Skólavarðan - 01.03.2003, Page 4

Skólavarðan - 01.03.2003, Page 4
Breyttir tímar kalla á nýjar lausnir. Þetta var boðskap- ur UT 2003 ráðstefnunnar sem haldin var á Akureyri 28. febrúar - 1. mars sl. Boðskapurinn á fullan rétt á sér og honum þarf að fylgja eftir, enda eru lausnirnar fyrir hendi og svo virðist sem stjórnendur séu einnig að opna augun fyrir breyttum áherslum dagsins í dag. Ég undirritaður stóð frammi fyrir því verkefni fyrir tveimur árum að „upplýsingatæknivæða“ skóla sem stóð illa hvað þau mál varðaði. Við mér blasti fremur hrörleg tölvuaðstaða en þó um leið áhugasamir stjórnendur og starfsmenn sem einfölduðu vandaverk- ið og gerðu það ánægjulegt. Með samstilltu átaki tókst að gera miklar breytingar á kennslu í tölvugreinum, tölvubúnaður var end- urnýjaður, allir nemendur fengu heimasíðusvæði og tölvupóstfang og tóku nú virkan þátt í upp- byggingunni. Því fylgdi jafn- framt breyttur hugsunarhátt- ur starfsfólks sem tileinkaði sér nýjar aðferðir við kennslu, nýtti vefinn, kennsluhugbúnað og annað tölvutengt efni til að skila efni til nemenda í takt við nýja tíma. Túss- og korktöflur viku Eitt af því sem breytti umtalsverðu var nýtt vef- og póstkerfi skólans. Margir töldu verkefnið vera dýrt í framkvæmd, erfitt og jafnvel óvinnandi verk þegar um svo marga nemendur væri að ræða (300 í þessu tilfelli). Með því að nýta til verksins einfaldan en um leið fullkominn hugbúnað var búið að láta alla nemendur fá heima- svæði og netfang á örfáum vikum og áhyggjur gærdagsins því óþarfar. Starfsmenn fengu aðgang að sama kerfi og gátu þar með skilað efni til nemenda á tölvutæku formi og tekið við með sama hætti. Þetta jók að sjálfsögðu um leið fjölbreytni í verkefnaskilum þar sem nemendur gátu nú skilað efni út á vefinn með einföldum hætti. Segja má að gerðar hafi verið gagngerar endurbætur á upplýs- ingakerfi skólans. Þó mætti spyrja hvort eiginlegt upplýsingakerfi hafi verið til fyrir þennan tíma. Túss- og korktöflur viku fyrir rafrænum töflum af sömu tegund og sjón- varpsskjám var komið fyrir víða um skólann til að koma síbreytilegu efni til upplýs- ingaþyrstra nemenda. Upp- færsla kerfisins var ekki lengur í höndum ritara skól- ans heldur þeirra fjölmörgu einstaklinga sem koma að skólastarfinu. Með einfaldri tækni gátu nú forsvarsmenn félagsmiðstöðvar, kirkjustarfs, nemendaráðs og ekki síst starfsmenn skólans uppfært rafrænar glærur í rauntíma og þess á milli sá tölvutæknin um að uppfæra fréttir, veður og aðrar síbreytileg- ar upplýsingar sjálfvirkt. Með þessu móti birta upplýsingaskjáir nýjar fréttir á degi hverjum og hægt er að nálgast þær hvar sem er, hvenær sem er. Á sama einfalda hátt var upplýsingatafla starfs- manna nú færð í vef- og póstkerfi skólans og því létt verk að skoða tilkynningar í gegnum netið. Það var ekki síður mikilvægt að fá starfsmenn til að taka þátt í verkefninu en nemendur. Sjónvarpsstjóri skólans Fljótlega var stofnuð sjónvarpsnefnd en hún sá um að uppfæra ákveðnar upplýsingar á skjám skólans og halda úti vikulegum fréttatímum, skipuleggja dagskrá og um leið að gera upplýsing- arnar „unglingavænni“ en fyrr. Þá má ekki heldur gleyma því veigamikla embætti sem sjónvarps- stjóri skólans sinnir, en sjálfsagt njóta fáir slíkrar „hylli“ sem embættið veitir nema e.t.v. formaður nemendaráðs. Þó er mikilvægt að ekki sé horft á þessa tækni- byltingu með augum kerruhestsins heldur er markmiðið að tengja allar námsgreinar upplýs- ingatækninni. Eitt dæmi um slíka samtengingu var samvinnuverkefni myndmennta-, smíða- og upplýsingatæknikennara. Í sameiningu var smíð- aður upplýsingastandur með tölvuskjá og mynd- skreyttur af nemendum. Nemendur í upplýsinga- tækni hönnuðu svo hugbúnað sem þeir létu birtast Ges task r i f 5 Framtíðarskólinn Uppfærsla kerfisins var ekki lengur í höndum ritara skólans heldur þeirra fjölmörgu einstaklinga sem koma að skólastarfinu. Með einfaldri tækni gátu nú forsvarsmenn félagsmiðstöðvar, kirkjustarfs, nem- endaráðs og ekki síst starfsmenn skólans uppfært raf- rænar glærur í rauntíma og þess á milli sá tölvutæknin um að uppfæra fréttir, veður og aðrar síbreytilegar upplýsingar sjálfvirkt.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.