Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.03.2003, Blaðsíða 25
Frétt i r 27 Meðal annars verða eftirfarandi spurningar til umræðu: Hvernig er að vera barn í samtímanum? Eru börn sýni- leg í samfélögum samtímans? Hver eru réttindi og skyldur hlutaðeigandi í um- önnun og menntun ungra barna, þ.e. barnanna sjálfra, foreldra, kennara og annarra uppeldisaðila og stefnu- mótenda? Hvernig er hægt að styðja við námshvöt nemenda þannig að þeir vaxi og dafni, njóti velgengni og verði skap- andi einstaklingar í heimamenningu sinni? Hver eru mikilvægustu sambönd- in (tengslin) í menntun og þroska ungra barna? Fyrirlestra halda sex prófessorar frá Svíþjóð, Ítalíu, Bretlandi og Banda- ríkjunum. Ráðstefnugjald er 465 evrur sem þarf að greiða að hluta í síðasta lagi 15. júní. Athugið að eftir þann tíma hækkar gjald- ið í 492 evrur. Hægt er að sækja um styrki til fararinnar, aðildarfélög KÍ eru með mismunandi styrkreglur sem hægt er að kynna sér á heimasíðu KÍ, www.ki.is Allar nánari upplýsingar um ráðstefn- una, dagsetningar, hótelbókanir og skipulag er að finna á vef ráðstefnunnar: http://www.strath.ac.uk/ Departments/PrimaryEd/eecera/#top Samtökin EECERA halda einnig úti vef, slóðin er: www.worc.ac.uk/eecera Ráðstefna í Skotlandi Hvernig bernska er möguleg á okkar tímum? Dagana 3. - 6. september verður haldin ráðstefna í Glasgow á vegum alþjóðlegu samtakanna European Early Childhood Education Research Association (EECERA). Samtökin halda ráðstefnur sínar ár hvert, víða um heim, og er þessi sú þrettánda í röðinni. Hún ber yfirskriftina Possible Childhoods: relationships and choices, en þetta er jafnframt meginviðfangsefni ráðstefnunnar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.