Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 8
Það sem af er árinu hefur hver ráðstefnan um skólamál rekið aðra og þær eiga það sammerkt að efni þeirra tengist að hluta eða öllu leyti því hvert við erum - og ætlum okkur - að stefna í menntamálum. Ráð- stefnan sem gaf tóninn var reyndar haldin erlendis og þjófstartaði umræðunni á þessu ári með því að vera haldin í desember á síðastliðnu ári. Þetta er ráðstefnan Morgendagens skole í Norden, sem haldin var í Osló 5. og 6. desember sl., en Norðmenn áttu frumkvæðið að henni í tilefni af því að þeir hafa tekið við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Aðalmarkmiðið var framlag til norrænnar menntastefnu í formi umræðu um þau verkefni sem staðið er frammi fyrir í menntamálum á Norður- löndum, með sérstöku tilliti til upplýsinga- tækni. Ráðstefnan var vel sótt og heppnað- ist einnig vel að mati þeirra er hana sóttu. Í umfjöllun okkar beinum við sjónum að Gerði G. Óskarsdóttur sem var einn aðal- fyrirlesara á ráðstefnunni auk þess sem við vitnum í erindi Linu Winkler frá sænsku nemendasamtökunum. Annar nemandi kemur einnig við sögu í umfjöllun okkar um skóla framtíðarinnar, Guðrún Þengilsdóttir nemandi í MA, sem var einn þriggja aðalfyrirlesara á UT - ráð- stefnunni á Akureyri mánaðamótin febrúar -mars. Við segjum líka frá erindum hinna aðalfyrirlesaranna tveggja, Jóhanns Guðna Reynissonar og Johan Strid, og í síðari tölublöðum Skólavörðunnar á þessu ári er ekki ólíklegt að ýmsu því sem fyrir augu bar á ráðstefnunni verði gerð nokkur skil. Auk þessara tveggja stóru ráðstefna, sem eru þvert á skólastig, hafa verið haldnar aðrar minni en ekki síður forvitnilegar. Í janúarlok var haldin ráðstefnan „Umhverfi sem hvetur til náms“ í húsnæði Kennarahá- skóla Íslands en hún var samvinnuverkefni menntamálaráðuneytis og Landsskrifstofu Leonardó og Sókratesar. Í okkar litla og hógværa blaði getum við ekki sagt frá öllu sem markvert er, en þessi ráðstefna er efni- viður í allslags spennandi umfjöllun þótt síðar verði. Í febrúar stendur einn viðburður upp úr af þeim sem vísa til framtíðarinnar í skóla- málum, en það er að sjálfsögðu ráðstefnan og sýningin „Skóli á nýrri öld“ sem við gerum nokkur skil. Í febrúar funduðu líka skólastjórnendur um skil grunnskóla og framhaldsskóla sem er heitt mál um þessar mundir og að mörgu að hyggja. Málþingið var haldið í samvinnu Félags íslenskra framhaldsskóla, Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Skólastjórafélags Íslands og tilgangur þess var að efla tengsl grunnskóla og framhalds- skóla og skýra færar leiðir sem auðvelda nemendum að stunda nám á báðum skóla- stigum. Þegar þetta er skrifað er framundan námskeið fyrir stjórnendur tónlistarskóla þar sem kafað verður ofan í viðfangsefnið mannauðsstefna og mannauðsstjórnun, en mannauðsstefnan hefur rutt sér til rúms í skólum undanfarin ár og talið er að áhrifa hennar muni gæta í síauknum mæli í skóla- stjórnun og -starfi eftir því sem fram líða stundir. Einnig er skammt undan námskeið um þróun mats á skólastarfi í samvinnu íslenskra og erlendra fræði- og skólamanna og við munum fylgjast með báðum þessum viðburðum og segja fréttir af þeim. Kjaramálin eru sömuleiðis í deiglunni og svo dæmi sé nefnt sitja trúnaðarmenn og samstarfsnefndir framhaldsskóla námskeið um samningagerð sem hófst í febrúar og verður fram haldið með námskeiðslotum út vorið 2004. Kjararáð KÍ efndi til málþings um samningamál í janúar sl. sem markaði upphaf undirbúnings næstu kjarasamninga og margir fleiri fundir hafa verið haldnir eða eru í væntanlegir um allt land á vegum aðildarfélaga Kennarasambandsins og svæðafélaga og -deilda um tengd málefni. Janúarmánuður var einnig tími hinnar árlegu BETT sýningar í London sem margir kennarar hafa sótt heim á undan- förnum árum og svo var einnig í ár. Af nógu er að taka í ráðstefnu- og funda- haldi um skóla framtíðarinnar og ef marka má fjölbreytta flóru á þessum vettvangi er breytinga að vænta í skólamálum í kjölfar mikillar umræðu um skóla framtíðarinnar. keg Skól i f ramtíðar innar 10 Skóli framtíðarinnar til umræðu á málþingum, ráðstefnum, fundum og sýningum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.