Skólavarðan - 01.03.2003, Page 10
og verkstjóri en nú er, sem er gjörbreyting
á starfinu. Einnig munu kennarar fara að
vinna meira saman og deila með sér ábyrgð
og sérgreinakennarar munu koma til með
að vinna miklu meira með öðrum kennur-
um. Ég sé fyrir mér að nemendur muni
ferðast á milli vinnustöðva í náminu, vinna
saman í hópum og einir sér og eiga sitt
heimasvæði á Netinu, enda munu tölvur
minnka í sífellu og ef það gengur eftir sem
rætt er um verða nemendur með mjúkar
tölvur sem þeir geta stungið í vasann.“
Mun þetta ekki leiða til þess að bein sam-
skipti nemenda innbyrðis og við kennara
verða miklu minni en nú er?
„Við munum aldrei hætta að tala saman
og vinna saman,“ segir Gerður og hlær.
„Ég hef engar áhyggjur af því, ekki frekar
en að bókin muni hætta að vera til. Auðvit-
að verður áfram mikilvægt í skólastarfi að
sjá til þess að nemendur geti tjáð sig.“
Talið berst að hreyfinámi, enda offita
barna og þolleysi vaxandi vandamál sem
margir hafa áhyggjur af. Er eitthvert rými
fyrir hreyfingu í framtíðaskólanum?
„Helsta ástæða þessa vanda er ný tíska í
mataræði,“ segir Gerður. „Við getum
spornað við þessari þróun með því að bjóða
hollan, heimatilbúinn mat í skólum, og það
er einmitt stefna Reykjavíkurborgar að inn-
leiða framleiðslueldhús í öllum grunnskól-
um borgarinnar, í stað þess að kaupa mat
annars staðar frá. Því lýkur á þessu og
næsta ári. Þetta er mikil framsýni af hálfu
borgaryfirvalda og sýnir að hugsað er um
hag barna til framtíðar. En við verðum að
vera á varðbergi. Við vitum að það er tals-
vert stór hluti barna sem stundar íþróttir
reglulega en einnig er stór hluti sem hreyf-
ir sig sáralítið. Þrátt fyrir að námsgreinar
verði smám saman mun samþættari hljóta
íþróttir alltaf að verða kenndar sérstaklega.
Í samtengingu námsgreina verðum við að
passa okkur á að ganga ekki of langt.“
Skólinn verður hjarta hverfisins
Skólabyggingar, hönnun þeirra og nýt-
ing, er annað málefni sem talsvert hefur
verið rætt um undanfarið og sem dæmi um
nýja hugmyndafræði í tengingu skólaarki-
tektúrs og skólastarfsemi má nefna Ingunn-
arskóla í Grafarholti. Hvað sér Gerður fyr-
ir sér í þessum málefnum? „Já, Ingunn-
arskóli vísar til framtíðarinnar en skólarnir
með gamla laginu, löngum göngum og
jafnstórum kennslustofum, hindra ekki að
nýbreytni í skólastarfi geti átt sér stað,“
segir Gerður, „víða er hægt að aðlaga
bygginguna breyttum kennsluháttum með
tiltölulega litlum tilfæringum. Hlutverk
skólabyggingarinnar mun breytast mikið á
næstu áratugum og stefna Reykjavíkur-
borgar er að skólinn verði hjartað í hverf-
inu og nýttur af sem flestum íbúum þess,
frá morgni til kvölds, um helgar og á sum-
rin. Þetta krefst auðvitað breyttinga á
skipulagi og umsjón. Ég á von á að tónlist-
arnám verði að einhverju leyti áfram utan
grunn- og framhaldsskólans en tónlistar-
skólarnir staðsettir það nálægt öðrum
skólabyggingum að nemendur geti auð-
veldlega farið á milli yfir skóladaginn, enda
verða einstaklingsáætlanir ríkjandi. Enn
erum við komin skammt á veg með að ein-
staklingsmiðað nám en þróunin verður
stöðug í þá átt. Ég held að handmennt og
listir verði æ mikilvægari í stað þess að bera
skarðan hlut frá borði eins og sumir óttast.
Litið verður á þetta nám sem leið til að
þroska sköpunarhæfileikann sem er mjög
mikilvægur í samfélaginu. Auk þess er af-
þreyingariðnaðurinn orðinn mjög stór og
fólk gerir sífellt meiri kröfur til frítíma og
til þess að hann sé innihaldsríkur; listir og
handmennt koma þar sterkar inn.
Fljótandi skil milli skólastiga
Annað sem fylgir í kjölfar einstaklings-
miðaðs náms er að skilin milli allra skóla-
stiga; leik- og grunnskóla, grunn- og fram-
haldsskóla og framhalds- og háskóla, munu
verða miklu sveigjanlegri. Þetta mun verða
í báðar áttir, samanber almennar deildir í
framhaldsskólum þar sem námið er í raun á
grunnskólastigi að miklu leyti. Nemendur í
grunnskólum eru nú þegar farnir að taka
framhaldsskólaáfanga í 10. bekk og þá
greiðir grunnskólinn skólagjaldið en nem-
endur borga bækurnar. Foreldrar hafa
reyndar mótmælt þessu þannig að ef til vill
dregur úr þessari þróun um tíma, en ég á
von á því að námsgögn á framhaldsskóla-
stigi verði nemendum að kostnaðarlausu og
þá mun þessi þróun aftur komast á skrið.“
Sérðu fyrir þér breytingar á námsgögnun-
um sem slíkum, detta bækurnar út?
„Kennslubækur verða áfram til,“ segir
Gerður, „þó svo nemendur sæki í annars
konar efni samhliða. Námsgögnin verða
fjölbreytt og sveigjanleg og þurfa líka að
vera það, enda lærir fólk á mismunandi hátt
eins og við erum loksins að átta okkur æ
betur á.“
keg
Frá sjónarhóli
nemandans
- brot úr erindi Line Winkler frá sænsku
nemendasamtökunum á ráðstefnunni
Morgendagens skole.
Oft og tíðum er tækniþróun hvorki eins
byltingarkennd né framandi fyrir nemend-
ur og aðra sem starfa í skólanum. Vanda-
Skól i f ramtíðar innar
12
• Kröfur neytenda um gæði fram-
leiðslu og þjónustu aukast hröðum
skrefum. Það hefur mikil áhrif á skól-
ann, foreldrar vilja góða menntun fyr-
ir börn sín. Mat á útkomu námsins
mun því setja aukinn svip á skólann á
næstu áratugum.
• Í nýja hagkerfinu er færni meira
virði en skírteini og lokapróf. Færni
geta menn öðlast af reynslunni,
gjarnan í hópvinnu. Þess vegna þarf
áhersla skóla m.a. að vera á að þjálfa
nemendur til að mæta kröfum nýja
hagkerfisins í stað þess að leggja
megináherslu á prófgráður.
• Við trúðum því lengi vel að börn
væru saklaus og unglingar óharðnað-
ir en nú er öldin önnur, börn kunna
ýmislegt fyrir sér og unglingarnir eru
veraldarvanir. Allar þessar breytingar
hljóta að hafa áhrif á nám og skóla-
starf. Í öllum þessum breytileika skipt-
ir góð líðan nemenda í skólanum og
sveigjanleiki í náminu miklu máli.
• Við skipulag kennslu og náms
samkvæmt fjölþrepa kennslu eða
skóla án aðgreiningar er sama við-
fangsefnið eða þemað lagt fyrir hóp
nemenda sem getur verið mun stærri
en bekkur nú til dags og á mismun-
andi aldri. En verkefni einstakling-
anna geta verið mjög ólík.
• Annað einkenni nýja skólans verð-
ur trúlega að hann tengist miklu nán-
ar og markvissar umhverfi sínu en
áður, grenndarsamfélaginu í víðum
skilningi og náttúrunni. Námið fer
ekki síður fram utan skólans en innan
veggja hans og íbúar í hverfinu og
aðilar úr atvinnulífi leggja námi nem-
enda lið með margvíslegum hætti,
auk þess að nýta sér aðstæður skól-
ans í eigin símenntun og frístundum.
• Skólastjórinn er faglegur leiðtogi
skólastarfsins. Þegar hann var ráðinn
var leitað að aðila sem var tilbúinn til
að breyta og hugsa hlutina upp á
nýtt, en ekki til að stjórna því sem fyr-
ir var, eins og áður var gjarnan gert.
• Menntun er lykill að velferð, lýð-
ræði og hagsæld, segja menn... En
menntunin ein getur ekki leyst
stærstu vandamál mannkynsins sem
eru mismunun í lífsgæðum og að-
stöðu. Það eru efnahagsleg og stjórn-
málaleg vandamál og þau krefjast
efnahagslegra og pólitískra lausna
utan við umbætur í skólum.
Úr erindinu „Skólastarf á nýrri öld“
sem Gerður flutti á ráðstefnunni í
Osló, og síðar var sérprentað og dreift
á raðstefnunni „Skóli á nýrri öld“: