Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 5

Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 5
Ges task r i f6 á skjánum og tengdu efnið upplýsingaskjánum sem áður voru nefndir. Breyttir tímar umturnuðu einnig hinu hefðbundna árlega skólablaði og úr varð vefrit sem uppfært var daglega og sótti í sig veðrið, einkum vegna þess breytta hugsunarháttar sem unglingar lifa eftir nú á dögum. Það er ekki óeðlilegt að nemendur stæli vef- miðla nútímans eins og ritmiðla gærdagsins hér áður fyrr og er það vel, kærkomið framfaraskref sem undirbýr ritstjórn framtíðarinnar á þroskaðan hátt. Hvað er það sem gerir skóla upplýsingatæknivæddan? Ég var spurður þeirrar spurningar fyrir skömmu hvað þyrfti til að upplýsingatæknivæða skóla. Ég þurfti að hugsa mig um í smá- stund áður en ég gat svarað spurningunni. Það er nýjungagirni þeirra sem halda um stjórntauminn, en ekki einungis starfsfólks skólans, að væða hann upplýs- ingatækni og færa í nútíma- legra horf. Breyttur hugsunar- háttur gerir kröfur um breytt starfsumhverfi sem uppfyllir þarfir markaðarins. Jafnvel þótt vel hafi tekist til með verkefnið sem lýst var hér að ofan er ennþá langt í land. Engum lokapunkti verður náð þótt daglega komi fram nýj- ungar í þessu ört breytilega umhverfi skólanna. Þó þyrftu allir skólar að setja sér mark- mið í þessum málum á hverju ári svo að þeir dragist ekki aft- ur úr og verði „gamaldags“, en æ algengara er að nemendur taki fyrr í taumana en starfsmenn og yfirmenn þessara skóla. Það er ekki endilega við þá síðarnefndu að sakast en þeim mun meiri ástæða fyrir þá að leita til nemenda til að finna upp og framkvæma nýjungar til þess að mæta væntingum þeirra. Því fórum við í gang með námskeið undir nafninu „Hvað ungur temur gamall nemur“. Þar spiluðu nemendur stóra rullu og kenndu eldri borgurum réttu handtökin líkt og þeir eldri höfðu áður gert. Verkefnið heppnaðist vel, nemendur kenndu og fyrrum kennarar, skólastjórar og fleiri lærðu nýja tækni og undruðust framfarirnar í hverri kennslustund. Þau eldri og heldri urðu nú að aðlaga sig breyttu umhverfi sem þau yngri taka sem sjálfsögðum hlut. Er þessi hátæknivæðing óyfirstíganleg fyrir hinn gamla klassíska skóla sem við flest höfum þekkt fram til dagsins í dag? Nei, það er langt í frá. Einföld tól og tæki gera þetta framfaraspor auðveldara en nokkurn tíma fyrr og ef þú, lesandi góður, ert ennþá í vafa skaltu senda undirrituðum póst og leita svara. Ég setti mér það tak- mark að finna hentugustu lausnirnar á þeim tíma sem ofangreind uppbygging fór fram og vil miðla þeirri þekkingu sem víðast og heyra af sem flestu sem er að gerast. Hagkvæmar lausnir framar öllu En verkinu var hvergi lokið. Svo stórtækar breytingar taka lang- an tíma og því ekki seinna vænna en að taka „fyrsta skrefið“. Þótt starfsmenn og nemendur taki tækninni fagnandi tekur langan tíma að laga starfsumhverfi og kennsluhætti að þessum nýju og breyttu tímum. Einhver sagði að hamingjan kæmi í smáum skömmtum. Þessi nýfengna hamingja er kærkomin á hvaða vinnustað sem er en hverfur fljótt ef aðstaðan er ekki í lagi. Því er mikilvægt að stjórn- endur og ekki síst forsvarsmenn sveitarfélaga séu vakandi fyrir brýnni þörf skóla og stofnana og veiti þeim það fjármagn sem til þarf um leið og aðhald er viðhaft. Aðhald þarf ekki endilega að þýða niðurskurður í innkaupum heldur hagkvæmar lausnir framar öllu. Allt of oft sé ég stjórnendur eyða umtalsverðum fjármunum í kostnaðarsamar framkvæmdir án þess að kynna sér mun ódýrari lausnir og oftar en ekki vegna fákunnáttu á sviði tölvutækninnar. Allt of margir leita ráða hjá stóru tölvufyrirtækjunum án þess að ráðfæra sig við þá sem einnig hafa mikla reynslu á þessu sviði og þessum stóru fyrirtækjum er oft hætt við að aðhyllast stórar vöru- merkjalausnir sem ekki eru endilega í hag, nema þá kannski fyrir söluaðilann. Oft má nálgast ódýrari hugbúnaðarlausnir, jafnvel ókeypis, í stað þeirra sem krefjast hárra notkunargjalda og áskrifta. Að auki geta kennarar nú komið eigin kennsluefni á framfæri í gegnum netið og jafnvel haft tekjur af og um leið unnið verkefni í samvinnu þar sem allir leggj- ast á eitt að semja efni sem margir geta notað. Framtíðin er rafræn. Við munum í æ meiri mæli skipta út „gamaldags“ tólum og tækjum fyrir rafrænar lausnir sem einfalda nútíma nemand- anum að upplifa, skynja og læra hluti með aðferðum sem okkur fundust fjarlægar fyrir ekki svo löngu síðan. Kyn- slóðin sem við kennum nú hefur tileinkað sér aðra tækni til lærdóms, tækni sem bygg- ist á margmiðlun og gerir kröfur. Með hugbúnaði á borð við t.a.m. Mediator geta kennarar nú á þægilegan hátt framleitt margmiðlunarkennsluefni fyrir kröfuharða nemendur án þess þó að þurfa að læra og tileinka sér forritun. Einföld en öflug vef- og póstkerfi gera nemendum og kennurum kleift að skiptast á verkefnum og lesefni. Allt þetta stuðlar að breyttri upplifun á námsefni og pappírslausu skólaum- hverfi. Á morgun kemur nýr dagur. Skólaumhverfi morgundagsins verður að mínu mati fjarvinnu- vænna en það er í dag. Nemendur munu ráða tíma sínum og skipu- leggja námið á annan hátt en hið hefðbundna skólaumhverfi gerir nú. Með þessu móti geta kennarar kennt stærri hóp í einu sem gef- ur þ.a.l. meiri möguleika á að kennarar geti sérhæft sig á ákveðnum sviðum námsefnisins. Með aukinni tölvunotkun og fartölvuvæð- ingu geta nemendur nú sótt fyrirlestra í gegnum netið með hljóði og mynd og skipst þar á spurningum og svörum í umræðuhópum í rauntímasambandi við kennara. Verkefnaskil verða framkvæmd gegnum netið og rafrænar skólabækur leysa pappírinn af hólmi. Við erum óðum að stíga skref í þessa átt og fjölbreytilegt kennslu- efni íslenskra kennara á netinu endurspeglar þessa þróun. Kennarar hafa tekið tækninni opnum örmum og með jákvæðu hugarfari þeirra og stjórnenda eru fjölbreytt verkefni og spennandi tímar framundan. Frosti Heimisson frosti@go.is Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri go.is internetlausna, sem sérhæfir sig í netlausnum fyrir skóla og stofnanir. Hann hefur einnig starfað sem kennari í grunnskólum, Kennaraháskóla Íslands og víðar. Þótt starfsmenn og nemendur taki tækninni fagnandi tekur langan tíma að laga starfsumhverfi og kennsluhætti að þessum nýju og breyttu tímum. Ein- hver sagði að hamingjan kæmi í smáum skömmtum. Þessi nýfengna hamingja er kærkomin á hvaða vinnustað sem er en hverfur fljótt ef aðstaðan er ekki í lagi. Því er mikilvægt að stjórnendur og ekki síst forsvarsmenn sveitarfélaga séu vakandi fyrir brýnni þörf skóla og stofnana og veiti þeim það fjár- magn sem til þarf um leið og aðhald er viðhaft.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.