Skólavarðan - 01.03.2003, Page 20

Skólavarðan - 01.03.2003, Page 20
stór og smá. „Þeir stóðu á haus í alls kyns reddingum á hverjum degi í þrjár vikur fyr- ir frumsýninguna,“ segir Flosi og bætir við: „Svo höfum við fengið ómetanlega aðstoð frá aðstandendum krakkanna sjálfra. Nokkrir foreldrar og eldri systkini hönn- uðu og smíðuðu sviðið, leikmyndina og að- stoðuðu við uppsetningu hljóðkerfisins, fagfólk úr röðum foreldra sem stjórnaði hárgreiðslu og förðun og Skagaleikflokkur- inn og Fjölbrautaskólinn lánuðu okkur tæki.“ Sigurður Arnar bendir á að í Grunda- skóla séu nýhafnar tilraunir til að kalla for- eldra meira inn í félagsstarfið. Það hafi ver- ið gert með ýmsum hætti, m.a. með svokölluðu frístundavali þar sem foreldrar taka þátt í valnámskeiðum í skólanum, bæði sem þátttakendur með börnum sínum og líka sem leiðbeinendur. „Í vetur höfum við til dæmis verið með gítarnámskeið og námskeið í glerlist og kleinubakstri. For- eldrar hafa brugðist vel við og margir þeirra eru orðnir virkari þátttakendur í skólastarfinu en þeir voru áður. Áhrifa þessa gætir nú í kringum uppsetningu söngleiksins. Foreldrar voru hér í skólan- um vikuna fyrir frumsýningu og sáu þátt- takendum fyrir mat og kaffimeðlæti á hverjum degi. Þetta er ekki ónýtt fólk sem við höfum með okkur!“ Með bros á vör að vinna í fríinu Þátttaka nemenda í uppsetningu stórrar leiksýningar er ómetanleg reynsla fyrir þá og skapar aðstæður til náms á fjölmörgum og ólíkum sviðum menntunar í víðasta skilningi þess orðs. Það er meðal annars þess vegna sem leiklist á erindi inn í grunn- skólana. Ef farið yrði með stækkunar- gleri yfir þrepamarkmið Aðalnámskrár í íslensku, lífsleikni og listgreinum og hakað við þau markmið sem verið er að vinna að í svona viðamikilli uppfærslu má búast við að hökin yrðu mörg. Leiða þeir félagar hugann mikið að náminu sem í verkefninu er fólgið? „Jú, svo sannarlega,“ segir Flosi. „Sér- staklega í ljósi þess hversu margir nemend- ur koma að verkefninu. Fjörutíu nemendur koma að sýningunni sjálfri en tæplega átta- tíu hafa lagt hönd á plóg. Það er helmingur nemenda í unglingadeild! En sú kennsla sem maður sér augljósastan árangur af er framsagnarkennslan. Þar hafa upptökurnar á söngnum vafalítið haft sitt að segja því það er erfitt skref fyrir krakkana að syngja lögin inn, heyra sönginn og vega svo og meta hvort textinn hafi komist til skila með réttri tilfinningu, áherslu og raddbeitingu. Og um þetta þurfa þau að hugsa á meðan þau einbeita sér að tónhæð og tímasetning- um. Það var virkilega gaman að vinna upp- tökurnar með krökkunum því að þetta var svo mikil upplifun fyrir þá. Ég man ekki eftir tilfellum í gegnum tíðina þar sem maður hefur fengið nemendur hvað eftir annað með bros á vör til að vinna skóla- verkefni, og það í jólafríinu! Það var reyndar erfitt að þurfa að taka sönginn upp snemma í æfingaferlinu því að persónurnar taka smávægilegum breyting- um á æfingum og leikararnir skilja sam- hengi sögunnar betur og betur eftir því sem líður á æfingatímann og geta um leið bætt við túlkunina. En það hefur líka sína kosti að vera búinn að læra lögin og allar raddsetningar því þá hefur verið hægt að beina athyglinni í meira mæli að dansi og öðrum hreyfingum. Söngurinn er búinn að vera pottþéttur allan æfinga- tímann.“ Nota hléin til að læra Sigurður Arnar, hefur þetta verkefni haft sjáanleg áhrif á skólastarfið eða andrúmsloftið í unglingadeildinni? „Já og nei. Krakkarnir sem taka þátt í þessu eru hérna öllum stundum og við merkjum náttúrlega að það er mikið álag á þeim en líka að þeim líður vel. Þau eru ánægð með skólann sinn og örugg með sjálf sig. Þetta hef- ur líka haft jákvæð áhrif á samskipti kynjanna. Krakkarnir koma vel fram hvert við annað og kannski hefur bilið milli 8. og 10. bekkjar mjókkað. For- eldrar sumra þeirra hafa sagt mér að þau hafi ekki eirð í sér til að hanga heima þegar þau viti af einhverjum hér í skólanum að æfa og komi hingað þótt þau eigi frí. Það hefur ekkert borið á slugsi hjá þessum krökkum varð- andi heimanámið og við vitum að þau skipuleggja tíma sinn vel. Sum þeirra nota hléin sem gefast á æfingum til að læra sam- an. Þetta hljómar e.t.v. eins og skröksaga, en svo er ekki.“ „Það eru annars konar áhrif sem ég er viss um að svona verkefni hefur á skólastarf á Akranesi,“ segir Flosi. „Dugnaður krakk- Söngle ikur 22

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.