Skólavarðan - 01.03.2003, Page 17

Skólavarðan - 01.03.2003, Page 17
ábyrgð nemenda á eigin námi og umgengni í skóla eftir fjölþættum leiðum. Nemendur setja sér einstaklingsmiðuð markmið og meta sjálfir vinnu sína, foreldrar meta vinnu barna sinna og kennarar vinnu nem- enda. Heimanámsáætlanir eru á heimasíðu skólans sem auðveldar foreldrum að fylgj- ast með námi barna sinna og nemendur á unglingastigi eru ábyrgir fyrir umgengni. Ölduselsskóli var verðlaun- aður fyrir verkefnið Breyttir kennsluhættir, í átt að einstakl- ingsmiðuðu námi. Meginmark- mið er að bæta námsárangur og aðlaga kennslu að námi í skóla án aðgreiningar. Meginmark- mið nemendans er að hann verði eins góður námsmaður og hann getur orðið. Verkefnið er unnið í 6. og 7. bekk og krefst mikillar samvinnu kennara og nemenda sem vinna saman í misstórum og ólíkum hópum. Hefðbundin bekkjarkennsla er brotin upp með það að markmiði að nýta starfskrafta kennara betur og draga úr þeirri afmörkun sem bekkjarramminn setur starfinu. Sýningarbásar allra skólanna voru glæsi- legir og mikið í þá lagt. Meðal fjölmargra annarra áhugaverðra verkefna sem kynnt voru má til dæmis nefna þróun fjölmenn- ingarlegra kennsluhátta í Austurbæjarskóla, en skólinn er einmitt móðurskóli á því sviði. Einnig stórfróðlega tilraun í Breiða- gerðisskóla, sem er móðurskóli í breyttum kennsluháttum, en hún felst í að brjóta upp hefðbundið bekkjarform, nemendur vinna í litlum vinnuhópum sem fara á milli vinnu- svæða. Þá sýndi Safamýrarskóli dæmi um myndmenntakennslu skólans sem vakti að- dáun sýningargesta enda sérstaklega metn- aðarfullt starf á ferðinni fyrir þennan hóp nemenda sem að mörgu leyti er erfitt að þróa kennslugögn fyrir. Í Langholtsskóla- básnum voru sýndar afurðir nýbreytnistarfs í skapandi vinnu nemenda með aðstoð nýrrar tækni og miðla og skemmst er frá að segja að þarna var auðvelt að dvelja lengi! Grandaskóli sýndi meðal annars samstarfs- verkefni leiklistar- og myndlistarkennara skólans sem fólst í að vinna út frá nokkrum myndum úr Kenjum Goya. Nemendur gerðu myndir þar sem þeir sýndu fram á atburðarás fyrir og eftir frummyndina og framkvæmdu gjörning um sögu myndar- innar, auk þess sem þeir áttu að setja sig í spor persónanna sem þeir voru að túlka. Sýningin í heild sýndi svo ekki verður um villst að mikil gróska og gerjun er í grunnskólastarfi og áberandi var áhersla á fjölmenningu, fjölþrepa kennslu, einstakl- ingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar. Nú er bara að bíða eftir viðlíka sýningum um skólastarf í leik,- tónlistar- og fram- haldsskólum víða um land því ekki er að efa að sýningar af þessu tagi hafa annan og meiri tilgang en að vera skrautfjaðrir. Þær miðla þekkingu á milli skóla, vekja athygli almennings og stjórnvalda á fagstarfi kenn- ara og auka umræðu um skólamál í víðu samhengi. keg Kennarar opna dyr Ráðstefnuhluti viðburðarins Skóli á nýrri öld var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 13. febrúar síð- astliðinn. Fimm erindi voru í boði. Katrín Frí- mannsdóttir menntunarráðgjafi kynnti áhugavert rannsóknarverkefni, sem hún vann í framhaldsnámi við háskólann í Minnesota, um kosti og galla á hópvinnu nemenda. Rannsóknir hafa sýnt að hópvinna hefur áhrif á námsárangur, umgengni og viðhorf til annarra og sjálfsálit og sjálfstraust. Sam- setning hópsins skiptir ekki öllu máli en hópastærðin hefur hins vegar áhrif og góð hópastærð telst vera þrír einstaklingar. Aldursblandaðir þriggja manna hópar gefa góða raun „Í litlum hópi græða slakir nemendur á betri nemendum,“ sagði Katrín, „meðal annars í orðaforða, góðir nemendur fara í kennarahlut- verkið og þeim er ekki haldið niðri heldur læra þeir stjórnun í viðbót við viðfangsefnið sem fyrir liggur.“ Katrín sagði að námsgreinin gæti þó haft sitt að segja og nefndi sem dæmi eðlis- fræði þar sem fengist er við af- stæð hugtök, þá er reynslan oft sú að þeir slöku bæta ekki við sig í þekkingu en hinir góðu taka yfir og sjá um verkefnið. Aldurs- blandaðir hópar gefa góða raun, þar gætir meiri virðingar og minni stríðni. Kostir hópvinnu felast meðal annars í að námsefnið skilst betur og nemendur muna meira og betur, gæði verkefna aukast og samskipti nemenda, og þeir þjálfast í skipu- lögðum vinnubrögðum. Gallar eru þeir helstir að hópvinna er tímafrek og oft vandmeðfarin. Að sögn Katrínar verða hópar ólíkir eftir því hvort nemendur raða sér sjálfir í þá eða kennarinn. Kennarar skipta mun fremur í sundurleita hópa en nemendur einsleita, til dæmis kynskipta, vinahópa eða jafnvel eftir námsárangri. Katrín lagði áherslu á að kennarar hvettu til verkefnaskila á ýmsu formi og nefndi ýmis dæmi; líkan, leikrit, skoðunarferð, til- raun, ritgerð, tónverk, viðtöl, útreikninga, matreiðslu, myndverk, annars konar hand- verk, ræktun o.fl. Hún lagði einnig áherslu á mikilvægi mats í tengslum við hópvinnu og þá bæði námsmats og sjálfsmat. Í tengsl- um við mat benti hún á að tilgangur og markmið verkefnis þyrftu að vera skýr og ákveðin fyrirfram, skrá þyrfti það sem vel gekk og einnig það sem betur hefði mátt fara. Skól i f ramtíðar innar 19

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.