Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 24
Frétt i r 26 Rannsóknin var bæði megindleg og eigindleg og auk þess var safnað upp- lýsingum um menntastefnu, námskrár o.fl. Ítarleg spurningakönnun var lögð fyrir 13 ára nemendur á þremur mis- munandi skólasvæðum í hverju landi og eftir það voru tekin viðtöl við sex nem- endur í þremur skólum á hverju svæði, þ.e. 54 í hverju landi. Þá voru tekin hóp- viðtöl við þessa nemendur ásamt jafn- mörgum félögum þeirra sem þeir höfðu sjálfir valið. Með þessum síðarnefndu samtölum var markmiðið að fá innsýn í hvort börnin sæju kennarann sem vin sinn, hvað það þá merkti og hvaða áhrif það hefði á nám þeirra eða tiltrú á sjálf- um sér á því sviði og áhrif á skólamenn- inguna í heild sinni. Loks var rætt við kennara og stjórnendur og fylgst með í tímum í því skyni að fylla upp í myndina sem fyrri hlutar rannsóknarinnar höfðu dregið útlínur að. Svörin við spurningalistunum gáfu sterka vísbendingu um að samband kennara og nemanda hefði mjög mikil áhrif á löngun nemandans til að læra og líðan hans í skólanum. Skilgreiningar unglinganna á góðum skóla, kennara, vinahópi og nemanda voru talsvert ólík- ar milli landanna en óskir nemenda og væntingar voru hins vegar afar svipað- ar. Tvennt stóð upp úr sem mikilvæg- ustu eiginleikar kennara: Annars vegar að hann væri skilningsríkur og gott að tala við hann. „Kennarinn á að hafa tíma til að hjálpa manni bæði námslega og persónulega,“ sagði einn nemendanna og tæplega helmingur nemenda í öllum löndunum taldi að þeir lærðu mest hjá kennurum sem líkaði vel við þá. Hins vegar var hæfni kennarans til að tala við nemendur sína eins og jafningja. Einnig lögðu nemendur mikla áherslu á að kennarinn væri sanngjarn, útskýrði vel og gerði námið áhugavert. Þegar nem- endur voru spurðir hvað þeir ættu við með „áhugavert“, svöruðu þeir á þann veg að það ætti að vera skemmtilegt, eitthvað sem þeir tækju virkan þátt í, og sem ætti sér samsvörun í lífinu utan skólaveggjanna. Danskir nemendur reyndust vera þó nokkuð jákvæðari gagnvart kennurum sínum og skólum en þeir bresku, og miklu jákvæðari en þeir frönsku. Snarað úr greininni „Kan en lærer være en ven?“, greinin í heild sinni birtist í tímaritinu Forum for skoleledelse, 2. tbl. 2003. keg Kennarinn hefur mikil áhrif á námslöngun Árið 1999 var gerð rannsókn á hvernig nemendur í þremur löndum; Bretlandi, Frakklandi og Danmörku, upplifu skólagöngu sína. Markmiðið var að skoða félagslegan veruleika nemenda í þessum þremur skóla- kerfum og hvaða hlutverki kennarann hefði að gegna í þeirra augum, og varpa ljósi á áhrif mismunandi menningar og skólakerfa á lærdómsferlið, nemendur og kennara. Samkvæmt lögum félagsins er árs- fundur haldinn þau ár sem aðalfundur er ekki haldinn. Rétt til setu á ársfundi eiga stjórn og varastjórn félagsins, for- menn svæðafélaga, samninganefnd, skólamálanefnd og formenn fasta- nefnda. Tveir fulltrúar Stúdentaráðs KHÍ sóttu fundinn. Á fundinum var fjallað um starfsemi félagsins og starfsáætlun, svo og reikn- inga og drög að fjárhagsáætlun. Gerð var grein fyrir starfsemi samninga- nefndar og undirbúningi næstu kjara- samninga og aðrir þættir í starfsemi félagsins voru einnig til umræðu. M.a. var kynnt fyrirhuguð skoðanakönnun meðal félagsmanna en þess er að vænta að niðurstöður hennar verði hafðar til hliðsjónar við mótun næstu kröfugerðar. Einnig var fjallað í vinnu- hópum um innra starf félagsins þar sem fundarmenn veltu fyrir sér spurningun- um: Hvar stöndum við? - Hvert stefnum við? - Hvert viljum við stefna? - Hvað er jákvætt ? - Hvað er neikvætt? Síðari fundardaginn hélt Anna Þóra Baldursdóttir lektor við Háskólann á Akureyri erindi um rannsókn sem hún hefur gert á vinnuumhverfi kennara og kulnun í starfi. Á fundinum var samþykkt sérstök ályktun um málefni barna með miklar hegðunar- og tilfinningaraskanir og hefur henni verið komið á framfæri við stjórnvöld. Ályktun ársfundar Félags grunn- skólakennara Alvarlegt ástand hefur skapast víða í skólakerfinu vegna barna með miklar hegðunar- og tilfinningaraskanir. Árs- fundur Félags grunnskólakennara, hald- inn á Hótel Geysi 9. - 10. mars 2003, beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að skoða frá öllum hliðum heildstæð úr- ræði fyrir þennan hóp. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að þess að veita fagfólki sem á að sinna málefnum barna með geðraskanir svig- rúm og aðstöðu til þess að veita þá þjónustu sem þessi börn eiga rétt á. Fundurinn skorar á yfirvöld heilbrigð- is,- félags- og menntamála að bregðast snarlega við þessu brýna málefni og vinna í sameiningu að lausn þess. Þriðji ársfundur Félags grunnskólakennara Þriðji ársfundur Félags grunnskólakennara var haldinn á Hótel Geysi dagana 9. - 10. mars. „The thunder of war is at an horizon measured in weeks, if not days. Whatever your stance, remember, when it starts, there is no turning back; no pleasant turn of phrase to quiet the combatants; no sudden turn by pilots, soldiers, sailors and Marines to sit down for tea and cookies with whom they construe as their enemies; no „gosh, I’m sorry; let’s not,“ whispered into a pillow or a pleasant drawing room. War ... is an act of utter finality; once it starts, we deal with war’s con- sequences, not how it might have been different. And, as on the eve of any war ever fought, we do not know what those consequences will be. Úr vefútgáfu tímaritsins EXPANSIVE POETRY AND MUSIC, febrúar 2003 Þrumur stríðsins eru skammt undan Þessa tilvitnun rak á fjörur Skóla- vörðunnar skömmu fyrir útgáfu blaðsins og hún birtist hér óþýdd, í þeirri von og trú að les- endur fyrirgefi okkur útlenskuna!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.