Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 21

Skólavarðan - 01.03.2003, Síða 21
anna sem taka þátt í þessu núna verður vonandi hvatning fyrir yngri nemendur hér í skólanum um að leggja hart að sér til að gera eins vel seinna. Og ég er ekki í nein- um vafa um að þessir krakkar verða á svið- inu í Bíóhöllinni þegar ég fer til að sjá upp- færslur Leiklistarklúbbs FVA árið 2005, 2006 og 2007!“ Lausn vandamála felast í samstöðu Í Frelsi segir af stelpu sem býðst tækifæri til að verða vinsæl. Átök skapast milli góðra og illra afla og minni úr þjóðsögunum af Sæmundi fróða og kölska fléttast inn í leik- inn. Sagan fjallar um átök og einelti, vin- áttu og að lausn vandamála felist í sam- stöðu en ekki ofbeldi. Lá þetta allt saman ljóst fyrir þegar þið fóruð að skrifa söguna? „Í upphafi ákváðum við að söngleikurinn ætti að vera við hæfi unglinga og um ungl- inga,“ segir Flosi. „Það var nú mest til að hlífa þeim við að leika mikið upp fyrir sig í aldri. Svo kviknaði hjá okkur hugmynd um að gera góðlátlegt grín að gsm-æðinu og kapphlaupinu við tískuna og fjalla um sam- skipti unglinga. Þá fóru smám saman að koma hvörf í söguna og persónur að skjóta upp kollinum. Tengingin við Sæmund og kölska kom upp og leysti ákveðna stíflu. Eftir það var létt verk að skrifa handrit.“ Vegna áróðursins gegn ofbeldi sem rek- inn er í söngleiknum styður Akranesdeild Rauða kross Íslands verkefnið, en líkt og aðrar deildir RKÍ tekur Akranesdeildin þátt í samnorrænu átaki landsfélaga Rauða krossins Gegn ofbeldi. Á meðan á átakinu stendur verður unnið markvisst að því að vekja athygli á ofbeldisvandanum og afleið- ingum hans, sérstaklega meðal ungs fólks. Það verður m.a. gert með því að virkja ungt fólk til jákvæðra og skapandi verka. Að mati Akranesdeildar RKÍ er söngleikur- inn Frelsi gott dæmi um slíkt verkefni. „Megininntak þessa átaks Rauða krossins er að hvetja fólk til að taka virka afstöðu gegn ofbeldi,“ segir Sigurður Arnar. „Ég trúi því að uppfærslan á Frelsi sé einmitt slík hvatning og við í Grundaskóla munum nota sýninguna sem lið í frekari vinnu á öllum aldursstigum gegn ofbeldi, til dæmis einelti.“ Karl Hallgrímsson Söngle ikur 23

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.