Skólavarðan - 01.03.2003, Side 26

Skólavarðan - 01.03.2003, Side 26
Danskir kennarar óska eftir íbúðaskiptum í sumar 1. Hjón með átta og tíu ára börn bjóða 135 m2 íbúð (svefn- pláss fyrir 4-6) í miðbæ Kaupmannahafnar í skiptum fyrir hús eða íbúð á Íslandi. Þau hugsa sér að vera á Íslandi í 1 - 2 vikur á tímabilinu 10. júlí -10. ágúst. Hafið samband við Familien Agger, netfang: aha@sbi.dk 2. Hjón sem undirbúa þriðju Íslandsferð sína bjóða einbýlishús í Vanløse í skiptum fyrir hús eða íbúð á Íslandi. Frekari upplýsingar veita Jytte og Jørn, netfang: ju.csv@ci.kk.dk 3. Ungt barnlaust par býður litla íbúð á Østerbro í Kaupmannahöfn í skiptum fyrir íbúð á Íslandi. Frekari upplýsingar veita Jaris og Rise, netfang: rise_v@hotmail.com Sumarbústaður í Danmörku Rúmgóður sumarbústaður ( níu svefnpláss ) á stórri lóð til leigu. Eins og hálfs tíma keyrsla frá Kaupmannahöfn, á nv Sjá- landi. Bústaðurinn er leigður viku í senn, frá laugardegi til laugardags, og er laus í júní og ágúst. Mjög hentugur barna- fólki. Stutt á góða strönd og „Sommerland Sjælland“. Nánari upplýsingar í síma 00 45 35262528. Guðlaug gulla@os.dk Opinn fundur um samræmd próf í framhaldsskólum Opinn fundur um samræmd próf í framhaldsskólum verður haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2003 í Borgartúni 6, kl. 14-17 Félag framhaldsskólakennara heldur fundinn í samstarfi við Samtök móðurmálskennara, menntamálaráðuneytið, Náms- matsstofnun og Félag íslenskra framhaldsskóla og koma frum- mælendur frá öllum þessum aðilum. Í drögum að dagskrá fundarins kemur fram að fyrirhuguð eru erindi um: 1) markmið/tilgang samræmdra prófa 2) mögulegt efni/inntak samræmds prófs í íslensku miðað við námskrá og lýsingu í reglugerð um „markmiðsbundið yfirlitspróf úr kjarna“ 3) gerð, framkvæmd og úrvinnslu samræmdra prófa í framhaldsskólum 4) áhrif samræmdra prófa á skólastarf í framhaldsskólum (tvö erindi, frá kennara og skólameistara). Á milli erinda og í lok fundarins verða umræður og fyrir- spurnir. Skólamenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni. Auglýsing um úthlutun hærri ferðastyrkja úr A deild Vísindasjóðs FL Hér með eru auglýstir styrkir til einstaklinga til að sækja ráð- stefnur og námskeið erlendis. Styrkirnir nema kr. 100,000. - Skulu líða a.m.k. fjögur ár frá því að félagsmaður fær styrk til utanfarar þar til hann getur sótt um slíkan styrk aftur. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs um- sækjenda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu Kí www.ki.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 2003. Sjóðsstjórn Auglýsing um úthlutun styrkja úr B deild Vísindasjóðs Félags leikskólakennara Hér með eru auglýstir námsstyrkir til félagsmanna FL sem hyggjast stunda framhaldsnám í leikskólafræðum skólaárið 2003 til 2004. Styrkirnir nema kr.100.000 til þeirra er stunda nám hér á landi og kr.140.000 til þeirra er stunda nám í útlöndum. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjenda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu KÍ www.ki.is Umsóknarfrestur er til 15. maí 2003. Sjóðsstjórn Norræn ráðstefna um leikskólamál Dagana 19. og 20. september 2003 verður haldin norræn ráðstefna um leikskólamál í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Yfirskrift hennar er„Að mæta barni nútímans“. Að ráðstefnunni standa Akureyrarbær, Randers í Danmörku, Álasund í Noregi og Västerås í Svíþjóð. Á ráðstefnunni gefst leikskólafólki tækifæri til að hlusta á fyr- irlesara í fremstu röð fjalla um málefni leikskólans og ætti eng- inn, sem hefur áhuga á þeim málefnum, að láta þessa ráð- stefnu fram hjá sér fara. Fyrirlesarar verða Guðrún Alda Harð- ardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, Stig Broström, lektor við danska uppeldisháskólann, og Mara Westling Allodi, fil. dr., við kennaraháskólann í Stokkhólmi. Auk þess verða vinnusmiðjur frá hverju landi: Arnar Ingvars- son frá leikskólanum Iðavelli á Akureyri fjallar um tölvur og börn. Frá Randers kemur Vibra Svejstrup, hún fjallar um norræna frásagnarhefð í starfi með börnum. Morten Jahren frá Álasundi veltir fyrir sér hugtakinu nýja foreldrakynslóðin og Anne-Christine Söderström frá Västerås fjallar um hæfileik- aríka barnið og hvernig sýn hins fullorðna á barnið hefur áhrif. Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefnum leik- skólans. Vakin er athygli á að allir fyrirlestrar fara fram á dönsku, norsku eða sænsku og ekki verður túlkað. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar, þar fást einnig umsóknareyðublöð: http://www.idavollur. akureyri.is/radstefnanorraent.htm Undirbúningsnefndin Smáauglýs ingar og t i lkynningar 28

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.