi á því sviði mun nýtast okkur vel við næstu kjarasamningagerð. Á málþinginu mun dr. Þórir Þórisson draga upp mynd af þróun tónlistarkennslu á Ís- landi og nokkrir valdir fyrirlesarar rýna í stöðuna eins og hún er nú, fjalla um stöðu tónlist- arfræðslu og tengd málefni, ásamt því að líta til framtíðar. Ný könnun Undanfarna mánuði hefur stjórn félagsins unnið að gerð könnunar sem tekur til starfa tónlistarkennara og þjónustu og umfangs tónlistarskóla. Könnun á svipuðum nótum var gerð árið 1989 og er því orðið tímabært að endurtaka leikinn til að auðvelda yfirsýn og mat á þróun mála í tónlistarskólum. Slíkar upplýsingar koma til með að verða styrkur fyrir tón- listarskólana á margvíslegan hátt, ekki hvað síst í ljósi þess að víða þrengir að þeim með harðnandi samkeppni um fjármagn sveitarfélaga sem mörg hver standa höllum fæti. Allvíða hefur fjármagn til reksturs tónlistarskóla verið skorið niður eða staðið í stað þrátt fyrir mikla fólksfjölgun og aukna eftirspurn eftir tónlistarnámi. Í nokkrum sveitarfélögum hafa menn gripið til þess að samreka tónlistarskóla og grunnskóla og er skólastjóra grunn- skólans falin yfirstjórn beggja skólagerða. Síðastliðið haust leitaði stjórn Kennarasambands Íslands eftir lögfræðilegu áliti lögmanns KÍ á samrekstri leik-, tónlistar- og grunnskóla. Til að gera langa sögu stutta þá komst lögmaðurinn að þeirri niðurstöðu að slík aðgerð væri ólögmæt. Stjórn FT sendi bæði menntamálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga álitsgerðina til skoðunar. Að læra að kenna Stjórn félagsins hefur undanfarið einnig fengið að fylgjast með annarri könnun sem nem- endur í blásarakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík eru að vinna að undir handleiðslu dr. Þóris Þórissonar, „Að læra að kenna: Hvernig hefur menntun tónlistarkennara nýst þeim í starfi?“ Tilgangurinn með þessari rannsókn er að kanna viðhorf tónlistarkennara, sem luku námi frá hljóðfærakennaradeildum Tónlistarskólans í Reykjavík á árunum 1991 til 2000 og hafa starfað í a.m.k. þrjú ár við tónlistarfræðslu, til þess hvernig menntun þeirra hefur nýst þeim í starfi og hvaða hugmyndir þeir hafa um æskilegt inntak tónlistarkennara- menntunar. Fyrri könnunin, sem nefnd er hér að ofan og er gerð af FT, var send út til tónlistarskóla 7. mars sl. og er skilafrestur til 24. mars. Niðurstöður hennar verða kynntar á afmælis- málþingi félagsins í vor en einnig verður sagt frá niðurstöðum seinni könnunarinnar sem hér er getið ef framkvæmd og úrvinnslu verður lokið. Þjóðfélagið er í stöðugri þróun, hlutir taka sífelldum breytingum og viðmiðin eru ýmist sótt í nánasta umhverfi okkar eða út fyrir landsteinana. Því er mikilvægt að málsvarar og hagmunaaðilar tónlistarfræðslu í landinu séu vel upplýstir og meðvitaðir um stöðu mála í umhverfi sínu til að vera sem best í stakk búnir til að taka þátt í og vera leiðandi í stefnu- mörkun þessara mála til framtíðar. Afmælismálþing Félags tónlistarskólakennara er hugsað bæði sem vettvangur til að miðla upplýsingum og til skoðanaskipta. Málþingið verður auglýst nánar þegar nær dregur. Kennarakveðjur, Sigrún Grendal Formannspist i l l 3 Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.