Skólavarðan - 01.03.2003, Side 19

Skólavarðan - 01.03.2003, Side 19
Það lá beinast við að semja söngleik Höfundar Frelsis eru Flosi Einarsson og Gunnar Sturla Hervarsson. Þeir eru kennarar við Grundaskóla og hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á sviði tónlistar og leiklistar, inn- an skólans og utan. Flosa Ein- arsson þekkja margir tón- menntakennarar og þróunar- starf hans í tónlistarkennslu með aðstoð tölva, en hann hef- ur kennt á vinsælu námskeiði fyrir kennara sem Tónastöðin hefur haldið um notkun tölva í tónlistar- kennslu. Flosi hefur einnig verið feng- inn til að stjórna tónlist í uppfærslum Skagaleikflokksins og Leiklistarklúbbs Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Gunnar Sturla hefur leikið með Skaga- leikflokknum í fjölmörgum uppfærslum, haldið námskeið í leiklist í Grundaskóla og bæði samið og leikstýrt skólaleikrit- um. Karl Hallgrímsson settist niður með samkennurum sínum, þeim Flosa og Sigurði Arnari Sigurðssyni, deildarstjóra unglingadeildar Grundaskóla, og ræddi við þá um uppsetningu söngleiksins. „Við höfum gert ýmislegt í tengslum við tónlist og leiklist hérna í skólanum en aldrei neitt af þessari stærðargráðu,“ segir Flosi. „Við höfum haldið söngvarakeppni og hljómsveitakeppni með nemendum skólanna á Akranesi á hverju ári í mörg ár, gert tilraunir með tónsmíðar, myndbönd og tölvur í vali í tónmennt, sett upp frum- samin leikrit á árshátíðum og fleira í þeim dúr. En okkur hafði lengi langað að fara út í stærra verkefni. Söngleikur varð fyrir val- inu vegna þess að hæfileikinn og áhuginn eru fyrir hendi. Ég er tónmenntakennari, píanóleikari og upptökumaður; Gunnar Sturla hefur verið að semja tónlist árum saman og er þar að auki helsýktur af hinni alræmdu leiklistarbakteríu. Það lá beinast við að semja söngleik.“ Hefur leiklist verið sinnt að einhverju marki í skólastarfinu í Grundaskóla? „Hér áður fyrr var heilmikið og gott samstarf við Brekkubæjarskóla um leiklist og nemendur beggja skóla léku saman í leikritum undir stjórn Guðbjargar Árna- dóttur kennara í Brekkubæjarskóla. Svo dró úr þessu, en þegar Gunnar Sturla fór að starfa hér setti hann allt í gang og hefur haldið námskeið og samið eitt leikrit á ári sem hann hefur svo sett upp með nemendum.“ En hvers vegna létuð þið af þessu verða einmitt núna? „Vegna krakkanna sem eru í unglinga- deildinni núna,“ svarar Flosi. „Þetta er ein- stakur hópur að ýmsu leyti en ekki síst vegna þess hve margir góðir söngvarar eru í hópnum. Svo hefur það vafalítið haft áhrif að ég er sjálfur nýkominn úr námsleyfi frá Bandaríkjunum þar sem ég lærði tónsmíðar og útsetningar tónlistar fyrir kvikmyndir, þetta er eiginlega alveg rökrétt framhald af því.“ Í samræmi við stefnu skólans „Eitt af aðalmarkmiðum Grundaskóla,“ segir Sigurður Arnar, „er að efla áhuga nemenda á list- og verkgreinum. Að mati okkar sem vinnum þar er vellíðan nemenda forsenda náms. Með því að leggja áherslu á list- og verkgreinar getum við komið til móts við fleiri nemendur og leyft hæfileik- aríkum nemendum á því sviði að njóta sín. Þegar hugmyndin um söngleik kemur svo fram af fullum krafti er það í samræmi við stefnu skólans og markmið að styðja vel við verkefnið. T.a.m. fengu höfundarnir tíma í stundaskrá sinni til að sinna verkefninu.“ Flosi og Gunnar Sturla hafa ekki staðið einir að verkefninu. Eftir að æfingar hófust gátu þeir einbeitt sér að leikstjórn og tón- listarflutningi. Þeir fengu samkennara sinn, Einar Viðarsson, í lið með sér til að stýra framkvæmdinni og bæði hann og Sigurður Arnar hafa haft hönd í bagga um ýmis mál, Söngle ikur Í byrjun febrúar sýndu nemendur úr 8., 9. og 10. bekk í Grundaskóla á Akranesi leikrit með söngvum á sal skólans. Söngleikurinn Frelsi er ekki bara venjulegt skólaleikrit heldur risa- vaxið verkefni, sýningin tekur tvær klukkustundir í flutningi og í verkinu eru ellefu ný lög sem komu út á geisladiski áður en sýningar hófust og er til sölu hjá Nemendafélagi Grundaskóla. Virk afstaða gegn ofbeldi í söngleiknum Frelsi á Akranesi 21

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.